Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


5.2.2015

9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

  9. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2015  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson,. framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá:  Almenn afgreiðslumál 1. 1411209 - Endurgerð Tryggvagötu 2015 Niðurstöður útboðs vegna verksins "Endurgerð Tryggvagötu 2015" kynntar. Framkvæmda- og veitustjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Verkið er á fjárfestingaráætlun ársins 2015. 2. 1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan Farið yfir minnisblað frá Mannviti varðandi vöktun gerlamagns og efnainnihalds fráveituvatns á Selfossi í desember 2014. 3. 1501109 - Aðkomuvegur og veitulagnir að hreinsistöð við Geitanes Framkvæmda- og veitustjóra falið að auglýsa útboð á aðkomuvegi og veitulögnum að fyrirhugaðri hreinsistöð við Geitanes. 4. 1305234 - Varmadælur - Óseyri, Sólvangur og önnur jaðarsvæði Reglur um styrki vegna varmadælna í Sveitarfélaginu Árborg lagðar fram og samþykktar. 5. 1404182 - Kanínuveiðar í Árborg 2014 Lagðar voru fram upplýsingar um kanínuveiðar í Árborg 2014. Framkvæmda- og veitustjóra falið að undirbúa áframhaldandi veiðar á árinu 2015. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15 Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica