Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.11.2016

89. fundur bæjarráðs

89. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.  Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni um aukið stöðugildi í félagslegri heimaþjónustu. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  28. fundur haldinn 2. nóvember
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1611015 - Fundargerðir Borgarþróunar ehf.
  Fundur haldinn 3. nóvember 2-1611015 Aðalfundur haldinn 3. nóvember 2-1611015-aðalfundur
  Fundargerðirnar lagðar fram.
     
3. 1605149 - Fundargerð Sandvíkurseturs ehf.
  Fundur haldinn 3. nóvember 3-1605149
  Fundargerðin lögð fram.
     
4. 1603057 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  843. fundur haldinn 28. október 4-1603057
  Fundargerðin lögð fram.
     
5. 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS
  513. fundur haldinn 19. október 5-1602003
  Fundargerðin lögð fram.
     
6. 1611014 - Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
  1. fundur haldinn 2. maí  6-1611014-1-fundur 2. fundur haldinn 5. september 6-1611014-2-fundur 3. fundur haldinn 3. október 6-1611014-3-fundur
  Fundargerðirnar lagðar fram.
     
7. 1605257 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs
  9. fundur haldinn 11. og 12. október 7-1605257
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
8. 1511155 - Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 3. nóvember 2016, beiðni um framlag vegna búnaðarkaupa fyrir verklega kennslu við FSu (40% hlutur sveitarfélaga á móti 60% hlut ríkisins). 8-1511155
  Bæjarráð samþykkir að greiða framlag til kaupa á búnaði fyrir FSu í samræmi við erindið. Hlutdeild Árborgar er 22%.
     
9. 1609077 - Tilkynning Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31. október 2016, um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016-2017 9-1609077
  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta fyrir Sveitarfélagið Árborg. Ákvæði reglugerðar nr. 641/2017 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka og Stokkseyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum: a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. b) 2. mgr. 4. gr. fellur brott. c) Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Rökstuðningur: Í byggðarlögunum Eyrarbakka og Stokkseyri háttar þannig til að ekki er hafnaraðstaða til löndunar afla. Nauðsynlegt er því að veitt verði undanþága frá þeirri skyldu að afla sem fellur til á grundvelli byggðakvóta sé landað í viðkomandi byggðarlagi. Verði slík undanþága veitt verður fiskiskipum, sem fá byggðakvóta úthlutað, unnt að landa afla í öðrum höfnum. Megináhersla laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er að styrkja atvinnusköpun innan byggðarlaga sem uppfylla tiltekin skilyrði með úthlutun byggðakvóta. Í sveitarfélaginu eru reknar fiskvinnslur, tvær á Stokkseyri og ein á Eyrarbakka. Fiskvinnslurnar eru allar litlar og sérhæfðar og því nauðsynlegt að heimilað verði að vinna aflann innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir að byggðakvótinn falli niður.
     
10. 1611011 - Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á því að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar umsagna um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 10-1611011
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1611013 - Beiðni Samgöngustofu, dags. 2. nóvember 2016, um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu Guðmundar Tyrfingssonar ehf. 11-1611013
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
12. 1611054 - Áskoranir frá kennurum í grunnskólum og stjórn samtaka tónlistarskóla vegna kjaramála 12-1611054
  Lagðar voru fram áskoranir hóps grunnskólakennara á Íslandi, kennara í Vallaskóla og stjórnar samtaka tónlistarskóla. Bæjarráð þakkar fyrir erindin, samkvæmt fréttum síðustu daga standa kjaraviðræður yfir. Bæjarráð beinir því til samninganefndar sveitarfélaganna að leita allra leiða til að ná samningum sem fyrst við grunnskóla- og tónlistarskólakennara.
     
13. 1611050 - Beiðni forstöðumanns félagslegrar heimaþjónustu um heimild til að auka stöðugildi í félagslegri heimaþjónustu úr 70% í 80%
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
Erindi til kynningar
14.   1610196 - Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. október 2016, um erindi um lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks 14-1610196
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1611010 - Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um Dag íslenskrar tungu 16. nóvember 2016 15-1611010
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
     
16. 1611007 - Áskorun frá Fræðslunetinu, dags. 19. október 2016, um frágang útisvæðis við Fjölheima 16-1611007
  Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Sandvíkurseturs ehf.
     
17. 1603252 - Íbúasamráð í sænskum sveitarfélögum, samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna námsferðar 17-1603252
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05.
Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Eggert V. Guðmundsson
Íris Böðvarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica