9. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar
Fundagerð Hverfaráðs Stokkseyrar 9. júní 2015 Mætt voru: Vigfús , Hafdís, Katrín Ósk og Valdimar
- Hverfaráði Stokkseyrar var falið af Bæjarráði Sv. Árborgar að taka afstöðu til umsóknar Ingimars Baldvinssonar um leyfi til akstur fjórhjóla í austanverði Stokkseyrarfjöru. Hverfaráð bendir á grein 750 um Náttúruminjar frá Umhverfisstofnun (http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/natturuminjaskra/sudurland/) og einnig grein 18 og 37 um utanvegaakstur. Erindinu hafnað samhljóða.
- Viðbrögð við fundargerðum Hverfaráðs Stokkseyrar. Á fundi Hverfaráðs var um það rætt að ráðinu fyndist til lítils að vera að funda um og senda erindi frá þorpsbúum til bæjarráðs þegar ekkert væri gert með erindin.
Hverfisráð telur tíma sínum betur eytt í annað , ráðið reynir að koma áfram þeim fyrirspurnum sem til þess er leitað með . Margoft hefur ráðið komið með athugasemdir s.s. vegna gangstétta sem eru ónýtar. Til viðbótar má koma fram að það vantar ruslakassa á bryggjuna og víðar í þorpinu. Allavega finnst okkur að við ættum að fá viðbrögð við fundargerðunum.
- Þessu til viðbótar langar okkur að koma á framfæri hugmynd um það hvernig mætti auðga veg og vanda Þuríðarbúðar. Við sjáum fyrir okkur að koma mætti fyrir gámi nokkurs konar miðasölugámi sem mætti setja sviðsmynd utanum sem líktist Þuríðarbúð í þessum gámi gæti verið til staðar starfsmaður yfir sumartímann og myndi leiðsegja ferðamönnum, sú hugmynd kom upp að hægt væri að tengja það Vinnuskólanum. Vinnuskólinn gæti haft umsjón með þessu. Það er nóg pláss vestan við Þuríðarbúð og væri hægt að koma þessu vel fyrir . Eins og útlitið er á Þuríðarbúð í dag er það til skammar.