Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.2.2019

9. fundur bæjarstjórnar

9. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

 Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: 

Helgi S. Haraldsson, B-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista.
 Auk þess situr fundinn Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. 

Dagskrá:        

1. 18051741 Afgreiðsla á grenndarkynningu fyrir Gauksrima 8
Tillaga frá 12. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. janúar sl., liður 6 - Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista, vék af fundi meðan afgreiðsla fór fram.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum. 

2. 1810104 Afgreiðsla á grenndarkynningu fyrir Háheiði 3, Selfossi Tillaga frá 13. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar sl., liður 10 - Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir hafa borist. Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Háheiðar verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda frá Mætti ehf um fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

3. 1901262 Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallasvæðisins Tillaga frá 13. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar sl., liður 11 - Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallasvæðisins. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

4. 1811008 Umsókn um byggingarleyfi að Þúfulæk 18 Tillaga frá 13. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar sl., liður 17 - Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

5. 1608087 Reglur um leikskóla í Árborg Tillaga frá 8. fundi fræðslunefndar frá 6. febrúar sl., liður 2 – Reglur um leikskólaþjónustu. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

6. 1901205 Framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn Tillaga frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 7 - Afgreiðsla á 7. lið í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitustofnlögn fyrir bæina Stardal 1 og 2 og Baldurshaga, Stokkseyri. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

7.1901184 Framkvæmdaleyfi – Larsenstræti Tillaga frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 8 - Afgreiðsla á lið 8 í 13. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veituframkvæmdum við Larsenstræti, Selfossi. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja takmarkað framkvæmdaleyfi sem nær til jarðvegsskipta í götustæði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

8. 1807067 VFF/SPI vísitala félagslegra framfara Erindi frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 9, - í framhaldi af kynningarfundi Cognito ehf. fyrir bæjarfulltrúa þann 17. janúar síðastliðinn til að kynna mögulega þátttöku Árborgar í vísitölu félagslegra framfara. Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem nemur um 2 milljónum króna. Gunnar Egilsson, D-lista, greiðir atkvæði á móti. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 21 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 2 milljónir króna og samsvarandi lækkun á handbæru fé. Tillagan var samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista voru á móti. 

9. 1901155 Yfirdráttarheimild fyrir Selfossveitur 2019 Erindi frá 19. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 30. janúar sl., liður 1 – Yfirdráttarheimild fyrir Selfossveitur 2019. Meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. samþykkir yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á reikning Selfossveitna 0586-26-700 allt að 150.000.000. kr. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja yfirdráttarheimildina.  Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.   Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá. 

10. 1902028 Sorphirða í Árborg 2019 Erindi frá 23. fundi bæjarráðs frá 7. febrúar sl., liður 10 - Tillaga frá framkvæmda- og veitustjóra um aðgerðaráætlun vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp þ.e. að Sorpstöð Suðurlands bs. getur ekki lengur tryggt móttöku og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til að unnið verði eftir öllum þáttum aðgerðaráætlunarinnar. Viðauki vegna kostnaðarauka verði undirbúinn og lagður fyrir bæjarráð fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Bæjarráð telur nauðsynlegt að unnið verði eftir tillögu framkvæmda- og veitustjóra og óskar eftir að upplýsingar um kostnaðarauka og drög að viðauka verði lagt fyrir bæjarráð. Tillaga frá 25. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl., liður 1 - Viðauki frá framkvæmda- og veitustjóra og fjármálastjóra um kostnaðarauka vegna breytinga á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg lagður fram. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á 43 milljónir króna verði samþykktur og felur fjármálastjóra að útfæra hann. Tillagan var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 43 milljónir króna og samsvarandi lækkun á handbæru fé. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

1. 1902053 Viðbót við H3 launakerfi Árborgar Erindi frá 24. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl., liður 4 – Viðbót við launakerfi Árborgar. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig kostnaði verði mætt. Tillagan var borin undir atkvæði ásamt tillögu að viðauka við málaflokk 21 sem nemur hækkun útgjalda upp á kr. 3 milljónir króna og samsvarandi lækkun á handbæru fé. Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

12. 1902101 Samningur – landsspilda úr Laugardælum Erindi frá 24. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl., liður 6 - Kaupsamningur vegna landsspildu úr Laugardælum. Samningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur og honum vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.   Gunnar Egilsson, D-lista, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls. Samningurinn og viðauki upp á kr.1,9 milljóna sölu í fjárfestingu var borinn undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum. 

13. 1811179 Verkefnið Ísland ljóstengt 2019 – umsóknarferli Erindi frá 21. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 20. febrúar sl., liður 3 - Stjórn framkvæmda- og veitustjórnar samþykkir að taka tilboði fjarskiptasjóðs um styrk að fjárhæð 28.080.000 sem er 80% af þeirri upphæð sem er ófjármögnuð til lagningar ljósleiðara í dreifbýli – síðari áfangi. Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að bjóða út báða áfanga verksins, sameiginlega. Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórn staðfesti ákvörðun nefndarinnar.  Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

14. 1809179 Grenndarkynning vegna Gagnheiðar 15, Selfossi Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 2 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

15. 1801089 Grenndarkynning vegna Heiðarvegar 1, Selfossi Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 3 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

16. 1809170 Grenndarkynning vegna Austurvegar 61, Selfossi Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 4 -Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

17. 1806188 Grenndarkynning vegna Ólafsvalla 33, Stokkseyri Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 5  - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

18. 1901046 Grenndarkynning vegna Starmóa 16, Selfossi Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 6  - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

19. 1008692 Breyting á deiliskipulagi Larsenstrætis til frekari afgreiðslu
  Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður  8. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

20. 1812079 Byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Urriðalæk 25, Selfossi
 Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 12 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
21. 1712064 Deiliskipulag lóðar milli Jaðars og Hrefnutanga
 Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 15 - Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt og auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

22. 1902144 Breyting á deiliskipulagi lóðar Mjölnis við Breiðumýri 3, Selfossi
 Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 17 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

23. 1811038 Tillaga frá Sigtúni þróunarfélagi að götuheitum í miðbæ Selfoss          
  Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður 21 - Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga Sigtúns þróunarfélags verði samþykkt. Lagt er til að götuheitin verði, A-gata verði Brúarstræti og B-gata verði Miðstræti. Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum, bæjarfulltrúi Kjartan Björnsson, D-lista sat hjá. 

24. 1902150 Erindi frá World Class þar sem óskað er eftir því að fyrirhuguð stækkun verði grendarkynnt Tillaga frá 14. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar sl., liður  22 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulag svæðisins verði endurskoðað með tilliti til fyrirhugaðra breytinga. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

25. 1902185 Kauptilboð  - Gagnheiði 19 Tillaga frá 25. fundi bæjarráðs frá 21. febrúar sl., liður 2 – Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð í Gagnheiði 19 og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka til að leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Viðauki upp á kr. 26,6 milljónir var borinn undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum. 

26. 1902054 Íþrótta- og menningarmannvirki í Sveitarfélaginu Árborg
 Tillaga frá 7. fundi íþrótta- og menningarnefndar frá 12. febrúar sl., liður 1 - Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem vinni áfram að þarfagreiningu og forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg. Starfshópnum er ætlað að vinna ítarlegri skýrslu í framhaldi af áfangaskýrslu um framtíðaruppbygginu íþróttamannvirkja sem kom út árið 2018 og þeim hugmyndum sem Alark arkitektar hafa sett fram um uppbyggingu Selfossvallar. Hópurinn skili af sér skýrslu haustið 2019. Forseti leggur til að vísa stofnun starfshóps til bæjarráðs til nánari útfærslu.  Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, Gunnar Egilsson, Brynhildur Jónsdóttir og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-lista, voru á móti, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá. 

27. 1902222 Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 Samantektarblað á viðauka frá fjármálastjóra. Lagt var fram yfirlitsblað Ingibjargar Garðarsdóttur, fjármálastjóra, með samantekt á viðaukum við fjárhagsáætlun 2019. Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.   

28. 1708133 Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki Byggingarnefnd leggur til að farið verði í útboð á hönnun nýbyggingar fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og kennsluíþróttahúsnæðis í landi Bjarkar í Sveitarfélaginu Árborg. Einnig eru meðfylgjandi fundargerðir 11. og 12. fundar byggingarnefndar sem ekki hafa verið lagðar fram til kynningar í bæjarráði. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

29. 1808039 Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar Sjá úttekt Skýrsla frá Haraldi Líndal Haraldssyni - Niðurstöður og tillögur. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi tillögu að úrvinnslu skýrslunnar: Lögð er fram til kynningar skýrslan „Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar og tillögur“, sem unnin hefur verið af Haraldi L. Haraldssyni að ósk bæjarstjórnar. Í skýrslunni eru settar fram 132 tillögur um mögulegar breytingar í rekstri og skipuriti Sveitarfélagsins Árborgar. Forseti leggur til að tillögum skýrslunnar verði vísað til úrvinnslu hjá bæjarstjóra og honum, í samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins, og þeim falið að leggja fram, fyrir næsta fund bæjarstjórnar tímasetta aðgerðaráætlun þar sem því verður lýst hvernig brugðist verður við tillögunum og unnið úr þeim. Ari Björn Thorarensen, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá. 

30. 1902259 Tillaga að skipuriti Sveitarfélagsins Árborgar Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram eftirfarandi tillögu:         Forseti leggur fram fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar tillögu að breyttu skipuriti ásamt skýringarmyndum. Tillagan er unnin í nánu samráði við lykilstjórnendur hjá sveitarfélaginu og byggir á þeim hugmyndum sem settar eru fram í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fór yfir tillögur að nýju skipuriti og lagði fram eftirfarandi útskýringar: Rekstur Sveitarfélagsins Árborgar falli undir fjögur svið: Stjórnsýslusvið, Fjármálasvið, Mannvirkja- og umhverfissvið og Fjölskyldusvið. Á hverju sviði verður einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum málaflokkum sem undir sviðið heyra. Undir sviðsstjóra heyra deildarstjórar sem bera ábyrgð á málflokkum í sinni deild gagnvart sviðsstjóra. Bæjarstjóri ber ábyrgð á störfum sviðsstjóra gagnvart bæjarstjórn og bæjarráði og hefur sér til aðstoðar mannauðsstjóra við stjórnun starfsliðs sveitarfélagsins. 

Stjórnsýslusvið Stjórnsýslusvið skiptist í fimm deildir: almenna skrifstofu, stafræna stjórnsýslu, tölvuþjónustu, skjalaþjónustu og skipulagsþjónustu. Bæjarritari er sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. Stjórnsýslusvið annast almenna stjórnsýslu sveitarfélagsins, skjalavörslu, lögfræðileg verkefni og málarekstur, íbúalýðræði, jafnréttismál, stafræna þróun, upplýsingamál, tölvutækni og atvinnumál. Veitir þjónustu og upplýsingagjöf til bæjarbúa, fyrirtækja, bæjarfulltrúa og starfsmanna. Skrifstofan tryggir upplýsingaflæði um málefni bæjarins til viðeigandi aðila og er vettvangur til að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri. Sviðið annast lögfræðilegan málarekstur og skipulags- og byggingarmál. Á sviðinu er veitt innri þjónusta á sviði skjalavistunar og lögfræði. Sviðið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 07 og 09, þ.e. brunamálum og almannavörnum og skipulagsmálum, auk þess að halda utan um störf og fundi bæjarstjórnar, bæjarráðs og hverfisráða og hafa umsjón með störfum nefnda sveitarfélagsins. · Undir almenna skrifstofu heyrir þjónustuver. Þjónustuver miðlar þjónustu og upplýsingum milli íbúa og starfsmanna sveitarfélagsins. · Stafræn stjórnsýsla heldur utan um almenn upplýsinga- og kynningarmál, vef Árborgar og þróun og innleiðingu stafrænna lausna. · Tölvuþjónusta sér um tölvur og rafrænar gagnageymslur sveitarfélagsins, nettengingar og uppsetningu og viðhaldi hugbúnaðar og heldur utan um tölvunotendur, gögn þeirra og skráningu. · Skjalaþjónusta rekur skjalakerfi sveitarfélagsins undir stjórn skjalastjóra og hefur yfirumsjón með flokkun og varðveislu skjala og fundargerða. · Skipulagsþjónusta er undir stjórn skipulagsfulltrúa og undir hann heyrir byggingarfulltrúi og skrifstofa skipulagsmála. Deildin hefur umsjón með skipulags- og byggingarmálum, landupplýsingakerfum, leggur mat á þróun samfélags og atvinnulífs og gerir tillögur að úrbótum og viðbrögðum.

Fjármálasvið Fjármálasvið skiptist í fjórar deildir: fjárreiðudeild, bókhaldsdeild, launadeild og hagdeild. Fjármálastjóri er sviðsstjóri fjármálasviðs. Fjármálasvið hefur umsjón með fjármálum, áætlanagerð, fjárhagseftirliti, innkaupum, reikningagerð, bókhaldi og vinnslu ársreikninga fyrir sveitarfélagið í heild sinni og sinnir ráðgjöf og þjónustu til allra eininga innan sveitarfélagins. Sviðið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 00, 21, 22, 27 og 28 og veitir bæjarráði, bæjarstjórn og öðrum nefndum upplýsingar er varða fjármál, rekstur og áætlanagerð. · Fjárreiðudeild annast greiðslur og útgáfu og innheimtu reikninga · Bókhaldsdeild annast bókhald og skráningu reikninga · Launadeild annast allar launavinnslur · Hagdeild sér meðal annars um haggreiningu, fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana, áætlanagerð og innkaupastjórnun.   

Mannvirkja- og umhverfissvið Mannvirkja- og umhverfissvið skiptist í þrjár deildir: veitur, eignadeild og umhverfisdeild. Mannvirkja- og umhverfissvið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 08, 10 og 11, þ.e. hreinlætismálum, umferðar- og samgöngumálum og umhverfismálum. Sviðið heldur utan um og þjónustar störf eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar. Sviðið annast nýframkvæmdir, rekstur og viðhald allra mannvirkja í eigu Svf. Árborgar og aðrar verklegar framkvæmdir ásamt allri umsýslu varðandi veitur, fasteignir, götur, göngu- og hjólastíga, leiksvæði, tjaldsvæði og opin svæði. Ábyrgð á áætlanagerð, faglegum undirbúningi og verkstýringu framkvæmda er líka á hendi sviðsins. Undir sviðið heyrir einnig umhverfisvernd, garðyrkjumál, hreinlætismál, sorphirðumál, landbúnaðarmál, dýraeftirlit, s.s. hunda- og búfjáreftirlit ásamt meindýravörnum. · Veitur sjá um hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu og bera ábyrgð á Selfossveitum og öðrum veitufyrirtækjum í eigu eða eignarhluta Svf. Árborgar. · Eignadeild sér um allar fasteignir í eigu Svf. Árborgar og dótturfélaga og allar fasteignir sem sveitarfélagið leigir til sín. Eignadeild annast allar nýframkvæmdir og viðhald vegna fasteigna og gatnakerfis Árborgar. Eignadeild ber ábyrgð á rekstri allra eignafélaga í eigu eða eignarhluta Svf. Árborgar. · Umhverfisdeild ber ábyrgð á öllum opnum svæðum og þjónustu sveitarfélagsins við íbúa vegna umhverfismála, garðyrkju, leiksvæða, tjaldsvæða, hreinlætismála, sorpmála, dýraeftirlits og landbúnaðarmála. Umhverfisdeild rekur þjónustumiðstöð sem heldur um garðyrkjudeild, áhaldahús og aðra undirstofnanir umhverfisdeildar.

