89. fundur bæjarráðs
89. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn föstudaginn 25. apríl 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 10:00
Mætt:
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista, varaformaður
Helgi Sigurður Haraldsson, varamaður B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, varamaður D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23.04.2008. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801034 - Fundargerð félagsmálanefndar
26.fundur haldinn 14.apríl 2008
-liður 1, 0704103, akstursþjónusta eldri borgara, bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á málskoti í reglum sveitarfélagsins um akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
Fundargerðin staðfest.
2. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar
26.fundur haldinn 16. apríl 2008
Fundargerðin staðfest.
3. 0801044 - Fundargerð umhverfisnefndar
17.fundur haldinn 16.apríl 2008
Fundargerðin staðfest.
4. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 23.04.2008
-liður 5, 0804126, deiliskipulag Byggðarhorns, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
-liður 6, 0405030, tillaga um að lagðar verði dagsektir á eiganda Eyrarbrautar 21 vegna vanefnda á skilum teikninga og ábyrgðum meistara til byggingarfulltrúa, bæjarráð samþykkir að dagsektir verði lagðar á að fimmtán dögum liðnum, hafi fullnægjandi árituðum uppdráttum og staðfestingum iðnmeistara ekki verið skilað inn til skipulags- og byggingaryfirvalda sveitarfélagsins.
-liður 8, 0804148, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Urðarmóa, Selfossi, bæjarráð samþykkir greinargerð að breyttu deiliskipulagi þar sem heimilt er að þakhalli á lóðinni að Urðarmóa 6 verði 42°.
Fundargerðin staðfest.
Almenn erindi
5. 0804082 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Félagsheimili Karlakórs Selfoss
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.
6. 0804093 - Beiðni um umsögn um frumvarp um skráningu og mat fasteigna, starfsemi og fjármögnun FMR
Lagt fram.
7. 0801100 - Ólafsvíkuryfirlýsingin - staðardagskrá 21 á Íslandi
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.
Sveitarfélagið Árborg er þátttakandi í Staðardagskrá 21 og í aðalskipulagi Árborgar 2005-2025 eru meginhugmyndir og markmið Sd21 höfð að leiðarljósi.
Með samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar skuldbindur Árborg sig til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, m.a. með því að virkja íbúa, félagasamtök og aðila atvinnulífsins til öflugrar þátttöku í verkefnum sem tengjast Sd21 og með því að hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana og ákvarðanatöku í sveitarfélaginu.
Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. 0703033 - Tillaga um ráðningu staðgengils regluvarðar
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármála- og stjórnsýslusviðs verði staðgengill regluvarðar í stað Guðlaugar Sigurðardóttur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9. 0804124 - Drög að samningi við Intrum ehf um innheimtu vanskilakrafna fyrir Sveitarfélagið Árborg.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
10. 0804107 - Tillaga að deiliskipulagi - lóð Tryggvaskála
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar.
11. 0704151 - Tillaga um að samþykkt verði að óska eftir viðræðum við Vegagerðina um fyrirkomulag almenningssamgangna innan Árborg frá áramótum 2008-2009
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerð ríkisins um fyrirkomulag almenningssamgangna innan Árborgar frá áramótum 2008-2009, þegar núgildandi sérleyfi fellur úr gildi.
Greinargerð:
Viðtökur við strætó innan Árborgar hafa verið góðar, að jafnaði eru ríflega 60 farþegar að nýta sér þjónustuna dag hvern. Bæjarstjórar Árborgar og Hveragerðisbæjar eru nú í viðræðum við Vegagerðina um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Selfoss og er nauðsynlegt að fyrir liggi sem fyrst hvernig almenningssamgöngum innan Árborgar verði háttað.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
12. 0803019 - Erindi frá bæjarráði Ölfuss um almenningssamgöngur við höfuðborgarsvæðið - fundarboð
Lagt fram.
Bæjarstjóra og bæjarritara falið að funda með fulltrúum Ölfuss og Hveragerðis og gera bæjarráði grein fyrir niðurstöðunni.
13. 0804129 - Erindi frá eigendum Kirkjuvegar 11 um að sveitarfélagið leysi húseignina til sín og felli það inn í skipulag fyrir nýjan miðbæ á Selfossi
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð hafnar því að kaupa húsið en felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa í samvinnu við skipulagshönnuði að skoða möguleika á breytingu á bílastæðum og aðkomu að húsinu við Kirkjuveg 11.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, sat hjá og óskaði eftir að bókað yrði:
Fordæmi fyrir kaupum á fasteignum var gefið með kaupum sveitarfélagsins á Pakkhúsinu, vegna nýs skipulags í miðbænum.
Meirihlutinn bókaði:
Bent skal á að umrætt hús er utan deiliskipulagsreitsins en Pakkhúsið ekki.
14. 0804128 - Auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta 2007/2008
Bæjarráð felur bæjarritara að ganga frá umsókn um byggðakvóta.
15. 0803034 - Fundir bæjarráðs 2008
Tillaga um að fresta fundi bæjarráðs í viku 18 til föstudagsins 2. maí kl. 10 þar sem 1. maí er á fimmtudaginn.
Samþykkt.
Erindi til kynningar
16. 0804092 - Erindi félags- og tryggingamálaráðuneytis um hækkun húsaleigubóta 2008
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:43
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Þórunn Jóna Hauksdóttir |
|
Ragnheiður Hergeirsdóttir |
Ásta Stefánsdóttir |
|
|