9. fundur bæjarráðs
9. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 31.08.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þórunn J Hauksdóttir, formaður
Þorvaldur Guðmundsson, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi, varamaður Ragnheiðar Hergeirsdóttur
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0606125 |
|
Liður 3-a: Bæjarráð heimilar landbúnaðarnefnd að auglýsa land Borgar/Hafliðakots til leigu.
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
0603045 |
|
|
b. |
0601124 |
|
Liður 2.a - Bókun:
„Í samþykktum Héraðsnefndar Árnesinga er skýrt kveðið á um það hvernig boða skuli fundi. Það skal gert „bréflega með minnst viku fyrirvara“. Hvergi er minnst á tölvupóst í samþykktunum. Þó tölvupóstur geti verið gagnleg viðbót við fundarboðun og samskipti í opinberri stjórnsýslu eru engar heimildir í samþykktum Héraðsnefndar til þess að hann komi í staðinn fyrir lögbundnar aðferðir og algerlega óásættanlegt að það skuli viðgangast, ekki síst þegar kosningar fara fram eða afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Til samanburðar dettur engum í hug að boða ársþing eða fundi í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga öðruvísi en bréflega, né fundi í bæjarráði eða bæjarstjórn Árborgar. Það er gert til að tryggja vitneskju lýðræðislega kjörinna fulltrúa um væntanlegan fund og þátttöku þeirra, eða möguleika til að boða varamann ef þannig stendur á, en einnig til að tryggja lögmæti fundarins og þeirra ákvarðana sem á honum eru teknar.
Með vísan í samþykktir Héraðsnefndar Árnesinga er ljóst að 44. fundur hennar, 19. júlí 2006, er ólöglegur, því ólöglega var til hans boðað, og þar með eru ólöglegar allar ákvarðanir sem á fundinum voru teknar.
Undirritaður fer fram á að fá afhent þau gögn sem liggja til grundvallar svari meirihlutans varðandi þetta mál við fyrirspurn Ragnheiðar Hergeirsdóttur og Hilmars Björgvinssonar á síðasta fundi bæjarráðs þann 24.08.06, þ.e. svar Félagsmálaráðuneytisins annars vegar og bæjarlögmanns hinsvegar.“
Gylfi Þorkelsson S lista.
Liður 2.a - Bókun: Meirihlutinn vísar í bókun um málið 24.08.06. Umbeðin gögn verða afhent.
Meirihluti B og D lista.
3. 0608110
Beiðni um styrk - starf gegn vímuefnum -
Bæjarráð hafnar erindinu. Hjá Sveitarfélaginu Árborg er sérstakt forvarnarstarf í gangi.
4. 0608018
Varðandi Selfossflugvöll - kvörtun -
Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn flugklúbbs Selfoss varðandi hertar reglur um flugumferð á Selfossflugvelli . Bæjaráð leggur áherslu á að reglunum sé framfylgt.
5. 0608015
Kaup á timburhúsi til flutnings - afsöl til staðfestingar -
Bæjarráð staðfestir afsölin
6. 0608123
Fyrirspurn frá Jafnréttisstofu um jafnréttisnefndir sveitarfélaga.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að veita fyrirspyrjanda umbeðnar upplýsingar.
7. 0607035
Svar við fyrirspurn Ragnheiðar Hergeirsdóttur S lista um frestun framkvæmda –
Þær framkvæmdir sem fresta á eru vegna gámasvæðis fyrir 17,5 m.kr. gatna- og stígagerð fyrir 28 m.kr. við fráveitu í Hellismýri fyrir 8,1 m.kr. grófhreinsun í hreinsistöð fyrir 10 m.kr. útrás og útrásalögn fyrir 30 m.kr. og vatnsveitu í Hellismýri fyrir 2,5 m.kr.
Fyrir liggur að frestun framkvæmda verði 3,5% af framkvæmdaáætlun tímabilsins 2006-2007.
8. 0607068
Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar um atvinnustarfsemi í íbúðahverfum.
Í lögreglusamþykkt fyrir Árborg nr. 57 frá 2004 eru ákvæði um þá starfsemi sem spurt er um, en þar segir í 13. gr.
“Atvinnustarfsemi í íbúðarhverfum er óheimil. Bæjarstjórn getur þó heimilað þar minni háttar starfsemi, svo fremi að tryggt sé að slíkt leiði ekki af sér ónæði eða truflun gagnvart íbúum. Slíkt leyfi skal ekki veitt til lengri tíma í senn en fjögurra ára og er bundið við nafn leyfishafa. Brjóti leyfishafi gegn ákvæðum þessarar greinar eða reksturinn þykir ekki fara vel úr hendi getur bæjarstjórn afturkallað leyfið með þriggja mánaða fyrirvara. Atvinnurekstri í húsnæði, sem liggur að íbúðarbyggð, skal jafnan haga þannig, að ekki hljótist ónæði eða truflun fyrir þá sem næstir búa. Gildir þetta jafnt um starfsemina sjálfa, sem og umferð sem af henni hlýst.”
Pólitísk afstaða meirihluta bæjarstjórnar Árborgar er að sjálfsögðu í samræmi við áðurnefnda lögreglusamþykkt og hafa nefndir og embættismenn ekki önnur fyrirmæli en að fylgja þeirri samþykkt.
9. Erindi til kynningar:
a) 0408077
Skipulag Selfossflugvallar - bréf frá Flugmálastjórn
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:37
Þórunn J Hauksdóttir
Þorvaldur Guðmundsson
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir