9. fundur landbúnaðarnefndar
9. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 20. desember 2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00
Mætt:
Björn Harðarson, formaður, B-lista (B)
Þorsteinn Ólafsson, nefndarmaður V-lista (V)
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Dagskrá:
•1. 0710054 - Umsögn um stofnun lögbýlis úr landi Austurkots.
Óskað er umsagnar landbúnaðarnefndar vegna stofnunar lögbýlis út úr landi Austurkots. Hið nýja lögbýli mun vera nefnt Austurás land nr. 207346.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
" Landbúnaðarnefnd Árborgar gerið ekki athugasemd við stofnun lögbýlis úr landi Austurkots sem nefnd verður Austurás land nr. 207346.
Bent skal á að samkvæmt aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir hefðbundnum landbúnaði
með framleiðslurétti á umræddu landi."
Afgreiðsla: Tillagan samþykkt.
•2. 0711102 - Landskipti úr Litlu Sandvík og land leyst úr landbúnaðarnotum.
Óskað er umsagnar landbúnaðarnefndar um skiptingu fjögurra landspildna út úr jörðinni Litla-Sandvík, einnig að umræddar spildur verði teknar úr landbúnaðarnotum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Landbúnaðarnefnd Árborgar gerir ekki athugasemd við landaskiptin né að umræddar landsspildur verði leyst úr landbúnaðarnotkun."
Afgreiðsla: Tillagan samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 16,30
Björn Harðarson
Þorsteinn Ólafsson
Grétar Zóphóníasson