9. fundur fræðslunefndar Árborgar
9. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Líney Magnea Þorkelsdóttir, starfsmaður,
Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista,
Þorsteinn G. Þorsteinsson, varamaður, D-lista,
Linda Rut Ragnarsdóttir. fulltrúi foreldra.
Dagskrá:
1. 1104263 - Kynning á niðurstöðum Pisa könnunar í skólum Árborgar. Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, kemur á fundinn og kynnir niðurstöður
Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, kom og kynnti fyrir fræðslunefnd samantekt á niðurstöðum Pisa könnunar í grunnskólum Árborgar.
Fræðslunefnd þakkar Kristínu fyrir mjög fróðlega kynningu. Pisa könnunin er mikilvægt matstæki sem hægt er að nýta í umbótastarfi í grunnskólum.
Þeir sem vilja kynna sér niðurstöður Pisa könnunar sjá niðurstöðu á www.namsmat.is
2. 1102074 - Kynningarfundur vegna Skólavogarinnar - tilnefning fulltrúa
Tilnefndir fulltrúar í Skólavogina eru Sandra Dís Hafþórsdóttir og Birgir Edwald.
Fræðslunefnd samþykkir tilnefninguna.
3. 1010136 - Svar við fyrirspurn Guðrúnar Thorsteinsson frá 8. fundi fræðslunefndar
Fyrirspurn: Hver er sparnaðurinn við þessar breytingar á ræstingu og uppsögnum á skólaliðum hjá Vallaskóla?
Lagt var fram svar við fyrirspurn Guðrúnar Thorsteinsson frá 8. fundi fræðslunefndar.
Svar:
Unnið er að undirbúningi útboðs vegna ræstingar í Vallaskóla. Ekki verður ljóst hver endanlegur sparnaður verður við breytingu á fyrirkomulagi ræstingar fyrr en að loknu útboði.
4. 1104149 - Skóladagatöl Sunnulækjarskóla og Vallaskóla skólaárið 2011-2012
Lagðar voru fram tillögur að skóladagatölum Sunnulækjarskóla og Vallaskóla fyrir skólaárið 2011-2012.
Fræðslunefnd samþykkir framlagðar tillögur.
5. 1101166 - Fundargerð leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa
Fundur 15.03.11
Lögð fram fundargerð frá fundi leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa frá 15. mars 2011.
RannUng óskar eftir beiðni um þátttöku í rannsókn um fagmennsku og samstarf í leikskólum.
6. 1104148 - Fundargerð skólaráðs Sunnulækjarskóla
Fundur 05.04.11
Lögð fram fundargerð frá fundi skólaráðs Sunnulækjarskóla frá 5. apríl 2011.
7. 1012066 - Fundargerð skólaráðs Vallaskóla
Lögð fram fundargerð frá fundi skólaráðs Vallaskóla frá 13. apríl 2011.
8. 1104256 - Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2011, óskað eftir tilnefningum
Heimili og skóli - landsamtök foreldra, óska eftir tilnefningum til foreldraverðlauna 2011.
9. 1003024 - Forvarnarskýrsla 2011, niðurstöður úr vinnu ungmenna á forvarnardeginum 9. nóvember 2010
Niðurstöður úr vinnu ungmenna á forvarnadeginum 9. nóvember 2010 kynntar.
10. 1104265 - Frá menntamálaráðuneytinu: Endurskoðuð drög að aðalnámskrá grunnskóla. Sjá nánar aðalnámsskrá grunnskóla netútgáfu 2013.
Fundarmeðlimir hvattir til þess að kynna sér drög að nýrri námskrá
11. 1104264 - Staða biðlista á leikskólum Árborgar
Verður lagt fram á fundinum
Ásthildur Bjarnadóttir, sérkennslufulltrúi, lagði fram upplýsingar um leikskólapláss vorið 2011 fyrir veturinn 2011-2012.
