9. fundur leikskólanefndar
9. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 21. febrúar 2007.
Formaður nefndarinnar, Sigrún Þorsteinsdóttir, setti fundinn kl. 17:15.
Mættir: Sigrún Þorsteinsdóttir, Róbert Sverrisson, Gyða Björgvinsdóttir, Ari Thorarensen, Þórunn Jóna Hauksdóttir,Heiðdís Gunnarsdóttir, Sigurborg Ólafsdóttir – fulltrúi foreldra og Auður Hjálmarsdóttir – fulltrúi starfsmanna.
1. Minnisblað frá bæjarritara til kynningar- varðar dagskrárliðinn önnur mál
Ákveðið að senda út drög að dagskrá fundar á miðvikudegi fyrir fund, nefndarmenn hafa frest til hádegis á föstudegi til að gera athugasemdir. Þá verður endanlegt fundarboð sent út í tölvupósti. Minnisblaðið var lagt fram og samþykkt var að láta það gilda frá og með næsta fundi.
2. Bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi eftirfylgni könnunnar á starfsemi leikskóla sem gerð var á síðasta ári.
Leikskólafulltrúi las upp bréf frá Menntamálaráðuneytinu til kynningar, bréfið varðar eftirfylgni könnunnar á starfsemi leikskóla sem gerð var á síðasta ári, leikskólafulltrúi mun sjá um að svara bréfinu. Könnunin fjallar um starfsemi leikskóla, starfsmannahald, námskrá og mat.
3. Ársskýrsla leikskólans Æskukots skólaárið 2005-2006 til kynningar
Ársskýrsla Æskukots tekin til kynningar.
4. Ársskýrsla leikskólans Álfheima skólaárið 2005-2006 til kynningar
Ársskýrsla Álfheima tekin til kynningar.
5. Endurrit úr fundargerðarbók leikskólafulltrúa og leikskólastjóra 13. febrúar s.l til kynningar
Leikskólafulltrúi dreifði endurriti úr fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra til kynningar.
6. Fréttabréf Glaðheima jan.- feb. Ásheima í feb. Álfheima 2., 3., og 4. tölublað 19. árg., Hulduheima janúar og febrúar, Árbæjar í febrúar, Brimvers í febrúar og Æskukots í janúar og febrúar, til kynningar
Leikskólafulltrúi dreifði fréttabréfum til kynningar - frá leikskólunum Ásheimum, Álfheimum, Hulduheimum, Árbæ,Brimveri og Æskukoti.
7. Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
8. Önnur mál
Umræða um lokun deildar í Hulduheimum.
Leikskólanefnd bókar:
Skv. 11. grein erindisbréfs leikskólanefndar á hún að koma að ákvörðunum um breytingar á starfsemi leikskóla og framkvæmdaráformum sem uppi eru hverju sinni. Óskar nefndin að þessu verði fylgt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan
Sigrún Þorsteinsdóttir
Róbert Sverrisson
Gyða Björgvinsdóttir
Ari B Thorarensen
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Auður Hjálmarsdóttir