Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.12.2006

9. fundur bæjarstjórnar

 

9. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 13. desember 2006 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:

 

Þorvaldur Guðmundsson                     B listi
Björn Bjarndal Jónsson                       B listi, varamaður Margrétar K. Erlingsd.
Ragnheiður Hergeirsdóttir                  S listi
Gylfi Þorkelsson                                  S listi
Jón Hjartarson                                    V listi
Snorri Finnlaugsson                             D listi
Þórunn Jóna Hauksdóttir                    D listi
Ari Thorarensen                                  D listi, varamaður Elfu D. Þórðardóttur
Grímur Arnarson                                 D listi, varamaður Eyþórs Arnalds

 

Auk þess sitja fundinn Stefanía Katrín Karlsdótitir, bæjarstjóri, ogÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Ég mótmæli kjöri Þorvaldar Guðmundssonar í stöðu forseta bæjarstjórnar. Þorvaldur hefur farið með órökstuddar dylgjur um samstarfsfólk sitt í bæjarstjórn og stofnað til ábyrgðarlausra slita á meirihluta að ósekju. Starfsaðferðir Þorvaldar Guðmundssonar eru ekki sæmandi fyrir mann sem gegnir stöðu forseta bæjarstjórnar, hvorki í Árborg né annars staðar.

 

Grímur Arnarson, D-lista.

 

Dagskrá:

 

I. Fundargerðir:

 

a)  0607019
Menningarnefnd                                                                frá 30.10.06

 

b) 18. fundur bæjarráðs - 0606096                                  frá 09.11.06

 

2. a) 0607075
Umhverfisnefnd                                                                frá 08.11.06

 

b) 19. fundur bæjarráðs                                                    frá 16.11.06

 

3.  a) 0611064
Bókasafnsnefnd                                                                frá 09.11.06

 

b) 0606112
Skipulags og byggingarnefnd                                             frá 09.11.06

 

c)  0611065
Samstarfsnefnd STÁ og Árborgar                                     frá 09.11.06

 

d) 0606088
Félagsmálanefnd                                                               frá 13.11.06

 

e) 0607019
Menningarnefnd Árborgar                                                 frá 13.11.06

 

f) 20. fundur bæjarráðs                                                      frá 23.11.06

 

4. a) 0606107
Leikskólanefnd                                                                 frá 22.11.06

 

b) 0607048
Íþrótta- og tómstundanefnd                                               frá 22.11.06

 

c) 0609054
Skólanefnd grunnskóla                                                      frá 20.11.06

 

d) 0606112
Skipulags- og byggingarnefnd                                           frá 23.11.06

 

e) 21. fundur bæjarráðs                                                    frá 30.11.06

 

5.   a) 22. fundur bæjarráðs                                              frá 07.12.06

 

1. a) Fundargerð menningarnefndar 30.10.

 

– liður 4: Aðkoma sveitarfélagsins að menningarhátíðum í Árborg

 

Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu bæjarfulltrúa D-lista:

 

Við treystum því að hátíðin Vor í Árborg verði haldin áfram með sama glæsibrag og undanfarin ár. Við gerum það því að tillögu okkar að hátíðinni verði tryggðar 3 milljónir við gerð fjárhagsáætlunar 2007.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, ogGylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, lagði til að tillögunni yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

4. b) Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 22.11.

 

– 3. mál: Skipun í stjórn afreks- og styrktarsjóðs Árborgar

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, ók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:

 

Við vekjum athygli á því að tilnefning Gríms Arnarsonar, Helga S. Haraldssonar og Gríms Hergeirssonar í stjórn er samþykkt samhljóða af nefndarmönnum.

 

- 7 mál: Skýrslur starfshóps um tillögur að endurbótum á Sundhöll Selfoss

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:

 

Hið rétta er að við kynningu á skýrslunum kynnti formaðurinn sameiginlega tillögu D- og B-lista og í hverju tillögur S- og V-lista voru frábrugðnar. Sjónarmið beggja aðila voru því reifuð.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

 

- 7. mál: Skýrslur starfshóps um tillögur að endurbótum á Sundhöll Selfoss

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa D-lista:

 

Við treystum því að hugmyndir í skýrslu D- og B-lista verði að veruleika. Þær fela í sér að framkvæmdir við Sundhöll Selfoss verði stórhuga og að aukin starfsemi geti breytt rekstri Sundhallar Selfoss úr 20 milljóna króna tapi 2006, í hagnað hér eftir. Þess vegna berum við upp þá tillögu að fjármagn til verksins verði tryggt í fjárhagsáætlun 2007 þannig að hægt verði að skipta um föt í nýjum klefum 17. júní 2007, þegar vígsla viðbyggingar við Sundhöll Selfoss verði tekin í notkun.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði til að tillögunni yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

- 7. mál: Skýrslur starfshóps um tillögur að endurbótum á Sundhöll Selfoss

 

Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:

 

Sveitarfélaginu Árborg hefur borist erindi frá JÁ-verk þar sem þeir lýsa áhuga á því að koma að byggingu viðbyggingar við Sundhöll Selfoss. Hvernig hyggst meirihlutinn taka í þá beiðni?

 

Forseti bæjarstjórnar tók til máls og sagði fyrirspurninni verða svarað á næsta fundi.

 

4. d) Fundargerð skipulags- og bygginganefndar 23.11

 

- liður 10: Deiliskipulagstillaga að Austurvegi 51-59 Selfossi

 

Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:

 

Afgreiðsla nefndarinnar var samhljóða, með einni undantekningu – atkvæði fulltrúa S-lista, um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Nú er þessi fulltrúi S-lista orðinn formaður nefndarinnar og athyglisvert er að málið er ekki á dagskrá fundar nefndarinnar á morgun.

 

- liður 10: Deiliskipulagstillaga að Austurvegi 51-59 Selfossi

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:

 

Væri deiliskipulagstillagan til afgreiðslu í skipulags- og bygginganefnd á morgun, yrði henni hafnað – því ekki er að efa að fulltrúar flokkanna greiddu atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni. Væri tillagan til afgreiðslu þessa bæjarstjórnarfundar yrði henni hafnað með sömu rökum. Hvernig hyggst meirihlutinn snúa sér í skipulagsmálum Austurvegar 51-59?

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir sem hann beindi til fulltrúa framsóknarflokksins:

 

Hver eru tengsl bæjarfulltrúa Framsóknarflokks í skipulags- og byggingarnefnd við Hrólf Ölvisson stjórnarformann í Fossafli,  eiganda byggingarréttar á Austurvegi 51-59?

 

Hvers vegna hefur Framsóknarflokkurinnn gengið svo hart fram í að keyra áfram skipulag á Austurvegi 51-59, þrátt fyrir athugasemdir íbúa, Skipulagsstofnunar og gegn áliti virts skipulagsfræðings?

 

Grímur Arnarson, D-lista.

 

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tók til máls og reifaði málið. Forseti kvaðst leggja fram skrifleg svör á næsta fundi.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi. Var það veitt.

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og reifaði málið frekar.

 

4. e) 21. fundur bæjarráðs 30.11.

 

- liður 1.b
Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista varðandi lið 6: Vísað í fundargerð ÍTÁ 22.11. – um útikörfuboltavöll:

 

Fulltrúi S-lista í Íþrótta- og tómstundanefnd Árborgar lagði til að útikörfuboltavöllur yrði að veruleika 2007 því “... þrjár milljónir sem völlurinn kostar eru smáaurar í samanburði við aðra aðstöðu sem sköpuð hefur verið á þessu og undanförnum árum” – eins og fulltrúinn orðar það. Afgreiðsla bæjarráðs var að vísa málinu til vinnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Árborg. Fulltrúi S-lista í bæjarráði situr hjá við þá afgreiðslu. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að útikörfuboltavöllur við Sólvelli verður að veruleika á næsta ári.

 

5. a) 22. fundur bæjarráðs 07.12.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:

 

Það er athyglisvert að bæjarfulltrúi B-lista í fyrrverandi meirihluta lagði fram dagskrártillögur við allar afgreiðslur mála og voru þær samþykktar með hjálp bæjarfulltrúa S-lista. Formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi D-lista, lagði fram tillögur til lýðræðislegrar umræðu en dagskrártillögur eru bornar undir atkvæði án umræðu.

 

Þannig hljóp fulltrúi B-lista frá eigin ákvörðunum hvort sem um var að ræða staðfestingu fundargerða byggingarnefndar BES eða eðlilega afgreiðslu mála.

 

Til að toppa hringlandaháttinn greiddu bæjarfulltrúar B- og S-lista atkvæði gegn tillögu formannsins um að leggja niður vinnuhóp um skoðun aðildar að og skipulag SASS og Skólaskrifstofu Suðurlands en samþykktu sömu tillögu síðar sama dag!

 

Við mótmælum svo harðlega þeim gjörningi nýs bæjarstjóra Árborgar að senda samþykkt síðari tillögunnar til aðildarsveitarfélaga SASS án forsögunnar og án samráðs við starfandi oddvita D-lista.

 

Þetta bendir til að bæjarstjórinn þurfi að endurskoða starfsaðferðir sínar ætli hann að bera sannleikanum vitni og vinna lýðræðislega en um lýðræði var honum tíðrætt þegar hann sat í minnihluta. Hann þarf líka aldeilis að herða sig ætli hann að vinna traust bæjarfulltrúa D-lista sem vilja frekar tala við fólk – helst augliti til auglitis – en í gegnum SMS, eins og bæjarstjórinn hefur kosið.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, óskaði eftir fundarhléi. Var það veitt.

 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Meirihlutinn bendir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á að formleg bæjarstjóraskipti fara fram við afgreiðslu dagskrárliðar nr. II, 5 á þessum fundi. Nýr bæjarstjóri tekur þá til starfa og hefur því fram að þessu engar ákvarðanir tekið né unnið formleg verkefni sem slíkur.

 

Þá bendir meirihlutinn á að eðlismunur er á tillögu fulltrúa D-lista í bæjarráði og þeirri tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn. Tillaga D-listans er viðbrögð við áhyggjum samstarfssveitarfélaganna en hin lýsir einbeittum vilja til samstarfs innan SASS.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi og var það veitt.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði frá bæjarfulltrúum D-lista:
Við sjáum ekki eðlismun á að leggja niður vinnuhóp og að leggja niður vinnuhóp. Við teljum alla bókun meirihlutans útúrsnúning á staðreyndum.

 

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

II.  Önnur mál

 

1.                                     
Kosning fulltrúa á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

Samþykkt var samhljóða að aðal- og varafulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SASS verði einnig fulltrúar á aðalfundinum.

 

2.
Kosning fulltrúa á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

 

Samþykkt var samhljóða að aðal- og varafulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SASS verði einnig fulltrúar á aðalfundinum.

 

3.
Kosning fulltrúa á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

 

Samþykkt var samhljóða að aðal- og varafulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SASS verði einnig fulltrúar á aðalfundinum.

 

4.
Kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs

 

Forseti bæjarstjórnar leggur til að Jón Hjartarson, V-lista, verði kosinn varaforseti bæjarstjórnar til eins árs.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:

 

Ég sting upp á að Snorri Finnlaugsson, D-lista, verði áfram 1. varaforseti bæjarstjórnar Árborgar. Reglur segja til um að forseti sé starfandi og að tveir forsetar skuli vera til vara. Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með 42% atkvæða Árborgarbúa á bak við sig er ekki nema réttlátt frá lýðræðissjónarmiði að flokkurinn eigi annan varaforsetanna.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum fulltrúa B-, S- og V-lista.

 

Tillaga forseta bæjarstjórnar var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.

 

5. 0606076
Uppsögn ráðningarsamnings við Stefaníu K. Karlsdóttur, bæjarstjóra.

 

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:

 

Lagt er til að sagt verði upp ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Stefaníu Katrínu Karlsdóttur, bæjarstjóra.  Vísast um það til 51. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr. 59. gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar svo og ákvæða gildandi ráðningarsamnings.

 

Greinargerð:
Samkvæmt 51. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr. 59. gr. samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar ræður bæjarstjórn bæjarstjóra til þess að annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og verkefni sveitarfélagsins. Á sama hátt og bæjarstjórn ræður bæjarstjóra, er bæjarstjórn ein bær til þess að segja bæjarstjóra upp starfi.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls, hann lýsti þeirri skoðun sinni að uppsögn bæjarstjóra gæti ekki tekið gildi fyrr en um áramót, og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:

 

Sú tillaga nýs meirihluta bæjarstjórnar Árborgar að segja Stefaníu Katrínu Karlsdóttur upp störfum bæjarstjóra er sorgleg staðreynd. Hún var kraftmikill framkvæmdastjóri, útsjónarsöm og fagleg í vinnubrögðum og reyndist svo sannarlega starfi sínu vaxin.

 

Engin rök hníga að uppsögn hennar önnur en óendanleg löngun eins bæjarfulltrúa til að setjast í stól bæjarstjóra. Löngunin sést best á því að svo mikið lá á að fá ráðningu í starfið að ekki var búið að segja upp þeim sem fyrir var áður en ráðningin var samþykkt í bæjarstjórn. Þar með voru þeir orðnir þrír bæjarstjórarnir á launum sem eru í umboði framsóknarmanna.

 

Mikill meirihluti íbúa Árborgar hefur skömm á að einkasjónarmið séu tekin fram yfir fagleg sjónarmið og slík vinnubrögð skuli viðhöfð þegar valinn er æðsti embættismaður sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu því greiða atkvæði gegn því að Stefaníu Katrínu verði sagt upp störfum.

