9.4.2015
9. fundur íþrótta- og menningarnefndar
9. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 24. mars 2015 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:45.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista,
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista,
Anton Örn Eggertsson, varamaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1.
1503037 - Vor í Árborg 2015
Farið yfir drög að dagskrá fyrir Vor í Árborg. Nokkrir dagskrárliðir komnir á blað og fjölmargir sem eiga eftir að bætast við en reikna má með sambærilegum fjölda viðburða í ár líkt og undanfarin ár. Dagskráin ætti að liggja fyrir um 10. apríl og fer þá í kynningu og dreifingu.
Samþykkt samhljóða.
2.
1502067 - Bæjar- og menningarhátíðir 2015
Opinn fundur um bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg með hátíðarhöldurum og öðrum áhugasömum. Góðar umræður um hátíðarnar og aðkomu sveitarfélagsins að þeim. Nýjar hátíðir munu líta dagsins ljós þetta árið og ein sem dettur út. Líflegar umræður og greinilegt að mikið verður í gangi í Sveitarfélaginu Árborg árið 2015.
Erindi til kynningar
3.
1407119 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss frá 2014
Nefndin hóf fundinn með skoðunarferð um nýbyggingu Sundhallar Selfoss. Fram kom að framkvæmdir gangi vel en verktakinn hefur einnig hafið framkvæmdir í eldri hluta sundhallarinnar þar sem gömlu búningsklefarnir og afgreiðslan voru.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 21:16
Kjartan Björnsson
Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir
Estelle Burgel
Anton Örn Eggertsson
Bragi Bjarnason