Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.4.2007

8.fundur umhverfisnefndar

 

8. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 25.04.2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður

 

Siggeir Ingólfssonritaði fundargerð

Að gefnu tilefni áréttar umhverfisnefnd að þeim skipulagstillögum sem hún á að fjalla um sé vísað til hennar tímanlega.

 

Dagskrá:

 

1. 0704080
Söfnun og skil á pappír frá íbúum Árborgar
Guðmundur Tryggvi frá Sorpstöð Suðurlands kemur á fundinn. -

Guðmundur Tryggvi sagði frá því sem er verið að vinna að á vegum Sorpstöðvarinnar. Þessi mál eru í örri þróun og farið er að bjóða upp á flokkunartunnur á höfuðborgarsvæðinu.Það er búið að segja þeim samningi upp sem hefur verið í gildi um söfnun á pappír á svæði Sorpstöðvarinnar og er mjög brýnt að nú verði sest niður og málið skoðað. Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni og nefndi Guðmundur nokkra þeirra. Grenndargáma eins og hafa verið og því til viðbótar geti fólk óskað eftir flokkunartunnum og að þetta sé val. Þetta mál þarf að ræða og ákveða og kemur þá til framkvæmda í haust. Mikilvægt er að skoða það að við séum ekki að endurvinna bara endurvinnslunnar vegna, heldur sé allt skoðað í heild sinni. Það er í gangi vinna á heildarlausn úrgangsflokkunar hér á suðvesturlandi til 2020.
Nefndarmenn þökkuðu Guðmundi Tryggva fyrir góðar upplýsingar. Eins og kom fram í máli Guðmundar Tryggva er nefndin því sammála að það eigi að vera valmöguleikar fyrir íbúa með flokkunartunnu og grenndargám og að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæði á því að af þessu verði. Nefndin ákvað að vinna málið frekar.

2. 0608007
Sjónarmið sumarhúsaeigenda vegna sjóvarnargarðs á Stokkseyri -

Málinu frestað.

3. 0703167
Dagur umhverfisins - maí 2007 -

Nefndin ákvað að dagur umhverfisins í Árborg verði 3. maí. Á þeim degi verða veitt umhverfisverðlaun Árborgar 2007 og verkefninu "Tökum á - Tökum til" ýtt úr vör. Þessi athöfn verður í Tryggvagarði kl:17:00 þennan dag.
Umhverfisverðlaun Árborgar 2007 hljóta:
Sem einstaklingur: Sigríður Jónsdóttir frá Björk.
Sem fyrirtæki: Olís Arnbergi

Erindi til kynningar:

 

a) 0704050
Friðlýsing á Eyrum. - 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

María Hauksdóttir                              
Soffía Sigurðardóttir
Jóhann Óli Hilmarsson            
Elfa Dögg Þórðardóttir
Siggeir Ingólfsson

 



 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica