Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.3.2012

9. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

9. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn föstudaginn 2. mars 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 12:00.

 

Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður D-lista,
Erling Rúnar Huldarsson, nefndarmaður S-lista,
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.

 

Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.  1202319 - Umsókn um fjárveitingu til reksturs og uppbyggingar mótorkrossbrautar
 Lögð fram gögn frá mótorcrossdeild Umf. Selfoss. Deildin óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu  og rekstur mótorcrossbrautarinnar í Hrísmýri. ÍTÁ lýsir yfir stuðningi við óskir deildarinnar og leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga sem fyrst. Samþykkt samhljóða. 
   
2.  1110074 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Árborg
 Menningar- og frístundafulltrúi upplýsir um stöðu mála varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Árborg. Fram kom að vinna við búningsklefa á Selfossvelli sé í gangi og vonandi verði hægt að bjóða verkið út sem fyrst. Á árinu 2012 verður einnig skipt um þak á íþróttahúsinu á Stokkseyri sem og mögulega gólfefni í íþróttahúsi Vallaskóla en verið er að vinna í því máli með íþróttahreyfingunni.
   
3.  1202385 - 10 ára rekstraráætlun Golfklúbb Selfoss
 Lagt fram til kynningar. Forsvarsmenn Golfklúbbs Selfoss eru í viðræðum við sveitarfélagið um framtíðarmarkmið klúbbsins og vonar ÍTÁ að þær skili sér í að rekstur golfklúbbsins verði tryggur því að góður golfvöllur er mikil bæjarprýði.
   
4.  1202401 - Stofnun Torfæruklúbbs Suðurlands
 Lagt fram til kynningar. ÍTÁ óskar Torfæruklúbbi Suðurlands til hamingju og óskar félaginu velfarnaðar í sínu starfi.
   
5.  1202276 - Íslandsmót skákfélaga 2012
 Fram kom að Íslandsmótið í skák verður haldið í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands 2. og 3. mars. Um 360 keppendur eru skráðir til leiks og er þetta því eitt af stærstu Íslandsmótunum í skák sem hafa verið haldin.
   
6.  1202386 - Þjóðarsáttmáli gegn einelti
 Lagt fram til kynningar. ÍTÁ tekur undir mikilvægi þess að vel sé staðið að eineltismálum enda er aldrei í lagi að leggja einhvern í einelti. ÍTÁ leggur ríka áherslu á að foreldrar og forráðamenn upplýsi börnin sín um mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti.
 
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 13:00

 

Grímur Arnarson  
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson  
Bragi Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica