9. fundur menningarnefndar
9. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 19. apríl 2011 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:45
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður, D-lista,
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason. íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð
Dagskrá:
1. 1104112 - Styrkbeiðni - Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 2011
Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að hátíðin fái sambærilegan styrk og aðrar helgarhátíðir í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.
2. 1104111 - Styrkbeiðni - Delludagar 2011
Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að hátíðin fái sambærilegan styrk og aðrar dagshátíðir í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.
3. 1104208 - Menningarviðurkenning Árborgar 2011
Menningarnefndin ræddi nokkra möguleika um útnefningu og komst að sameiginlegri niðurstöðu fyrir árið 2011. Viðurkenningin verður afhent á opnunarhátíð Vors í Árborg föstudaginn 13.maí nk. á Hótel Selfoss. Samþykkt samhljóða.
4. 1010077 - Vor í Árborg 2011
Áður á dagskrá á 8.fundi nefndarinnar
Farið yfir dagskrárdrög fyrir hátíðina. Margar hugmyndir reifaðar. Nefndin felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að ganga frá skipulagningu hátíðardagskrár á föstudagskvöldinu og öðrum þáttum tengd hátíðinni. Nefndin hvetur íbúa og gesti sveitarfélagsins til að taka þátt í hátíðarhöldunum og sameinast um að gera hátíðina sem veglegasta. Samþykkt samhljóða.
5. 1104063 - Umsóknir til menningarráðs 2011
Listi yfir umsóknir í menningarráð fyrir árið 2011 lagður fram. Fram kom að umsóknir eru fjórar talsins. Nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Guðrún Halla Jónsdóttir
Bragi Bjarnason