9. fundur skólanefndar grunnskóla
9. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 12.04.2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:10
Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista
Guðjón Guðmundsson, varamaður D-lista
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Daði V Ingimundarson, skólastjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Hjalti Tómasson, fulltrúi foreldra
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara
Vigfús Andrésson, fulltrúi kennara
Sigurður Bjarnason verkefnisstjóri ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða á að taka tilnefningu í byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri á dagskrá fundarins. Skólanefnd samþykkti að taka tilnefningu í byggingarnefnd á dagskrá.
Nýr formaður Sigrún Þorsteinsdóttir var boðin velkomin og Hilmari Björgvinssyni voru þökkuð góð störf á vegum skólanefndar.
Dagskrá:
1. 0703151
Kennslukvótar grunnskólanna 2007-2008 -
Verkefnisstjóri fræðslumála lagði fram tillögur að kennslukvótum grunnskólanna í Árborg vegna skólaársins 2007 - 2008. Tillaga að kennslukvóta fyrir sérdeild verður lögð fyrir skólanefnd á næsta fundi.
Skólanefnd samþykkir framlagða kennslukvóta samhljóða.
2. 0504050
Framtíðaruppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - Erindi frá bæjarráði frá 22.03.2007
Meirihluti skólanefndar lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að góð samstaða náðist í þverfaglegum vinnuhóp, um mikilvægi þess að halda miðstigi saman í hóp undir sama húsþaki þá styður skólanefnd þá hugmynd að aldursskipting nemenda milli skólahúsa á Eyrarbakka og Stokkseyri verði á þá leið að 1. til 4. bekkur verði á Stokkseyri og 5. til 10. bekkur á Eyrarbakka.
Rök fyrir þessari skiptingu eru aðallega tekin útfrá faglegum rökum, þar sem skólastigum grunnskólans er skipt í 3 stig, yngsta stig, miðstig og elsta stig. Aðalnámsskrá grunnskóla tekur mið af þessari skiptingu og því gott að hafa hvert stig fyrir sig á sama svæðinu. Skólanefnd telur einnig að gott væri ef húsnæðið á Stokkseyri gæti boðið uppá sveigjanleika í skiptingu á bekkjardeildum.
Bókunin var samþykkt samhljóða.
3. 0703095
Félagsaðild Árborgar að ungum frumkvöðlum - Erindi frá bæjarráði 22.03.2007 -
Skólanefnd biður skólastjórnendur sérstaklega um að skoða erindið og skila áliti. Erindið verður afgreitt á næsta skólanefndarfundi.
4. 0704068
Tilnefning í byggingarnefnd BES -
Skólanefnd Árborgar tilnefnir Söndru D. Gunnarsdóttur fulltrúa skólanefndar í byggingarnefnd í stað Hilmars Björgvinssonar.
Erindi til kynningar:
a) 0608004
Fjárhagsáætlun 2007 -
Verkefnisstjóri fræðslumála kynnti helstu niðurstöður úr fjárhagsáætlunum skólanna fyrir árið 2007.
b) 0703153
Skólaþróunarsjóður Árborgar - Lögð fram drög til umfjöllunar hjá þeim sem málið varðar.
Verkefnisstjóri fræðslumála setti fram drög að reglum um skólaþróunarsjóð Árborgar. Er það gert samkvæmt samþykkt skólanefndar frá 7. fundi þann 12. febrúar 2007.
Skólanefnd samþykkir að kjörnir fulltrúar í skólanefnd, fulltrúar kennara og skólastjórar taki drögin til skoðunar og komi athugasemdum til verkefnisstjóra fræðslumála í síðasta lagi 30. apríl 2007.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45
Sigrún Þorsteinsdóttir
Þórir Haraldsson
Sandra D. Gunnarsdóttir
Guðjón Guðmundsson
Sigurður Bjarnason
Daði V Ingimundarson
Elín Höskuldsdóttir
Hjalti Tómasson
Guðmundur B. Gylfason
Vigfús Andrésson