Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.4.2012

89. fundur bæjarráðs

89. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, 
Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista, 
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, 
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, 
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.  1201023 - Fundargerð menningarnefndar
 15. fundur haldinn 2. apríl
 -liður 3, 1203223, styrkumsókn vegna tónleikaferðar The Wicked Strangers. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókn The Wicked Strangers.
Bæjarráð óskar hljómsveitinni RetRoBot til hamingju með sigurinn í Músíktilraunum 2012, ánægjulegt er að aðstaða til æfinga í Pakkhúsinu nýtist hljómsveitum í sveitarfélaginu vel.
Fundargerðin staðfest.
   
2.  1203186 - Fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps
 4. fundur haldinn 19. mars
 Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð mun funda með öllum hverfisráðum í sveitarfélaginu þriðjudaginn 24. apríl nk. kl. 17 í Ráðhúsi Árborgar.
   
3.  1203037 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
 Ársreikningur og aðalfundargerð frá 22. mars
 Fundargerðin lögð fram.
   
4.  1202287 - Fundargerð XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin lögð fram.
   
5.  1203220 - Átaksverkefni Vinnumálastofnunar sumarið 2012
 Lagt var fram bréf Vinnumálastofnunar þar sem kynnt er átaksverkefni um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Sótt hefur verið um 31 starf vegna verkefnisins. 
   
6.  1202310 - Fjallskilasamþykkt
 Drög að fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna voru lögð fram án athugasemda.  
   
7.  1203175 - Skýrslur Landsnets - kerfisáætlun 2012-2016
 Lagt fram.
   
8.  1203217 - Erindi útilífsmiðstöðvar skáta, Úlfljótsvatni-Sumarstörf á Úlfljótsvatni sumar 2012
 Bæjarráð samþykkir að þeir tveir skátar úr Fossbúum, sem erindið tekur til, fái að starfa við sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni í sumar. 
   
9.  1203221 - Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðigjöld
 Bæjarfulltrúar B- og D-lista bókuðu eftirfarandi:
Við lýsum yfir áhyggjum af því að verulegar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjávarútvegs geti leitt til ófyrirséðra afleiðinga á Suðurlandi eins og á öðrum svæðum. Margir hér byggja afkomu sína á sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Há skatt- og gjaldtaka skerðir útsvarsstofn sveitarfélaga þar sem ekki er gert ráð fyrir að neitt af þessum skatti/gjaldi renni til sveitarfélaga.
   
10.  1203168 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð
 Lagt fram.
   
11.  1203173 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga
 Bæjarráð varar við því að málefni séu færð yfir frá ríkinu til sveitarfélaga án þess að þau séu nægilega vel ígrunduð og farið hafi verið yfir allar fjárhagsforsendur. 
   
12.  1201031 - Verkefni SEEDS 2012
 Lagt fram.
   
13.  1203224 - Beiðni Iðnaðarráðuneytisins um umsögn - þingsályktunartillaga um lagningu raflína í jörðu
 Lagt fram.
   
14.  1203182 - Erindi Siggeirs Ingólfssonar varðandi leigu á félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka
 Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Samningur verði lagður fyrir bæjarráð. 
   
15.  1109092 - Framlög vegna eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda 2011
 Lagt fram. Þær breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem ákveðið var að fara í, eru íþyngjandi fyrir Sveitarfélagið Árborg. 
   
16.  1203166 - Fundartímar bæjarráðs 2012
 Samþykkt að næsti fundur bæjarráðs verði miðvikudaginn 18. apríl nk. þar sem reglulegan fundardag ber upp á sumardaginn fyrsta. 
   
17.  1204053 - Endurbætur á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
 Bæjarráð lýsir yfir ánægju með áform um endurbætur á eldri hluta húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skorar á Alþingi að fylgja eftir þeim áformum sem kynnt hafa verið starfsfólki og óskar jafnframt eftir fundi með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir starfsemina. 
   
18.  1203218 - Tilkynning Þjóðskrár Íslands um lokun afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á Selfossi
 Bæjarráð vekur athygli á að um þjónustuskerðingu er að ræða fyrir íbúa á svæðinu, í bréfinu kemur fram að í ákveðnum tilvikum þurfi að vísa fólki til Reykjavíkur til að fá úrlausn mála sinna. Ríkið er því að skerða þjónstu við Sunnlendinga. Þá fækkar störfum á vegum hins opinbera um eitt við þessa breytingu. 
   
19.  1111015 - Friðlýsing landssvæða í Flóa
 Lagt var fram afrit af bréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis til umhverfisráðuneytis vegna lands sem er á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í Flóagaflsmýri. 
   
20.  1203191 - Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011
 Lagt fram. 
   
21.  1204032 - Ályktun af búnaðarþingi 2012 - tvöföld búseta
 Lögð var fram ályktun búnaðarþings um tvöfalda búsetu. 
   
22.  1204033 - Ársreikningur Markaðsstofu 2011
 Lagt fram. 
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:

Eyþór Arnalds  
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson  
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica