Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.1.2007

9. fundur félagsmálanefndar

 

9.  fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar,
mánudaginn  8. janúar 2007, kl. 17:15

 

Mætt:  Kristín Eiríksdóttir, Guðmundur B. Gylfason, Þórunn Elva Bjarkadóttir, Alma Lísa Jóhannsdóttir, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir.
Starfsmenn:  Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Edda Lára Lárusdóttir

 

1. Húsnæðismál
Fært í trúnaðarbók.

 

2. Barnavernd
Fært í trúnaðarbók.

 

3. a)  Reglur um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur:

 

Bókun meirihluta Félagsmálanefndar Árborgar 8. janúar 2007 vegna breytinga á
reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg.

Meirihluti félagsmálanefndar bendir á að með þessari breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur er enn verið að bæta þjónustu Sveitarfélagsins Árborgar.  Breytingin er fyrst og fremst sú að þeir sem nú eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og eru í brýnustu þörfinni og fá sérstakar húsaleigubætur geta jafnframt verið á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Hámarksfjárhæð og tekjumörk vegna sérstakra húsaleigubóta sem lagt er upp með í Sveitarfélaginu Árborg eru hærri og tekjumörk rýmri en til dæmis í Reykjavík.

Reglur um sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg eru afturvirkar og taka gildi frá og með 1. janúar 2007. Umsækjandi sem fær ekki greiddar sérstakar húsaleigubætur, sbr. 2 kafla Reglugerðar um félagslegar íbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg, hefur að jafnaði forgang við úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis fram yfir umsækjanda sem nýtur slíkra bóta.

Meirihluti Félagsmálanefndar Árborgar samþykkir breytingu að reglum um
félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.

 

Meirihluti samþykkir, tveir sátu hjá, fulltrúar D-lista.

 

3.  b)  Reglur um félagslega heimaþjónustu:

 

Bókun meirihluta Félagsmálanefndar um reglur um félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg

 

Meirihluti Félagsmálanefndar Árborgar samþykkir framlagðar reglur um félagslega heimaþjónustu.  Með þeim er verið að skýra ýmsa þætti í reglunum svo sem mat á þjónustuþörf, ábyrgð starfsmanna og að draga skýrar fram  hvað felast í þjónustunni.  Hér er fyrst og fremst um  nauðsynlega endurskoðun að ræða, sem meðal annars felur í sér að samræma reglurnar og verklag þjónustunnar.

 

Meirihluti félagsmálanefndar samþykkir, tveir sitja hjá, fulltrúar D-lista.

 

3. c)  Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu:

 

Bókun meirihluta Félagsmálanefndar vegna:

 

Gjaldskrá Félagslegrar heimaþjónustu

 

Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg.  Aðalbreytingarnar á gildandi gjaldskrá felast í breytingu á tekjuviðmiðum þjónustuþega, en skv. tillögunni  er lagt til að einstaklingar sem hafa tekjur undir kr. 126.537- fá gjaldfría þjónustu. Sambærileg tala tekjuviðmiðunar hjá hjónum eða sambýlisfólki er  kr. 206.746-.  Enginn sem þarfnast þjónustu umfram 10 tíma á viku, greiðir þá þjónustu.  Gert er ráð fyrir að gjaldskráin  hækki um  5%, sem er innan verðlagshækkana ársins. 

 

Meirihlutu félagsmálanefndar samþykkir, fulltrúar D-lista eru á móti.

 

3. d)  Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra:

Meirihluti félagsmálanefndar samþykkir breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra, 2 sitja hjá, fulltrúar D-lista.

 

3. e)  Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra:

 

Félagsmálanefnd samþykkir breytingu á gjaldskrá og reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Bókun meirihluta Félagsmálanefndar vegna endurskoðunar á  reglum um ferðaþjónustu fatlaðra og breytinga á gjaldskrá hennar í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Skv. reglunum um ferðaþjónustu fatlaðra eiga fatlaðir notendur  rétt á ferðaþjónustu vegna ferða til og frá hæfingar- og endurhæfingarstöðvum, dagvistarstofnunum fatlaðra, grunnskólum, vernduðum vinnustöðum, leikfangasöfnum og vegna annarrar sértækrar þjónustu fyrir fatlaða.   Þessi þjónusta er fötluðum að kostnaðarlaus.

 

Fyrir aðra þjónustu greiða fatlaðir kr. 105 fyrir hverja ferð en aðstoðarmenn þeirra, sem ekki geta ferðast án aðstoðar. greiða ekki fyrir aksturinn.

 

Þjónustutími er alla virka daga frá kl. 7:30 til 24:00 og um helgar frá kl. 10:00 til 24:00.

 

Gjald fyrir ferðir út fyrir mörk Sveitarfélagsins Árborgar er tekjutengt.

 

Verðlagshækkun hjá Sveitarfélaginu Árborg vegna fjárhagsáætlunar 2007 er 5%, sem er lægri prósenta  en verðlagshækkun ársins.

 

Félagsmálanefnd samþykkir þær breytingar á gjaldskrá og reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Árborg sem hér eru lagðar fram.

 

Meirihluti samþykkir, 2 eru á móti, fulltrúar D-lista.

 

4. a)  Ný viðmið í reglum um fjárhagsaðstoð.
Reglur um fjárhagsaðstoð:
Starfsmönnum Fjölskyldumiðstöðvarinnar falið að vinna áfram að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
b)  Breyting á dagsetningu ferðar til Reykjanesbæjar.
Félagsmálanefnd og starfsmenn Fjölskyldumiðstöðvar stefna að ferðinni kl. 12:30
2. febrúar n.k.
c)  Félagsráðgjafaneminn Edda Lára Lárusdóttir verður hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar tímabilið 3. janúar til 27. apríl 2007.

Félagsmálanefnd býður hana velkomna til starfa.

 

Næsti fundur nefndarinnar verður 12. febrúar n.k. kl. 17:15

Fundargerð lesin og fundi slitið kl. 18:30

 

Kristín Eiríksdóttir                                          
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir                                
Kristjana Magnúsdóttir
Guðmundur B. Gylfason                                 
Edda Lára Lárusdóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Alma Lísa Jóhannsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica