9. fundur Hverfisráðs Selfoss
Haldinn á Kaffi Krús, miðvikudaginn 10. október 2012.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Magnús Vignir Árnason, Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Guðmundur Sigurðsson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Boðuð forföll: S. Hafsteinn Jóhannesson.
Fundarritari Magnús Vignir Árnason.
Fundi lauk kl. 19:10.
Dagskrá:
1. Fundagerð fundar dags. 4. september, samþykkt.
2. Ábendingar.
a. Hraðahindrun á Vesturhóla.
b. Slitlag/malbik á gangstíg.
c. Strætókort.
d. Bílastæði fyrir stóra bíla.
e. Stórir pollar.
f. Gangstéttir vantar.
3. Trjágróður.
4. Hámarkshraðaáminningar.
5. Bæjargarðurinn.
6. Þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili.
7. Eldri bókanir - erindi.
8. Næsti fundur.
Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2.
a. Ósk er um hraðahindrun ásamt gangbraut sunnanmegin á Vesturhóla (sunnan Kjarrhóla) ásamt merkingum um 30 km hámarkshraða.
b. Slitlag/malbik verði sett á gangstíginn milli Engjavegar og Austurvegar en hann liggur gegnum Stekkholt og Merkiland.
c. Er ekki möguleiki að kort í strætó verði seld á fleiri stöðum en á skristofu sveitarfélagsins, stöðum sem eru með lengri opnunartíma eins og t.d. í Sundhöllinni?
d. Má ekki merkja stæði fyrir stóra bíla frá kl. 17.00-07.00 á bílastæðum, t.d. við skólanna, sem ekki eru notuð á næturnar? Þær reglur sem til eru um stöður á rútum og flutningabílum eða þungavinnuvélum þarf að framfylgja betur en gert hefur verið.
e. Stóri pollur myndast við gangbraut á Fossheiði á móts við blokkir, pollur sem þegar frystir verður gangandi fólki til verulegra vandræða. Einnig myndast pollar við gangbrautir yfir Kirkjuveg og Engjaveg ef farið er eftir gangstéttinni meðfram Eyravegi (sunnan megin), þeir pollar eru erfiðir yfirferðar í vatnsveðrum.
f. Á Eyravegi, í framhaldi af gangstéttum sitt hvoru megin við Fossveginn, vantar upp á frágang. Öðrum megin (sunnan megin við Fossveg), beint á móti Fossdekk, er mjög snubbóttur frágangur þar sem gangstétt endar. Hinu megin (norðan megin við Fossveg) á móts við endamörk lóðar Fossdekks, liggur gangstéttin út að Eyravegi en svo ekki söguna meir. Á Fossheiði (á móts við hús nr. 9) koma gangstéttir báðum megin Fossheiðar út á umferðargötuna en enga gangbrautt er að sjá. Stendur til að setja gangbrautir yfir þessar götur? (þrjár myndir)
3. Í Dagskránni 19. september var auglýsing þess efnis að íbúar væru hvattir til að klippa gróður sem nær út fyrir lóðamörk. Reiknar ráðið með að auglýsingunni verði fylgt fast eftir að nokkuð ljóst er að bæjarbúar hafa ekki brugðist hratt við þessari auglýsingu, runnar standi enn út á gangstéttir og fyrir umferðarskilti. Sveitarfélagið þyfti sjálft að ganga fram í að klippa trjágróður á sínum lóðum en dálítil brögð eru af því að lóðir þess eru gróðri vaxnar út fyrir lóðamörk. Við ábendingum ráðsins beint til sveitarfélagsins hefur verið vel brugðist.
4. Enga hámarkshraðaábendingu er að finna þegar farið er af Selfossvegi (vistgötunni meðfram Ölfusá) og út á Þóristúnið. Þóristúnið sjálft er gata með 30 km hámarshraða og er það vel merkt í báðum endum hennar við Eyraveg. Einnig er merking á heiti götunnar frekar lítið sýnileg en eitt skilti er á vegg hótelsins (þrjár myndir).
5. Hvað stendur til að gera til að sporna við akstri í bæjargarðinum nú þegar ráðið hefur fengið svar við því að akstur þar sé bannaður? Ýmsar lausnir eru til að koma í veg fyrir akstur bæði á grasi og malbiki.
6. Hverfaráð fagnar fyrirhugaðri athugun bæjarráðs á þröfinni fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili á Selfossi. Bent er á að örugglega dregur það kjarkinn úr fólki sem gjarnan vildi sækja um slík úrræði að þannig heimili vantar á Selfossi. Umsókn yndi þess vegna jafnvel leiða til óæskilegs flutnings í önnur sveitarfélög. Jafnvel mætti gera einhvers konar könnun og spyrja: „ef dvalar- og hjúkurnarheimili væri á Selfossi, myndi þú þá sækja um pláss þar“?
7.
a. Í 3. fundargerð ráðsins var lögð til gönguleið að Larsenstræti. Þeim lið var vísað afbæjarráði til tækni – og veitustjóra 12. október 2011. Hvar er sú ábending stödd?
b. Í 5. fundargerð ráðsins hvatti ráðið til þess að verklagsreglur um snjómokstur yrðu bornar í hús svo allir bæjarbúar gætu séð hvernig snjómokstur er unninn. Bæjarráð vísaði á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem þessar verklagsreglur er að finna en ráðið vill benda á að ekki nærri því allir bæjarbúar hafa afnot af netinu og óskar ráðið eftir að sveitarfélagið kynni bæjarbúum snjómokstursverklag það sem stuðst er við.
c. Í 7. fundargerð ráðsins benti það á að hraðamerkingar væri ekki nóg að merkja með skiltum og mælti með að 30 km yrðu málaðar á göturnar. Erindi því var vísað til framkvæmda- og veiturstjórnar sem telur að hraðamerkingar séu almennt í góðu lagi. Ráðið ítrekar að við merkingar sé bætt og finnst það nokkuð augljóst t.d. núna þegar gróður hylur skilti að merkingar á götum myndu hjálpa til við að halda umferðarhraða eins og hann á að vera.
d. Í 7. fundargerð ráðsins var tveimur ábendingum ráðsins vísað til byggingafulltrúa. Annars vegar var um mjög skert útsýni að ræða við Arionbanka vegna furutrjáa á lóðinni (tvær myndir fylgja) og hins vegar hver myndi sjá um að kynna nýja byggingareglugerð fyrir bæjarbúum, sérstaklega þann hluta hennar sem snýr að hinum almenna íbúa s.s. stöðuleyfi á hjólhýsum o.fl. Hvar eru þessi tvö mál stödd?
8. Næsti fundur, verður boðað til hans.
Fylgiskjöl: átta ljósmyndir
Magnús Vignir Árnason, ritari.