9. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
9. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 21.06.2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista
Andrés Rúnar Ingason, varamaður V-lista
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, nefndarmaður D-lista
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Einar Guðmundsson, varamaður D-lista sat fundinn í stað Gríms Arnarsonar, nefndarmanns D-lista.
Andrés Sigurvinsson ritaði fundargerð.
Næsti fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar verður að loknum sumarleyfum í lok ágúst næstkomandi.
Dagskrá:
1. 0706072
Hjólabrettaaðstaða í Sveitarfélaginu Árborg -
Ábendingar hafa borist verkefnisstjóra um að nauðsynlegt sé að bæta hjólabrettaaðstöðu í sveitarfélaginu. Aðstaðan á Selfossi er viðunandi, á Stokkseyri er hún að ganga sér til húðar og á Eyrabakka vantar aðstöðu. ÍTA felur verkefnistjóra að skila inn tillögum um framtíðarúrlausn þessa málefnis að höfðu samráði við hlutaðeigandi aðila og framkvæmda- og veitusvið Árborgar þannig að hægt verði að gera ráð fyrir fjármagni í þessar framkvæmdir í fjárhagsáætlun 2008.
2. 0706073
Endurskoðun samninga og samkomulaga ÍTA. -
Íþrótta- og tómstundanefnd felur verkefnisstjóra að yfirfara og endurskoða alla samninga og samkomulög sem heyra undir málaflokkinn sem Sveitarfélagið Árborg hefur gert við félög, félagasamtök og einstaklinga jafnóðum og gildistími þeirra rennur út m.t.t. fjármagns, réttinda og skyldna beggja aðila. Í framhaldi skal verkefnastjóri að höfðu samráði við fyrrnefndra aðila leggja fyrir nefndina drög að nýjum samningum eða eftir atvikum tillögu um að framlengja þá óbreytta.
3. 0706074
Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sveitarfélagið Árborgar -
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að fram fari heildarendurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. ágúst 2003, sbr. samþykkt á 3. fundi nefndarinnar þann 21.09.2006. Við endurskoðunina verði sérstaklega litið til samþættingar skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála. ÍTÁ felur verkefnisstjóra að afla upplýsinga, undirbúa málið og leggja fram tillögur að verklagi á næsti fundi nefndarinnar.
4. 0706084
Fyrirspurn til ÍTA um styrkveitingar 2007 -
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur borist fyrirspurn frá Jóni Ragnari Ólafssyni varðandi fyrirkomulag á úthlutun styrkja ÍTÁ 2. maí 2007. Nefndin felur verkefnisstjóra að svara erindinu.
Erindi til kynningar:
a) 0705109
Æskulýðslög nr. 70/2007 -
Lagt fram til kynningar.
b) 0705082
Samkomulag um afnot af félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. -
Lagt fram til kynningar.
Jafnframt felur nefndin verkefnisstjóra að kalla eftir greinagerð frá forstöðumanni félagsmiðstöðvar um starfsemi síðast liðið ár svo og hugmyndir um framtíðarskipulag starfseminnar m.t.t. til aðgengis fatlaðra og annarrar þjónustu við ungmenni í sveitarfélaginu öllu.
c) 0706103
Vímuefnaneysla ungs fólks í Árborg 2007 -
Lagt fram til kynningar á fundinum.
Í haust mun fulltrúi Rannsóknar & greiningar koma hingað, fara yfir og kynna hlutaðeigendum niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk í Árborg árið 2007.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
Gylfi Þorkelsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Andrés Rúnar Ingason
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Andrés Sigurvinsson