Þann 26. apríl 2011 voru send út 94 afgreiðslubréf, þar sem úthlutað var plássum í alla leikskóla sveitarfélagsins. Þetta er úthlutun í þau pláss sem losna núna í sumar vegna þeirra barna sem eru að hætta og byrja í grunnskóla í haust.
Jötunheimar og Hulduheimar eru þeir skólar sem flest börn fengu úthlutað í eða samtals 53 pláss.
15 og 16 fengu úthlutað í Álfheimum og Árbæ og svo restin í Æskukoti og Brimver.
Þetta þýðir að leikskólarnir eru svo til fullsetnir.
Eins og sést hér að neðan eru örfá pláss laus í flestum skólunum núna eftir síðustu úthlutun sem er þó þannig að það eru 10 börn á biðlista eftir plássi á aldrinum 2 til 5 ára en eru ekki komin með lögheimili hjá okkur og munu flytja á Selfoss í sumar.
Laus pláss á Selfossi eins og staðan er 27.4.´11 þegar búið er að úthluta þessum 94 plássum og við gefum okkur að allir muni þiggja plássin.
Jötunheimar - stútfullt, ekkert pláss laust
Álfheimar - 4 til 5 pláss laus fyrir börn fædd ´09 eða ´10
Hulduheimar - 7 pláss laus frekar fyrir ´07 og ´06
Árbær - 7 pláss laus
Æskukot
Brimver - 8 pláss laus fyrir yngri börn
Samkvæmt okkar tölum eru þá 18 laus pláss á Selfossi en af þeim eru 10 nú þegar upptekin ef þau börn skila sér sem eru á biðlistanum og flytja hingað í sumar. Þá eru eftir 8 pláss.
Á Eyrarbakka eru laus pláss fyrir 8 lítil börn frá og með hausti 2011 og á Stokkseyri eru 14 pláss laus eins og var í fyrravetur.
Þess má geta að starfsfólk leikskólanna miðast við þann fjölda barna sem er nú þegar inni, þannig að það gæti þurft að bæta við starfsfólki ef og þegar fjölgar, fyllt verður alveg, ásamt því að yngri börn verða tekin inn.
12. 1010136 - Erindi Hönnu Láru Gunnarsdóttir til skólanefndar vegna uppsagna starfsmanna í Vallaskóla
Erindi Hönnu Láru Gunnarsdóttur lagt fram til umræðna.
Formaður fræðslunefndar leggur fram eftirfarandi bókun.
Fræðslunefnd þakkar bréfið. Vissulega er hægt að taka undir ýmsar vangaveltur þessa bréfs, þeir starfsmenn sem um ræðir hafa unnið starf sitt af heilum hug og það ber að þakka. Um er að ræða sparnaðartillögu frá skólastjórnendum og hafa bæjaryfirvöld stutt við bakið á þeim í þessu ferli. Sveitarfélagið og starfsfólk skólans munu hér eftir sem hingað til kappkosta að tryggja velferð nemenda og viðhalda þeim góða anda sem ríkir í skólanum.
Varðandi svar um sparnað er vísað í svar við fyrirspurn Guðrúnar Thorsteinsson í lið 3 þessarar fundargerðar.
13. 1010108 - Erindi frá umboðsmanni barna um börn og leik- og grunnskólagöngu á krepputíma
Erindi frá umboðsmanni barna um börn og leik- og grunnskólagöngu á krepputíma lagt fram og rætt.
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps,tók til máls og bar fyrir kveðjur og þakkir fyrir gott samstarf á undanförnum árum fyrir hönd Flóahrepps.
Fræðslunefnd þakkar Flóahreppi fyrir farsælt samstarf í gegnum tíðina og óskar þeim velfarnaðar í sínu skólastarfi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:45
Guðrún Thorsteinsson
Málfríður Garðarsdóttir
Elín Höskuldsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Helga Geirmundsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Líney Magnea Þorkelsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Linda Rut Ragnarsdóttir