 

Ari B. Thorarensen, D-lista,Gylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

6. 0510037
Tillaga um fjölnota íþróttahús við Engjaveg

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og fylgi eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa D-lista um fjölnota íþróttahús við Engjaveg úr hlaði:

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að hefja þegar í stað undirbúning að byggingu fjölnota íþróttahúss við Engjaveg. Húsið verði að lágmarki 9.600 m2 að stærð og verði tekið í notkun eigi síðar en á haustmánuðum 2008. Farið verði þegar í stað í að finna samstarfsaðila sem áhuga hafa á að byggja húsið í einkaframkvæmd. 

 

Bæjarstjórnin samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum í verkið við fjárhagsáætlun 2007 og felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að hefja undirbúning verksins og skila framkvæmda- og veitustjórn og bæjarráði fyrstu áfangaskýrslu um verkið eigi síðar en 1. mars n.k.

 

Greinargerð:
Í Árborg búa yfir 7.000 manns og er þess ekki langt að bíða að fjöldinn fari yfir 10.000. Bæjarfélög af þessari stærð hafa mikla þörf fyrir fullnægjandi íþróttamannvirki og þolir þessi framkvæmd ekki bið. Mikill áhugi er á þessu verki hjá íþróttahreyfingunni og almenningi. Samkvæmt könnun Gallup frá í vor vilja 74% íbúa Árborgar hafa fjölnota íþróttahús við Engjaveg, en ekki við Eyðimörk hjá flugvellinum. Þá kom fram hjá Íþróttasambandi Íslands í vor, gríðarleg áhersla á að íþróttamannvirki séu staðsett sem næst miðju íbúahverfa. Þannig eigi börn og unglingar um sem skemmstan veg að fara til að sækja íþróttaiðkun en það er algjör forsenda fyrir góðri þátttöku í íþróttastarfi.

 

 Mikilvægt er að vel sé að þessu verki staðið og hugað sé að öllum lykilþáttum eins og stærð, staðsetningu, búningsaðstöðu, lýsingu, aðkomu, loftræsingu og áhorfandasvæði.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, lagði til að tillögunni verði vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

7. 0607067
Fyrirspurn frá starfandi oddvita sjálfstæðisflokksins:

 

Hvenær hyggst oddviti Árborgar, stærsta sveitarfélagsins innan Héraðsnefndar Árnesinga, boða til löglegs fundar nefndarinnar?

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og fylgdi fyrirspurninni úr hlaði og óskaði eftir að bókað yrði eftirfarandi:

 

Fyrsti fundur Héraðsnefndar Árnesinga eftir sveitarstjórnarkosningar 2006, var haldinn 19. júlí. Þar var kosið í stjórnir og nefndir og verkum skipt, ýmist til eins eða fjögurra ára. Fundur þessi var kærður til Félagsmálaráðuneytisins (fmr.) af Gylfa Þorkelssyni og Ragnheiði Hergeirsdóttur S-lista í Árborg, á grundvelli þess að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. Vegna álits fmr. við kærunni ákvað héraðsráð, sem fer með framkvæmdavald milli funda Héraðsnefndar, að setja það í hendur oddvita Árborgar sem er oddviti B-lista, að boða saman nefndina á ný. Þetta var tilkynnt með bréfi til allra héraðsnefndarmanna 3. nóv. sl.

 

Allt samstarf á héraðsvísu er mikilvægt. Það er því óþægileg staða fyrir alla þá sem eru í Héraðsnefnd Árnesinga að fá ekki staðfest kjör sitt í störf á vegum Héraðsnefndar. Þess vegna skora ég á oddvita bæjarstjórnar Árborgar, stærsta sveitarfélagsins innan Héraðsnefndar Árnesinga, að boða til löglegs fundar nefndarinnar sem fyrst.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.

 

Forseti bæjarstjórnar svaraði fyrirspurinni á þann veg að dagsetning Héraðsnefndarfundar lægi ekki fyrir, en til hans yrði boðað fljótlega eftir áramót.

 

Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls, hann þakkaði samstarfið þann tíma sem hann hefur setið í bæjarstjórn. Þá þakkaði hann Stefaníu Katrínu fyrir samstarfið.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og þakkaði Ara fyrir samstarfið f.h. meirihlutans, þá þakkaði hún einnig Stefaníu Katrínu fyrir gott samstarf.Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók undir þakkir til Ara og Stefaníu.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði frá bæjarfulltrúum D-lista, að þau vísi í fundargerð 8. fundar bæjarstjórnar varðandi þakkir til Stefaníu.

 

Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og tók undir þakkir til Ara og Stefaníu.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.

 

Forseti bæjarstjórnar tók til máls og tók undir þakkir til Ara og Stefaníu.

 

 Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl.  19:00.

 

 Þorvaldur Guðmundsson                                
Björn Bjarndal Jónsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir                               
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson                                                 
Þórunn J. Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson                                        
Grímur Arnarson
Ari B. Thorarensen                                         
Stefanía K. Karlsdóttir
Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica