Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.5.2008

91. fundur bæjarráðs

91. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. maí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka tillögu til afgreiðslu undir 13. lið.
Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar:

1. 0801155 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
108.fundur haldinn 22.apríl


Fundargerðin lögð fram.

2. 0801091 - Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands
104.fundur haldinn 21.apríl


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

3. 0804163 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - 800 Bar

Afgreiðslu erindisins er frestað þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.

4. 0804159 - Stefnumótunarvinna Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
Beiðni um að velja fulltrúa Árborgar á stefnumótunarfund 14.maí n.k.


Lagt var til að Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, yrði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Var það samþykkt samhljóða.

5. 0804158 - Beiðni um umsögn - tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í Fjölskyldumiðstöð.

6. 0704121 - Vinnuhópur um stofnun ungmennaráðs Árborgar
Listi yfir fulltrúa


Bæjarráð þakkar fyrir og staðfestir tilnefningar í hópinn.

7. 0805012 - Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um að tveir starfsmenn sæki leiðbeinendanámskeið Blátt áfram! "Verndari barna"

Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð samþykkir að senda tvo starfsmenn frá fjölskyldumiðstöð á leiðbeinendanámskeiðið ,,Verndari barna" hjá Blátt áfram - sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Í framhaldi fái allir starfsmenn bæjarfélagsins sem vinna með börnum, fræðslu um hvernig skuli bregðast við kynferðislegri misnotkun gegn börnum eða fylgja eftir gruni um slíkt ofbeldi. Námskeiðið er 10. maí og kostnaður er 98.000,-

Greinagerð:

Á vef Blátt áfram (blattafram.is) segir: ,,Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð."

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er árlega gert ráð fyrir fjármunum til sí- og endurmenntunar starfsmanna. Það er hlutverk stjórnenda, eftir atvikum í samráði við starfsmenn, að taka ákvarðanir um hvaða námskeið/ráðstefnur og/eða önnur tilboð um sí- og endurmenntun er sótt af starfsmönnum og hvenær. Bæjarráð mun ekki hlutast til um einstök námskeið eða önnur tilboð um sí- og endurmenntun meðal starfsmanna sveitarfélagsins.


8. 0706110 - Tillaga að samningi við UMFS 2008 - 2011

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Kostnaðarauki verði færður á liðinn óráðstafað.

9. 0805017 - Tillaga að samningi um rekstur íþróttavallarsvæðis við Engjaveg

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Kostnaðarauki verði færður á liðinn óráðstafað.

10. 0801009 - Tillaga að samningi við Fimleikaakademíu FSu og Umf. Selfoss

Bæjarráð felur formanni íþrótta- og tómstundanefndar að undirrita samninginn. Kostnaðarauki verði færður á liðinn óráðstafað.

11. 0805018 - Tillaga að samningi um handboltaakademíu 2008-2010

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Kostnaðarauki verði færður á liðinn óráðstafað.

12. 0803088 - Ársreikningur 2007


Samþykkt að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Erindi til kynningar

13.  0704151 - Almenningssamgöngur - staða mála

Lagt fram minnisblað frá bæjarritara um stöðu mála í viðræðum um almenningssamgöngur milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra í samvinnu við bæjarstjóra Hveragerðis að sækja nú þegar um einkaleyfi á rekstri almenningssamgangna milli Reykjavíkur, Hveragerðis og Árborgar enda liggi þá fyrir vilji bæjarstjórnar Hveragerðis um hið sama.
Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að sækja um einkaleyfi á rekstri almenningssamgangna á leiðinni Selfoss-Eyrarbakki-Stokkseyri.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Í minnisblaði bæjarritara er talið að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna einkaleyfis á leiðinni Selfoss- Hveragerði - Reykjavík verði 15-30 milljónir, mikilvægt er að útgjöldin verði ekki meiri en áætlað er, enda er hlutur Árborgar hár í verkefninu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:45.

Þorvaldur Guðmundsson

 

Jón Hjartarson

Eyþór Arnalds

 

 

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica