Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.3.2015

9. fundur bæjarstjórnar

9. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Guðlaug Einarsdóttir, varamaður, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista. Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Má Ingólf Másson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Dagskrá: I.        Fundargerðir til staðfestingar 1.         a) 1501028 Fundargerð fræðslunefndar                                      7. fundur         frá 12. febrúar https://www.arborg.is/7-fundur-fraedslunefndar-3/    b) 27. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá 19. febrúar https://www.arborg.is/27-fundur-baejarrads-2/ 2.         a) 1501030 Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                7. fundur         frá 11. febrúar https://www.arborg.is/7-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/ b) 1501031 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              10. fundur       frá 11. febrúar https://www.arborg.is/10-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar/ c) 28. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá 26. febrúar https://www.arborg.is/28-fundur-baejarrads-2/ 3.         a) 1501029 Fundargerð félagsmálanefndar                                 7. fundur         frá 24. febrúar https://www.arborg.is/7-fundur-felagsmalanefndar-2/ b) 29. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá   5. mars https://www.arborg.is/29-fundur-baejarrads-2/ 4.         a) 1501026 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                        8. fundur         frá 4. mars https://www.arborg.is/8-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/ b) 30. fundur bæjarráðs ( 1501025 )                                             frá 12. mars https://www.arborg.is/30-fundur-baejarrads-2/ Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 30. fund bæjarráðs til afgreiðslu: -          liður 6, málsnr. 1502032 – Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda. Lagt er til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt. -          liður 1 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 12. febrúar, lið 10, málsnr. 1501206 – Menntaverkefni Sóknaráætlunar  Suðurlands. -          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 4, málsnr. 1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls. -          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 6, málsnr. 1404071 – Frístundaheimili – mögulegar útfærslur. Gunnar Egilsson, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls. -          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 5, málsnr. 1501111 – Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar og Már Ingólfur Másson, Æ-lista, tóku til máls. -          liður 2 a) Már Ingólfur Másson, Æ – lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. febrúar, lið 1, málsnr. 1502067 – Bæjar- og menningarhátíðir 2015. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls. -          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. febrúar, lið 5, málsnr. 1411043 – Fundargerðir starfshóps um sorpmál. -          liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. febrúar, lið 4, málsnr. 1501347 – Fundargerðir stjórnar Leigubústaða Árborgar ses. -          liður 2 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. febrúar, lið 11, málsnr. 1502177 – Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn – frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, heildarlög, EES reglur. -          liður 3 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 24. febrúar. Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls. -          liður 4 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. mars, lið 6, málsnr. 1502032 – Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda. Lagt er til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt. Ásta Stefánsdóttir fylgdi gjaldskránni úr hlaði. Lagt er til að gjaldskránni verði vísað til síðari umræðu. Var það samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur. II.       1411147 Gjaldskrá fyrir hundahald  Ásta Stefánsdóttir fylgdi gjaldskránni úr hlaði. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls. Gjaldskrá fyrir hundahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. III.      14811148  Gjaldskrá fyrir kattahald  Ásta Stefánsdóttir fylgdi gjaldskránni úr hlaði. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls. Gjaldskrá fyrir kattahald var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:45   Ásta Stefánsdóttir Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen Gunnar Egilsson Kjartan Björnsson Helgi Sigurður Haraldsson Guðlaug Einarsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir Már Ingólfur Másson Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Þetta vefsvæði byggir á Eplica