18.9.2014
9. fundur bæjarráðs
9. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 18. september 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá bókun vegna framlaga til Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar
1. 1406099 - Fundargerð fræðslunefndar
fundur haldinn 11. september
-liður 3, skólavistun, lengd viðvera í grunnskólum Árborgar. Bæjarráð skipar eftirtalda aðila til setu í hópnum: Braga Bjarnason, sem verði formaður hópsins, Gunnar Eystein Sigurbjörnsson, Pál Sveinsson og Málfríði Garðarsdóttur. Bæjarráð óskar eftir tilnefningu í hópinn frá Ungmennafélagi Selfoss. Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
2. 1402007 - Fundargerð stjórnar SASS
fundur haldinn 10. september
Fundargerðin lögð fram.
Almenn afgreiðslumál
3. 1409065 - Auglýsing um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014-2015, dags. 2. september 2014, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að sækja um byggðakvóta fyrir sveitarfélagið.
4. 1403380 - Fundartími bæjarráðs 2014
Bæjarráð samþykkir að fundur falli niður 25. september vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga og að bæjarráð fundi 8. október í stað 9. október vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
5. 1409114 - Beiðni Valgeirs Guðjónssonar um stuðning sveitarfélagsins við Nemanet námstæki, dags. 12. september 2014
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
6. 1409140 - Framlög til Fræðslunets og HFSu á fjárlögum
Bæjarráð tekur undir áhyggjur stjórnar Háskólafélags Suðurlands - Þekkingarnets á Suðurlandi sbr. eftirfarandi bókun sem samþykkt var á fundi Háskólafélags Suðurlands hinn 12. september: Fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands -Þekkingarnets á Suðurlandi, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 12. september 2014, lýsir furðu sinni á fjárframlögum til félagsins og Fræðslunetsins í frumvarpi til fjárlaga 2015. Fyrir liggur að Sveitarfélagið Hornafjörður færðist af starfssvæði Austurbrúar um síðustu áramót til félaganna tveggja en þessa sér ekki stað í fjárveitingum til stofnananna skv. fjárlagafrumvarpinu. Með þessu virðist staðfestast sá grunur að málefnalegar ástæður eru ekki fyrir hendi við skiptingu opinberra fjármuna milli einstakra símenntunarstöðva og þekkingarneta. Stjórnin beinir því til Ríkisendurskoðunar að hún taki málið til skoðunar. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að skipting fastra fjárveitinga til símenntunarmiðstöðvanna virðist ekki hafa verið til skoðunar í nýlegri aðkeyptri úttekt ráðuneytisins á málefnum framhaldsfræðslunnar. Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til þess að tryggja Háskólafélaginu og Fræðslunetinu það fjármagn sem þarf til að halda úti sinni starfsemi á svæði sem spannar allt frá Hellisheiði í vestri að Hornafirði í austri. Starfsemi þessara stofnana hefur verið vaxandi á undanförnum árum og er það starf sem þar er unnið gríðarlega mikilvægt fyrir fræðslu og endurmenntun á svæðinu í heild sinni. Mikilvægt er að gæta jafnræðis í útdeilingu fjármagns til fræðslustarfs á landsbyggðinni.
Erindi til kynningar
7. 1310199 - Ungt fólk 2013, niðurstaða rannsóknar mennta- og menningarmálaráðuneytisins
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.
Gunnar Egilsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason
Ásta Stefánsdóttir