Fjölskyldusvið Fjölskyldusvið skiptist í fimm deildir: fræðsluþjónustu, skóla, ráðgjafarþjónustu, virkni- og stuðningsþjónustu og Frístunda- og menningarþjónustu. Fjölskyldusvið ber m.a. ábyrgð á málaflokkum 02, 04, 05 og 06, þ.e. félagsmálum, fræðslu- og uppeldismálum, menningarmálum og æskulýðs- og íþróttamálum. Sviðið heldur utan um og þjónustar störf fræðslunefndar, félagsmálanefndar og frístunda- og menningarmálanefndar. · Fræðsluþjónusta ber ábyrgð á skólaþjónustu, sálfræðiþjónustu, kennslufræðilegri ráðgjöf, talmeinaráðgjöf og daggæslumálum.
· Ráðgjafarþjónusta ber ábyrgð á barnavernd, fjárhagsaðstoð, félagslegri ráðgjöf, Auðlindinni/verum virk, húsnæðisúrræðum og eftirliti með daggæslu.
· Virkni- og stuðningsþjónusta ber ábyrgð á málefnum aldraðra, málefnum fatlaðs fólks og málefnum flóttamanna.
· Frístunda- og menningarþjónusta ber ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja, félagsmiðstöðvum, Ungmennahúsi, vinnuskóla, frístundaheimilum, frístundastarfi fatlaðs fólks, forvörnum, bókasöfnum, menningarmálum, upplýsingamiðstöð og ferðaþjónustu.
·Skólar skiptast í raun í átta deildir. Undir skóla heyra allir grunnskólar og leikskólar Sveitarfélagsins Árborgar, þ.e. Sunnulækjarskóli, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Álfheimar, Hulduheimar, Jötunheimar, Árbær og Brimver/Æskukot. Skólastjórar þessara leik- og grunnskóla eru því deildarstjórar hver um sig.
 Ari Björn Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
 Tillaga að nýju skipuriti Árborgar var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.  Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista: Bæjarfulltrúar D-lista eru andvígir þeim breytingum sem meirihluti Á, B, M og S-lista leggur til á skipuriti sveitarfélagsins. Að hluta til er verið að taka upp að nýju fyrirkomulag sem lagt var af 2010 og hafði ekki gefist nægilega vel. Með nýju skipuriti eru boðleiðir lengdar, millistjórnendum fjölgað og tekið upp óþarflega flókið og þunglamalegt kerfi, þar sem mjög fáir starfsmenn heyra beint undir bæjarstjóra og hafa beint aðgengi að honum. Virðist sem markmiðið sé að aðkoma bæjarstjóra að stjórnun og samskiptum við stjórnendur verði minni en verið hefur og endurspeglast það líka í því að í starfslýsingu nýráðins bæjarritara er tiltekið að hann skuli fara með samskipti við stjórnendur stofnana. Þá hefur ekki farið fram kostnaðargreining á nýju skipuriti og er vandséð annað en að samþykkja verði viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði sem óhjákvæmilega hlýst af breytingum sem þessum.  
 Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihluta bæjarstjórnar: Vönduð stjórnun er forsenda þess að vel takist til í þjónustu og rekstri sveitarfélagsins. Nýju skipuriti fyrir Sveitarfélagið Árborg er ætlað að skýra hlutverk og ábyrgð og stuðla þannig að góðri stjórnsýslu, vönduðum ákvörðunum og skilvirkri framkvæmd þeirra. Verkefni sveitarfélaga eru flókin í eðli sínu og því nauðsynlegt að vanda til verka við útfærslu skipurits, þannig að fyrir liggi með skýrum hætti hvar ábyrgð liggur á framkvæmd, innleiðingu, eftirfylgni og eftirliti. Skipurit þarf að styðja við góða stjórnarhætti með skýrum hlutverkum einstakra eininga. Í nýju skipuriti er stjórnsýslu og rekstri skipt upp í fjögur svið eins og lagt er til í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar.
Á hverju sviði er einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum málaflokkum sem undir sviðið heyra. Undir nýtt svið, stjórnsýslusvið, heyra ýmis verkefni sem hafa verið unnin á skrifstofu Ráðhúss og víðar, auk þess sem skipulagsmálin falla undir þetta svið. Skipulags- og byggingarmál snúast í dag að stórum hluta um ítarlega og vandaða stjórnsýslu. Lagaleg álitamál verða jafnframt æ algengari í þessum málaflokki. Með því að færa skipulags- og byggingarmál undir stjórnsýslusvið er brugðist við þessum veruleika. Með því að sameina verkefni félagsþjónustu og fræðslumála á einu sviði er undirstrikað mikilvægi þess að þeir starfsmenn, sem koma að málefnum fjölskyldna, vinni náið saman. Þetta er í samræmi við þróun sem hefur átt sér stað hérlendis á undanförnum árum sem í dag má sjá í áherslum félags- og barnamálaráðuneytis. Nýtt skipurit kallar ekki á aukinn launakostnað eða mannaráðningar og ekki er þörf á að gera breytingar á fjárhagsáætlun vegna þess. Hins vegar var á haustmánuðum m.a. samþykkt að ráða bæjarritara til stjórnsýslunnar og verkefnisstjóra á framkvæmda- og veitusvið. Þeir starfsmenn munu gegna ábyrgðarhlutverkum í nýju skipuriti ásamt því að draga úr þörfinni á aðkeyptri sérfræðiþjónustu til sveitarfélagsins.
Breytingarnar munu leiða til þess að boðleiðir styttast og einfaldast, þar sem sviðsstjórum og deildarstjórum verður færð skýrari ábyrgð og umboð til að taka ákvarðanir í samráði við sitt starfsfólk. Samhliða því að nýtt skipurit verður innleitt er áríðandi að skilgreind verði ýmis teymi sem bera eiga ábyrgð á framgangi verkefna.
Slík teymi starfa þvert á svið og deildir og skýra hlutverk einstakra starfsmanna í slíkri samvinnu. Nýtt skipurit sveitarfélagsins og markvissari stjórnun munu hafa í för með sér bætt skipulag og aukna skilvirkni sem aftur verður til þess að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við bæjarbúa.
 

 
31. 1806094 Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp – fyrri umræða      Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Árborg:
Tillaga að breytingum á bæjarmálasamþykkt Sveitarfélagsins Árborgar til aðlögunar að breyttu skipuriti og nefndum. 46. gr., liður B, breytist og verður svohljóðandi: B. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að loknum bæjarstjórnarkosningum skulu eftirtaldar fastanefndir kosnar:
1. Félagsmálanefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
2. Frístunda- og menningarnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
3. Fræðslunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
4. Skipulags- og byggingarnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
5. Eigna- og veitunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.
6. Umhverfisnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.
7. Kjaranefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.

  1. gr., liður D, breytist og verður svohljóðandi: Ráðning í æðstu stjórnunarstöður. Bæjarstjóri sveitarfélagsins, í umboði bæjarstjórnar, ræður sviðsstjóra og mannauðsstjóra og veitir þeim lausn frá starfi. Sviðsstjórar eru fjórir, á stjórnsýslusviði, fjármálasviði, fjölskyldusviði og mannvirkja- og umhverfissviði.
  2. gr., liður D, breytist og verður svohljóðandi: Um ráðningu annarra starfsmanna. Sviðsstjórar skv. 50. gr., að höfðu samráði við bæjarstjóra og mannauðsstjóra, ráða stjórnendur deilda og stofnana sem undir þá heyra og veita þeim lausn frá störfum. Stjórnendur stofnana og deilda ráða starfsmenn sem undir þá heyra að höfðu samráði við viðkomandi sviðsstjóra og mannauðsstjóra.
  3. gr., liður D, breytist og verður svohljóðandi: Framsal bæjarstjórnar og nefnda til starfsmanna til fullnaðarafgreiðslu mála. Bæjarstjórn er heimilt að fela embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála á sama hátt og með sömu skilyrðum og nefnd eru í 36. gr. samþykktar þessarar. Bæjarstjórn skal setja skýrar reglur um afgreiðslu embættismanna en viðkomandi fagnefndir hafa eftirlit með þeim og kalla reglulega eftir skýringum og upplýsingum um ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þeirra. Embættismanni er alltaf heimilt að vísa ákvörðun skv. 1. mgr. til viðkomandi fagnefndar til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjórn felur eftirtöldum embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála: Sviðsstjórum fjármála- og fölskyldusviðs í sameiningu að afgreiða umsóknir um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars skv. 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Sviðsstjóra fjármálasviðs að afgreiða umsóknir um styrki til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði sem ekki er nýtt í ágóðaskyni, svo sem vegna menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eða vinnu að mannúðarstörfum, skv. reglum sveitarfélagsins þar um, dags. 9. desember 2009. Beiðni um endurupptöku máls skal beint til þess sem ákvörðunina tók og fer um endurupptöku skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls. Lagt er til að vísa breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp til síðari umræðu.
Tillagan var borin undur atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. 

 
32. 1902258 Breyting á nefndum kjörtímabilið 2018-2022 

  1. Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara          
    Aðalmenn:                                                            Varamenn:         
    Inga Jara Jónsdóttir, formaður                    Fjóla Ingimundardóttir          
    Hjalti Tómasson                                                  Elsie Kristinsdóttir          
    Eyrún Björg Magnúsdóttir                                Guðfinna Gunnarsdóttir          
    Gunnar Egilsson                                                  Jóna Sigurbjartsdóttir          
    Helga Þórey Rúnarsdóttir                                  Ólafur Hafsteinn Jónsson
  1. Frístunda- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara          
    Aðalmenn:                                                             Varamenn:          
    Guðbjörg Jónsdóttir, formaður                         Gunnar Rafn Borgþórsson          
    Guðmundur Kr. Jónsson                                     Guðmundur Marías Jensson          
    Jóna Sólveig Elínardóttir                                     Viðar Arason          
    Kjartan Björnsson                                                 Gísli Á. Jónsson          
    Karolina Zoch                                                        María Markó                
  1. Fræðslunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara          
    Aðalmenn:                                                             Varamenn:          
    Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður                      Klara Öfjörð Sigfúsdóttir          
    Gunnar Rafn Borgþórsson                                  Gissur Jónsson          
    Gunnar E. Sigurbjörnsson                                  Sigurður Á. Hreggviðsson          
    Brynhildur Jónsdóttir                                          Ingvi Már Guðnason          
    Þórhildur Ingvadóttir                                          Jakob H. Burgel
 
  1. Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara          
    Aðalmenn:                                                                    Varamenn:          
    Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður           Álfheiður Eymarsdóttir          
    Ari Már Ólafsson                                                        Guðrún Jóhannsdóttir          
    Sigurður Þorvarðarson                                             Hjalti Tómasson          
    Ari B. Thorarensen                                                    Helga Þórey Rúnarsdóttir                 
    Magnús Gíslason                                                       Ragnheiður Guðmundsdóttir
 
  1. Eigna- og veitunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara          
    Aðalmenn:                                                                Varamenn:          
    Tómas Ellert Tómasson, formaður                     Solveig Pálmadóttir          
    Álfheiður Eymarsdóttir                                         Sigurjón Vídalín Guðmundsson          
    Viktor S. Pálsson                                                    Eggert Valur Guðmundsson          
    Sveinn Ægir Birgisson                                           Guðjón Guðmundsson          
    Þórdís Kristinsdóttir                                              Brynhildur Jónsdóttir
 
  1. Umhverfisnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara          
    Aðalmenn:                                                             Varamenn:          
    Eggert Valur Guðmundsson, formaður           Arna Ír Gunnarsdóttir          
    Guðmunda Ólafsdóttir                                        Páll Sigurðsson          
    Guðrún Jóhannsdóttir                                         Arnar Hlynur Ómarsson          
    Ragnheiður Guðmundsdóttir                             Sveinn Ægir Birgisson          
    Ólafur Hafsteinn Jónsson                                   Þórhildur Dröfn Ingvadóttir
Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Egilssom, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.  Breyting á nefndum og kosning í nýja umhverfisnefnd var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.  

Fundargerðir til kynningar 1901008 Fundargerðir bæjarráðs 2019
 a) 21. fundur frá 24. janúar
b) 22. fundur frá 31. janúar
c) 23. fundur frá 7. febrúar
d) 24. fundur frá 14. febrúar
e) 25. fundur frá 21. febrúar
 Liður a) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 19 í 21. fundargerð bæjarráðs, málsnr. 1611009 – Fundargerðir kjaranefndar.  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

1901009 Fundargerð félagsmálanefndar 2019
a)  5. fundur frá 22. janúar
 Liður a) Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, tók til máls um lið 6 í 5. fundargerð félagsmálanefndar, málsnr. 1901151 – Upplýsingar um stöðu félagslegrar heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.           

1901010 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 2019
 a) fundur frá 30. janúar
b) 20. fundur frá 13. febrúar
c) 21. fundur frá 20. febrúar
 Liður a) Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 7 í 19. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1901283 – Erindi til framkvæmda- og veitustjóra varðandi lýsingu á og við skólalóð Vallaskóla.
 Liður c) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um lið 2 í 21. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1809235 – Fjárfestingaráætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022. Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls.
 Liður b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til  máls um lið 1 í 20. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1804176 – Nýtt viðhaldskerfi fyrir hitaveitu og vatnsveitu.
 Liður b )Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 2 í 20. fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, málsnr. 1902072 – Þjónustukaup eignadeildar 2019. Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.            

1901011 Fundargerð fræðslunefndar 2019
 a) 8. fundur frá 6. febrúar            Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 14 í 8. fundargerð fræðslunefndar, málsnr. 1901050 – Dagur leikskólans 2019. Bæjarstjórn Árborgar tekur undir bókun fræðslunefndar um hamingjuóskir til Bjarkeyjar Sigurðardóttur, nemanda í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi sem bar sigur út býtum í ritlistarsamkeppninni  Að yrkja á íslensku.            

1901012 Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 2019
 a) 6. fundur frá 15. janúar b) 7. fundur haldinn 12. febrúar            

1901013 Fundargerð skipulags – og byggingarnefndar 2019
 a) 12. fundur frá 16. janúar
b) 13. fundur frá 30. janúar
c) 14. fundur frá 20. febrúar   

 Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 20:20.  
 Helgi Sigurður Haraldsson                                
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson                       
Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir                                        
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen                                      
Gísli Halldór Halldórsson
 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari


Þetta vefsvæði byggir á Eplica