Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.11.2010

9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 18. nóvember 2010  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 19:00

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista,
Guðmundur Elíasson, Framkvæmdastjóri.

Dagskrá:

1.  1006066 - Selfossvirkjun
 Eiríkur Bragason ráðgjafi kemur á fundinn
 Eiríkur Bragason kom á fundinn og málefni fyrirhugaðrar Selfossvirkjunar rædd. Nefndin felur Eiríki að gera minnisblað með fleiri möguleikum á útfærslum rennslisvirkjunar. Ræddar voru fjármögnunarleiðir við hugsanlegar virkjunarframkvæmdir.
   
2.  1011135 - Drög að fjárfestingaáætlun fyrir 2011
 Farið var yfir fyrstu drög.
   
3.  0806063 - Björgunarmiðstöð. Kostnaður við gerð útboðsgagna
 Farið yfir tilboð frá verkfræðistofum
 Tómas Ellert vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.
 
Sex verkfræðistofur gáfu verð í stöðuúttekt, gerð útboðsgagna og byggingastjórn á lokafrágangi húsnæðis Björgunarmiðstöðvarinnar. Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er verkfræðistofan Verkís.
 
 4.  1009054 - Uppsetning á byggðamerkjum
 Kostnaður við uppsetningu á byggðamerkjum kynntur
 Áætlaður kostnaður við uppsetningu byggðamerkja er 610.000 kr. Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að sjá um uppsetningu.
   
5.  1009055 - Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
 Svar frá Veðurstofu Íslands
 Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Veðurstofu Íslands sem útvegar búnað og sér um uppsetningu og rekstur.
   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 22:15

Elfa Dögg Þórðardóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson  
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson  
Guðmundur Elíasson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica