Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.11.2018

9. fundur skipulags- og byggingarnefndar

9. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður, Á-lista Guðrún Jóhannsdóttir, nefndarmaður, M-lista Sigurður Þorvarðarson, nefndarmaður, S-lista Ari B. Thorarensen, nefndarmaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi  Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá erindi um deiliskipulagsbreytingu við Larsenstræti. Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1711075 - Deiliskipulagsbreyting að Eyravegi 34-38 Selfossi.
  Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
     
2.   1811120 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi á lóðunum við Eyraveg 31, 33 og 35 Selfossi. Umsækjandi: Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd lóðarhafa.
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
     
3.   1811138 - Ósk um landskipti úr jörðinni Votmúla 1, Sandvíkurhreppi. Umsækjandi: Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd landeiganda
  Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um landskiptin.
     
4.   1811139 - Ósk um gerð deiliskipulags af landi Vattar og Vattar II, Sandvíkurhreppi. Umsækjandi: Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd landeiganda
  Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að rýna deiliskipulagstillöguna.
     
5.   1811021 - Umsókn um lóð í Hagalandi fyrir Kaþólsku kirkjuna
  Skipulags- og byggingarnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til frekari afgreiðslu. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.
     
6.   1811085 - Umsókn um lóðina að Larsenstræti 8, Selfossi. Umsækjandi: Sólning ehf.
  Frestað.
     
7.   1811147 - Umsókn um graftrarleyfi að Larsenstræti 8, Selfossi. Umsækjandi: Sólning ehf.
  Frestað.
     
8.   1811045 - Umsókn um lóðina að Heiðarbrún 8a, Stokkseyri. Umsækjandi: Dariusz Wludarski
  Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um lóðina.
     
9.   1811128 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi að Sandgerði 4, Stokkseyri. Umsækjandi: Guðlaug E. Guðveigsdóttir
  Hafnað.
     
10.   1811155 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi við Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka. Umsækjandi: Byggðasafn Árnesinga
  Samþykkt að veita stöðuleyfi til 6 mánaða.
     
11.   1811141 - Fyrirspurn til byggingarnefndar vegna bygginga á Kirkjuvegi 8a og b. Fyrirspyrjandi: Baldur Eiðsson
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
     
12.   1808156 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breytinga á innkeyrslum að Starmóa 14 og 16, Selfossi
  Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
     
13.   1811156 - Ósk um nafnbreytingu að Byggðarhorni 48, Sandvíkurhreppi. Umsækjandi: María Maronsdóttir
  Nefndin samþykkir nafnabreytinguna fyrir sitt leyti.
     
14.   1811003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa
  14.1   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Urriðalæk 23, Selfossi. Umsækjandi: Eiríkur S. Arndal
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.2   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Urriðalæk 1-5 Selfossi. Umsækjandi: Lagsarnir ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.3   - Umsókn um byggingarleyfi fyrr raðhúsi að Þúfulæk 1-5, Selfossi. Umsækjandi: Byggbræður ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.4   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Mýrarlandi 14, Selfossi. Umsækjandi: Hátak ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.5   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Vörðulandi 5, Selfossi. Umsækjandi: Hátak ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.6   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Sílalæk 1-3, Selfossi. Umsækjandi: BF-verk ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.7   - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Urðarmóa 8, Selfossi. Umsækjandi: Seve Ehituse AS
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  14.8   - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Tryggvagötu 4a, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
  14.9   - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Austurvegi 28, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
   
 
  14.10   - Umsókn um framkvæmdaleyfi til niðurrifs að Kirkjuvegi 18, Selfossi. Umsækjandi: Kappar ehf.
 
  Niðurstaða afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
  Samþykkt.
   
 
     
15.   1811174 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Larsenstræti
  Lagt er til við bæjarráð að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Larsenstræti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla umsagnar Skipulagsstofnunar varðandi skilmála deiliskipulagssvæðisins.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:00  
Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Guðrún Jóhannsdóttir
Sigurður Þorvarðarson   Ari B. Thorarensen
Magnús Gíslason   Ástgeir Rúnar Sigmarsson
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica