9. fundur félagsmálanefndar
9. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 14. júní 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15
Mætt:
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður, V-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri.
Tveir nýir aðilar komu inn í nefndina, þau Ari Björn Thorarensen (D) og Ragnheiður Guðmundsdóttir (D) rituðu þau undir þagnarskyldu. Formaður nefndarinnar Ari Thorarensen leitaði afbrigða frá áður auglýstu fundarboði og óskaði eftir að mál nr. 116068 yrði tekið á dagskrá sem dagaráliður nr. 4 á, samþykktu allir fundarmenn það.
Dagskrá:
1. 1106048 - Málefni fatlaðra - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
2. 1106049 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
3. 1105271 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
4. 1106068 - Málefni fatlaðra - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
5. 1106050 - Stuðningur við fötluð börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi
Um er að ræða stuðning við fötluð börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi í sumar. Veitt verður einstaklingsmiðuð þjónusta í samstarfi við þá aðila sem bjóða upp á sumarstarf fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Ráðnir verða inn fjórir starfsmenn í 100% vinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun Suðurlands.
6. 1105156 - Staða á fjárhagsaðstoð 2011 -átaksverkefni
Bæjarráð hefur samþykkt að fara í átaksverkefni fyrir þá einstaklinga sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu Árborg. Verður hluta einstaklinga sem hafa verið á fjárhagsaðstoð að undanförnu boðið störf í sumar. Starfsmenn félagsþjónustu hafa verið á fullu nú síðustu vikur að undirbúa þetta verkefni. Félagsmálanefnd fagnar þessu átaki
Anný og Guðlaug Jóna og sögðu frá ferð sem starfsmenn félagsþjónustu fóru í byrjun júní sl. ásamt fulltrúum starfsendurhæfingar Birtu og Virk fóru að skoða Fjölsmiðjuna í Kópavogi. Fjölsmiðjunni er ætlað að starfrækja verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára, sem hætt hefur námi og ekki fótað sig á vinnumarkaði. Úrræði hefur reynst mjög vel að sögn Þorbjörns Jenssonar, forstöðumanni Fjölsmiðjunnar. Í máli þeirra kom skýrt fram að starfsmenn félagsþjónustu og fulltrúar starfsendurhæfingarinnar Birtu og Virk myndu gjarnan vilja sjá þetta úrræði verða að veruleika hér í Árborg í samstarfi við nágrannasveitarfélög.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
Þórdís Kristinsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Ari B. Thorarensen
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir