Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.4.2015

9. fundur skipulags- og byggingarnefndar

9. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. apríl 2015  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-listi, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður. Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá umsóknir um lóðir að Dranghólum 4 og 6 og beiðni um grenndarkynningu vegna Birkivalla 7 og 9. Var það samþykkt. Dagskrá:  Samþykktir byggingarfulltrúa 1. 1503013F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 5 1.1. - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnslögn. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg Samþykkt. 1.2. 1503074 - Umsókn um breytt innra skipulag og breytt nýtingu á annarri hæð að Austurvegi 35, Selfossi. Umsækjandi: Austurvegur 33-35 ehf Samþykkt 1.3. 1411132 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir sólskála að Sóltúni 26, Selfossi. Umsækjandi: Júlíus Einarsson Erindið hefur verið grenndarkynnt, engar athugasemdir hafa borist. Óskað er eftir fullnægjandi teikningum. 1.4. 1503261 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við kennsluhús Hamars að Tryggvagötu 25(FSu) Selfossi. Umsækjandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið og aðstandandi sveitarfélög FSu Samþykkt. 1.5. 1503298 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki. Umsækjandi: Sigríður Jónsdóttir Samþykkt. 1.6. 1503299 - Umsókn um svæði austan við hesthús á Stokkseyri. Umsækjandi: Hagsmunafélag hestaeigenda á Stokkseyri Lagt er til við nefndina að erindið verði samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta landinu til félagsins. 1.7. 1503274 - Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I að Jórutúni 6, Selfossi. Umsækjandi: River Apartments Jákvæð umsögn. 1.8. 1503227 - Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs veitingarstaðar í flokki I í Olís að Arnbergi, Selfossi. Umsækjandi: Olísverzlun Íslands Jákvæð umsögn. 1.9. 1503297 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhúsi til flutnings að Eyravegi 31. Umsækjandi: Súperbygg ehf. Samþykkt til sex mánaða. 1.10. 1504002 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Hraunhellu 6 Selfossi. Umsækjandi: Valur Stefánsson Samþykkt frá 30.04.2015 til 08.06.2015. Erindi til kynningar 2. 1103050 - Miðbæjarskipulag Eyrarbkka kynningafundur á Stað Farið var yfir tillögur sem verða kynntar á fundi á Stað, Eyrarbakka. Almenn afgreiðslumál 3. 1503066 - Fyrirspurn um endurbyggingu á bílskúr að Víðivöllum 5, Selfossi. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum og samþykki meðeiganda. 4. 1503067 - Breyting á lóðakipulagi Heiðmörk 2 og 2a Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á breytingu á lóðarskipulagi að Heiðmörk 2 og 2a. 5. 1503073 - Fyrirspurn um breytingu á lóð að Melhólar 2-6 og 8-12 Selfossi. Nefndin samþykkir að grendarkynna erindið. 6. 1503193 - Framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á jarðstrengjum í Smáratúni Selfossi. Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfi verði gefið út. 7. 1503236 - Óskað er eftir nafnabreytingu á Hofi landnr 197185 í Kakkarhjáleigu. Nefndin samþykkir erindið af sinni hálfu. 8. 1503307 - Umsókn um lóðinna Gagnheiði 63 Selfossi Byggingarfulltrúa og formanni nefndar fallið að ræða við umsækjandann. 9. 1503296 - Umsókn um lóðinna Eyrargötu 13 Eyrarbakka. Afgreiðslu frestað. 10. 1503168 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagfæringu á vegi og aðveitulögnum að Geitanesi. Samþykkt. 11. 1504003 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við eitt af smáhýsum Gesthúsa Byggingarfulltrúa og formanni falið að ræða við fyrirspyrjendur. 12. 1503317 - Land til útleigu Vatnsdalstún 165829 Dregið var úr jafngildum umsóknum, landið kemur í hlut Dorothee Lubecki. 13. 1503318 - Land til útleigu Vaðnes 166169 Samþykkt að úthluta landinu til Braga Andréssonar. 14. 1503316 - Land til útleigu Kaðlastaðatún 223110 Dregið var úr jafngildum umsóknum, landið kemur í hlut Stefáns M Jónssonar. Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. 15. 1503315 - Land til útleigu Kaðlastaðatún 165818 Dregið var úr jafngildum umsóknum, landið kemur í hlut Skúla Æ. Steinssonar 16. 1503075 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Gráhellu Selfossi. Nefndin legur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst 17. 1503158 - Fulltrúar Sigtúns Þróunarfélags ehf koma inná fundinn v/hugmynda um skipulag í miðbæ Selfoss Leó Árnason og Grímur Sigurðsson komu inná fundinn og kynntu hugmyndir að skipulagi í miðbæ Selfoss. 18. 1504018 - Lóðarumsókn Dranghólar 6. Umsækjandi: BS-verk ehf Samþykkt 19. 1504017 - Lóðarumsókn Dranghólar 4. Umsækjandi: BS-verk ehf Samþykkt 20. 1502237 - Beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum Birkivellir 7. Umsækjandi: Bjarki R. Kristjánsson og Erna Karen Óskarsdóttir Samþykkt að grenndarkynna erindið 21. 1502238 - Beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum Birkivöllium 9. Umsækjandi: Bjarki R. Kristjánsson og Erna Karen Óskarsdóttir Samþykkt að grenndarkynna erindið   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:30 Ásta Stefánsdóttir Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson Guðlaug Einarsdóttir Ragnar Geir Brynjólfsson Bárður Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica