9. fundur íþrótta- og menningarnefndar
9. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 11. september 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1306033 - Menningarmánuðurinn 2013 |
|
Farið yfir dagskrá menningarmánaðarins október 2013. Fram kom að fjögur kvöld séu í burðarliðunum. 12. október - Tónleikar með lögum Páls Ísólfssonar á Stokkseyri. 17. október - KÁ smiðjurnar í Hótel Selfoss. 20. október - Vígsla útsýnispalls á Stað. Síðan á eftir að dagsetja tónleika ungra hljómsveita af Árborgarsvæðinu. Fleiri viðburðir gætu bæst við og eru þeir aðilar sem ætla að vera með uppákomur í október hvattir til að hafa samband við Braga Bjarnason, starfsmann nefndarinnar, til að koma þeim viðburðum inn í dagskrána. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1308071 - Heimsókn Eyþórs Inga í leik- og grunnskólum Árborgar |
|
Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði. Málið rætt og samþykkir nefndin tillöguna með fjórum atkvæðum. Þorlákur H. Helgason, nefndarmaður S – lista, sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun: "Leik- og grunnskólar lifa við mikinn sparnað og minnstu viðvik gegn þóknun eru ekki til staðar. Skólarnir fylgja uppeldisstefnunum og telja örugglega hag í að ræða hana og fræðast við uppeldisfræðinga eða aðra álíka. Í þessu ljósi sé ekki sérstakur tilgangur í að fara með skemmtikraft í skólana." |
||
|
||
3. |
1304086 - Menningarstyrkir ÍMÁ 2013 |
|
Rætt um mögulegt form á úthlutun styrkja. Ákveðið að nefndin setji sér vinnureglur vegna úthlutunnar og auglýst verði ein úthlutun fyrir árið 2013. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
1309032 - Bæjar- og menningarhátíðir 2014 |
|
Rætt um bæjarhátíðirnar 2014 og kynningarmál tengt þeim. Nefndin sammála að standa svipað að kynningarmálum og gefa út sérstakt viðburðadagatal fyrir 2014. Starfsmanni nefndarinnar falið að kalla eftir dagsetningum hátíða í sveitarfélaginu fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1301321 - Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins |
|
Farið yfir tölur frá síðasta vetri sem búið er að safna saman. Fram kom í umræðum áhyggjur nefndarmanna á því að kostnaður geti orðið fjölskyldum ofviða. Nefndi leggur til að óskað verði eftir sömu upplýsingum frá íþrótta- og tómstundafélögum sem og öðrum sem bjóða uppá skipulagt starf fyrir börn og ungmenni fyrir 2013-2014. Menningar- og frístundafulltrúa falið að kalla eftir þessum upplýsingum. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
6. |
1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi |
|
Formaður fer yfir stöðu mála gagnvart stofnun mjólkuriðnaðarsafns á Selfossi. Undirbúningshópur á vegum sveitarfélagsins og MS er í gangi en stefnt er á opnun safnsins árið 2014. Nefndin fagnar því hve vel gengur og styður verkefnið heilshugar. |
||
|
||
7. |
1308070 - Þjálfararáðstefna í Árborg 11-12.okt´13 |
|
Upplýsingar um þjálfararáðstefnu lagðar fram. Fram kom að ráðstefnan færi fram 11-12. október nk. þar sem fyrri dagurinn er fyrir þjálfara félaga í Sveitarfélaginu Árborg en seinni dagurinn er opinn öllum. |
||
|
||
8. |
1301075 - Bæjar- og menningarhátíðir 2013 |
|
Skýrslur frá hátíðarhöldurum sem fá styrk frá sveitarfélaginu lagðar fram. Enn vantar nokkrar skýrslur og er starfsmanni nefndarinnar falið að kalla eftir þeim. Nefndin þakkar þeim hátíðarhöldurum sem hafa staðið að hátíðum í sveitarfélaginu það sem af er ári. |
||
|
||
9. |
1307169 - Beiðni um aðstöðu fyrir BKS og Postula |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Kjartan Björnsson |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Þorlákur H Helgason |
|
Björn Harðarson |
Þorsteinn Magnússon |
|
Bragi Bjarnason |