8.fundur fræðslunefndar
8. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 24. mars 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra,
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara,
Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Stefanía Geirsdóttir, fulltrúi Flóahrepps,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi varðandi uppsagnir skólaliða í Vallaskóla. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. 1103202 - Kynning á verkefni um tengsl skóla og leikskóla, Guðrún Þóranna Jónsdóttir kemur á fundinn
Guðrún Þóranna Jónsdóttir kynnti verkefni sem hún hefur unnið að og fjallar um samfellu leik- og grunnskóla með sérstöku tilliti til lestrarnáms.
Í rannsókninni voru kannaðar áherslur leik- og grunnskólakennara á málörvun og læsi, væntingar forráðamanna um lestrarnám barna sinna og hvernig skimunarprófið HLJÓM-2 og niðurstöður úr því er nýtt í leik- og grunnskólum.
Fræðslunefnd samþykkir að vinna að því að efla enn frekar tengsl á milli leikskóla og grunnskóla í samráði við skólastjóra og leikskólastjóra. Einnig að stuðla að aukinni þekkingu Á skimunarprófinu HLJÓM-2.
Fræðslunefnd þakkar kynninguna.
2. Erindi varðandi uppsagnir á skólaliðum í tengslum við flutning á starfsemi yngri deildar Vallaskóla
Fulltrúi kennara bar upp fyrirspurn varðandi uppsagnir skólaliða í Vallaskóla og flutning á starfsemi yngri deildar Vallaskóla úr húsnæði Sandvíkur á Sólvelli og í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz.
Hver er sparnaðurinn við þessar breytingar á ræstingu og uppsögnum á skólaliðum hjá Vallaskóla?
Fyrirspurnum verður svarað á næsta fundi.
3. 1002097 - Fundargerð skólaráðs Sunnulækjarskóla
Lögð var fram fundargerð frá 18. fundi skólaráðs Sunnulækjarskóla frá 12. janúar 2011.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Grímur Arnarson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Guðbjartur Ólason
Guðrún Thorsteinsson
Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Stefanía Geirsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir