Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.9.2018

9. fundur bæjarráðs

9. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 13. september 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundartíma bæjarráðs. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1.   1806173 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 - ný nefnd
  4. fundur haldinn 5. september. 4.1 1609215 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Björkurstykki. Höfundur skipulags, Hermann Ólafsson, kynnnir tillögur sínar. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. 4.11 1808156 - Ósk um breytingu á innkeyrslum við Starmóa 14 og 16, Selfossi. Umsækjandi: Bent Larsen Fróðason. Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt að Starmóa 12,13, 15 og 17. Einnig verður óskað eftir umsögn framkvæmda- og veitusviðs. 4.14 1801230 - Afgreiðsla grenndarkynningar að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að leyft verði að byggja frístandandi bílgeymslu með 40m2 íbúð á 2.hæð að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri. 4.15 1712014 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breytinga á byggingarreit að Urðarmóa 8, Selfossi. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingareitnum að Urðarmóa 8 verði breytt. 4.16 1709001 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Votmúla II, Sandvíkurhreppi. Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsti að athugasemdir við deiliskipulagstillöguna hafi verið dregnar til baka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. 4.17 1804320 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Ólafsvöllum, Stokkseyri. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og bygggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. 4.19 1711075 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi að Eyravegi 34-38, Selfossi. Umsóknin var áður til afgreiðslu hjá nefndinni 2.júlí sl. Lagt er til við bæjarstjórn að hin óverulega breyting aðalskipulags að Eyravegi 34-38 verði samþykkt með eftirfarandi rökstuðningi: Lóðarhafar hafa óskað eftir að landnotkun á Eyrarvegi 34-38 verði breytt í blandaða notkun þannig að einnig verði heimilt að hafa íbúðir á viðkomandi lóðum. Meginástæða breytingarinnar er sú að eftirspurn eftir þjónustulóðum er nánast engin í sveitarfélaginu en vöntun hefur verið á lóðum fyrir íbúðabyggð. Um er að ræða lóðir sem eru staðsettar á blönduðu svæði verslunar og þjónustu. Lóðirnar sem eru alls 9.540 fermetrar að stærð, eru að hluta aðliggjandi íbúðarsvæði til norðurs þar sem standa þrjú fjölbýlishús 4-5 hæða. Með breytingunni er verið að auka nýtingarmöguleika þess húsnæðis sem fyrir er sem og á auðum lóðum en efri hæðir á Eyravegi 38 hafa staðið auðar svo árum skiptir og sama er að segja um lóðirnar við Eyraveg 34-36 en þær hafa staðið auðar og eru í dag nýttar undir gamla bíla og almennt geymslusvæði íbúa og fyrirtækja í grennd við lóðirnar. Áætlað er að breytingin hafi lítil eða engin áhrif á þá starfsemi sem fyrir er eða á nærliggjandi íbúðasvæði en líklegt er að verðmæti lóðanna aukist með auknum heimildum til nýtingar. Staðsetning m.t.t. íbúabyggðar er hentug, m.a vegna nálægðar við leikskóla og opin svæði til leikja, göngustígakerfi er til staðar og góð tenging umferðar út á aðalgötu. Umrætt svæði er því vel í stakk búið til að taka á móti auknum íbúafjölda. 4.22 1804105 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breyttrar þakgerðar að Urðarmóa 11, Selfossi. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt þakgerð hússins að Urðarmóa 11 verði samþykkt. 4.24 1804236 - Afgreiðsla á grenndarkynningu um stækkun byggingarreits að Vallartröð 3 Selfossi. Umsækjandi: Bent Larsen Fróðason fyrir hönd lóðarhafa. Stækkun byggingarreitsins hefur verið grenndarkynnt, engin athugasemd barst. Lagt er til við bæjarstjórn að byggingarreiturinn verði stækkaður.
  Lagt fram til kynningar.
     
2.   1802019 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 2-1802019
  862. fundur haldinn 31. ágúst.
  Lagt fram til kynningar.
     
Almenn afgreiðslumál
3.   1809045 - Rekstrarleyfisumsögn - gististaðurinn Merkigil Eyrarbakka 3-1809045
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 4. september, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II á Eyrarbakka - Merkigil gisting.
  Málinu frestað þar til álit skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.
     
4.   1809068 - Ályktun bæjarráðs - Vegabætur við gatnamótin Eyravegur - Suðurhólar
  Bæjarráð Árborgar skorar á Vegagerðina að hefja nú þegar hönnun og síðan framkvæmd á gerð hringtorgs, auk undirganga fyrir gangandi vegfarendur, við gatnamót Eyravegar og Suðurhóla á Selfossi. Með fjölgun íbúa á Selfossi og þá sérstaklega í Hagalandi hefur umferð aukist verulega um þessi gatnamót sem í dag eru krossgatnamót. Að auki mun uppbygging í Björkurstykki hefjast á næsta ári með enn frekari aukningu umferðar. Mikill umferðarhraði hefur einnig aukið verulega slysahættu þarna og nýlegt umferðarslys á þessum gatnamótum er skýrt dæmi um það.
     
5.   1809014 - Samráðsvettvangur um Sigtún og nýjan miðbæ
  Sigtún þróunarfélag hefur tilnefnt þrjá fulltrúa í samráðshóp um málefni nýs miðbæjar á Selfossi, þá Leó Árnason, Guðjón Arngrímsson og Vigni Guðjónsson. Samkvæmt fyrri ákvörðun bæjarráðs verða fulltrúar sveitarfélagsins bæjarstjóri, Sigurjón Guðmundsson, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar, og Brynhildur Jónsdóttir, fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar. Fyrirhugað er að halda fyrsta fund á mánudaginn kemur, 17. september.
     
6.   1809095 - Húsnæðismál Auðlindarinnar
  Auðlindin er virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað. Til þess að Auðlindin geti tekið að sér fjölbreytileg verkefni og eigi sér samastað þá er nauðsynlegt að koma verkefninu í gott húsnæði. Áður hefur Auðlindin átt samastað í áhaldahúsinu og Pakkhúsinu, en rekst þar á við aðra starfsemi. Bæjarráð veitir bæjarstjóra og félagsmálastjóra umboð til að kanna húsnæðiskosti fyrir Auðlindina, til kaups eða leigu, og kynna fyrir bæjarráði.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:40  
Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica