Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.6.2007

9. fundur lista- og menningarnefndar

 

9. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 13.06.2007  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt:
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Björn Ingi Gíslason, varamaður D-lista

 

Næsti fundur Lista- og menningarnefndar verðu að loknu sumarleyfum í lok ágúst nk.

 

Dagskrá:

 

1. 0706041
Menningarstefna Sveitarfélags Árborgar -
Með vísan í 2. máls 6. fundar frá 21. janúar 2007 áréttar Lista- og menningarnefnd bókun sína um skipan starfshóps um gerð menningarstefnu Árborgar en þar segir:' Menningarnefnd Árborgar leggur til við bæjarráð að skipaður verði þriggja manna starfshópur um gerð menningarstefnu Árborgar. Lagt er til að starfshópurinn vinni drög að menningarstefnu og skili þeim til menningarnefndar fyrir haustið 2007.
Við vinnuna leitist hópurinn við að nýta sér þá þekkingu og reynslu sem til staðar er hjá einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum innan sveitarfélagsins á sviði lista og menningar'.

Lista- og menningarnefnd óskar eftir að stýrihópur verði skipaður 5 fulltrúum í stað 3ja til að vinna að menningarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar og gerir tillögu um eftirtalda: Andrés Rúnar Ingason, Kjartan Björnsson, Björn Inga Bjarnason, Friðrik Erlingsson og Margréti I. Ásgeirsdóttur. Auk fyrrnefndra vinni Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri með hópnum. Framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar setji hópnum verklagsreglur þar sem kveðið verði nánar á um starfshætti, umfang, samráð o.fl. Hópurinn skili niðurstöðum til nefndarinnar eigi síðar en 1. nóvember 2007. Störf stýrihópsins verði launuð.

Lista- og menningarnefnd telur einnig mjög mikilvægt að hún komi að ákvörðunum um val á húsnæði fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi í hinum fyrirhugaða nýja miðbæ Selfoss. Nefndin mun hafa niðurstöður vinnuhópsins að leiðarljósi og að gott samráð verði haft við íbúa og alla aðila sem tengjast menningarmálum sérstaklega, s.s. leikfélag, tónlistar- og myndlistarfólk, skúlptúrista ofl.

 

2.  0706042
Endurskoðun á samningum og samkomulögum -
Lista- og menningarnefnd felur verkefnisstjóra að yfirfara og endurskoða alla samninga og samkomulög sem heyra undir málaflokkinn sem Sveitarfélagið Árborg hefur gert við félög, félagasamtök og einstaklinga jafnóðum og gildistíma þeirra lýkur m.t.t. fjármagns, réttinda og skyldna beggja aðila. Í framhaldi skal verkefnastjóri að höfðu samráði við fyrrnenda aðila leggja fyrir nefndina drög að nýjum samningum.

D-lista nefndarmenn óskuðu eftir að bóka eftirfarandi: Um leið og við fögnum fyrirhugaðri endurskoðun á samningum og samkomulögum við frjáls félög og samtök í sveitarfélaginu gagnrýnum við vinnubrögð á afgreiðslu menningar- og listatengdra viðburða í sveitarfélaginu til þessa. Við bendum á að við óskuðum eftir að unnið væri að þessum viðburðum með fyrirvara en ekki að þeir væru unnir og afgreiddir um leið og viðburðirnir fara fram. Loforð um fund með menningar- og listatengdum aðilum í sveitarfélaginu fyrr í vetur var ekki efnt og er því gildi nefndarinnar rýrara í þessu samhengi.

 

3. 0706043
Leiksýning á Jónsmessu 2007 í Árborg - leikhópurinn Lotta
Lista- og menningarnefnd hefur ákveðið að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á leiksýninguna 'Dýrin í Hálsaskógi' e. Torbjörn Egner. Sýningin fer fram undir berum himni á Gesthúsasvæðinu á Selfossi á Jónsmessunni þann 23. júní nk. og hefst kl. 15:30. Sýningin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Kostnaður við sýninguna er kr. 150.000 og rúmast fjárhæðin innan fjárhagsáætlunar.
Fornbílaklúbburinn verður einnig með sýningu á svæðinu þennan dag.

 

4. 0705069
Vinabæjarmót í Kalmar 2007 -
Vinabær Sveitarfélagsins Árborgar, Kalmar í Svíþjóð, býður til norræns vinarbæjarmóts sem haldið verður 9. - 12. ágúst n.k. Þar munu fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar kynna sveitarfélagið og ungmenni úr Árborg taka þátt í dagskrá. Málið er í vinnslu og verður nánar greint frá fyrirhugaðri för er nær dregur og fullmótuð ferðatilhögun og dagskrá liggur fyrir.

 

5. 0706053
Fyrirspurn - bryggjudagar á Stokkseyri 2007 - erindi frá Hrútavinafélaginu Örvari
Lista- og menningarnefnd fagnar erindinu og þakkar Hrútavinafélaginu framlag þeirra undanfarin ár og felur verkefnisstjóra að ljúka málinu á sambærilegan hátt og verið hefur undanfarin ár enda er gert ráð fyrir viðburði þessum á fjárhagsáætlun. Nefndin ætlast til að í auglýsingum um hátíðina verði styrkveitingu sveitarfélagsins getið og logó þess birt.


 

6.0706022
Fyrirspurn - 17. júní 2007 á Eyrarbakka - erindi frá kvenfélagi Eyrarbakka
Lista- og menningarnefnd þakkar fulltrúa Kvenfélags Eyrarbakka fyrirspurnina og framlag þeirra til hátíðarhalda á 17. júní undanfarin ár. Nefndin felur verkefnisstjóra jafnframt að ljúka málinu á sambærilegan hátt og verið hefur undanfarin ár enda sé gert ráð fyrir viðburði þessum á fjárhagsáætlun 2007. Nefndin ætlast til að í auglýsingum um hátíðina verði styrkveitingu sveitarfélagsins getið og logó þess birt.

Erindi til kynningar:

 

a) 0705068
Sumar á Selfossi 2007 -
Már Ingólfur Másson greindi frá Sumri á Selfossi og morgunverðinum sem fór fram í bílakjallara Nóatúns að þessu sinni. Már taldi að rl. 2000 manns hafi mætt í morgunverðinn. Ástæðan þessa staðarvals var að tjald Björgunarfélags Árborgar, sem notað hefur verið undanfarin ár, er úr sér gengið og ónýtt. Jafnframt greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að færa Mýrarfótboltakeppni yfir á Jónsmessuna. Nefndin ætlast til að í auglýsingum um hátíðina verði styrkveitingu sveitarfélagsins getið og logó þess birt.
Nefndin þakkar aðstandendum Sumars á Selfossi framtakið.

Lista- og menningarnefndin telur mikilvægt að í Sveitarfélaginu Árborg sé aðgengi að stóru veitingatjaldi til notkunar á útihátíðum og leggur til að gert verði ráð fyrir kaupum á slíku tjaldi í fjárhagsáætlun 2008, hvort sem sveitarfélagið stæði eitt að kaupum og rekstri þess eða í samráði við frjáls félög eða félagasamtök.

b)  0703178
'Vorskipið kemur' -
Lista- og menningarnefnd þakkar aðstandendum menningarhátíðarinnar 'Vorskipið kemur' framtakið sem átti sér stað 18. - 20. maí sl. Á 44. fundi bæjarráðs var samþykktur 700.000 kr. fjárstyrkur til verkefnisins. Óskað hefur verið eftir að aðstandendur skili inn greinargerð þar sem m.a. væri tíundað hvernig þessum fjármunum hafi verið varið, þátttökufjöldi ofl.

c) 0701150
Sýningin Árborg 2007 -
Lista- og menningarnefnd Árborgar vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra komu að undirbúningi og framkvæmd sýningarinnar. Sérstakar þakkir fá Golfklúbbur Selfoss, Stangaveiðifélag Selfoss, Skógræktarfélag Selfoss og Fuglaverndarfélagi Íslands. Einnig þakkir til Kobba Kúts og Fribba frosks sem komu og glöddu yngstu þátttakendur báða dagana. 2B Company vill og koma á framfæri þökkum fyrir vel heppnaða sýningarhelgi og telur að fjöldi gesta á sýninguna hafi verði nær 20.000 manns.

d)   0705071
Skipan menningarráðs Suðurlands -
Í menningarráði Suðurlands eru: Jóna Sigurbjartsdóttir formaður, Ísólfur Gylfi Pálmason, Gísli Páll Pálsson, Íris Róbertsdóttir og Inga Lára Baldvinsdóttir sem aðalmenn. Menningarráðið hefur auglýst stöðu menningarfulltrúa Suðurlands lausa til umsóknar. Um nýtt starf er að ræða. Verkefnisstjóri afhenti fundarmönnum samþykktir Menningarráðs Suðurlands á fundinum.

e)  0705049
Menningarstefna í mannvirkjagerð -
Lagt fram til kynningar. Sjá slóð http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/menningarstefna_mannvirkjagerd.pdf

f) 0706054
Sumarlestur Bæjar- og héraðsbókasafnsins 2007 -
Lista- og menningarnefnd vill þakka starfsmönnum Bæjar og héraðsbókasafnsins framtakið. Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið sem haldið er í júnímánuði ár hvert. Fyrsta sumarlestrarnámskeiðið í bókasafninu var haldið 1993. Sumarlestur er ætlaður fyrir börn frá 8 ára aldri. Álfar og tröll er þema sumarlestursins í ár. Álfheiður Ólafsdóttir málaði myndir í tengslum við sumarlesturinn í ár og eru myndirnar til sýnis í Listagjánni og hvetur nefndin foreldra til að fara með börn sín og skoða listaverkin.

g) 0604064
Menningarsjóður barna í Árborg -
Reglur sjóðsins lagðar fram til kynningar.

h) 0705109
Æskulýðslög nr. 70/2007 -
Nýsamþykkt æskulýðslög lögð fram til kynningar.

i) 
0706044
17. júní 2007 - - drög að dagskrá
Lista- og menningarnefnd þakkar framkvæmdastjóra Umf. Selfoss upplýsingarnar um væntanlega dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.

j)  0705101
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2006 -
Lista- og menningarnefnd þakkar Byggðarsafni Árnesinga og Sjóminjasafninu á Eyrarbakka skýrslurnar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:10

Andrés Rúnar Ingason            
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson                           
Kjartan Björnsson
Andrés Sigurvinsson                            
Björn Ingi Gíslason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica