Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.4.2012

91. fundur bæjarráðs

91. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, varamaður, bæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð

Dagskrá: 

1.

1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

32. fundur haldinn 4. apríl

 

-liður 4, mál nr. 1202372, flutningur á trjám úr Hellisskógi, bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1201021 - Fundargerð fræðslunefndar

 

20. fundur haldinn 12. apríl

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1201024 - Fundargerð skipulags- og bygginganefndar

 

23. fundur haldinn 17. apríl

 

-liður 7, 1204044 fyrirspurn um að sameina lóðir að Austurvegi 60 og 60a, bæjarráð samþykkir að götureiturinn milli Rauðholts og Langholts, sunnan Austurvegar, verði deiliskipulagður svo fljótt sem verða má í samráði við lóðareigendur.

-liður 14, 1204048, deiliskipulag Strandgötu að vestan, Hásteinsvegi að austan, bæjarráð samþykkir að svæðið verði deiliskipulagt.

Fundargerðin staðfest.

 

   

4.

1201023 - Fundargerð menningarnefndar

 

16. fundur haldinn 20. apríl

 

-liður 2, styrkbeiðni, endurvakning Óháðrar listahátíðar á Selfossi sumarið 2012, lagt var til að bæjarráð samþykki styrk til verkfnisins að fjárhæð kr. 600.000. Fjárveitingin verði tekin af liðnum 21-490. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, Eggert Valur Guðmundson, S-lista, sat hjá.

-liður 5, 1204163, styrkbeiðni vegna "Söguferða um þorpin", bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundargerðin staðfest.

 

   

5.

1202236 - Fundargerð stjórnar SASS

 

455. fundur haldinn 13. apríl

 

Lagt fram.

 

   

6.

1203112 - Fundargerð stjórnar Sandvíkurseturs ehf

 

4. fundur haldinn 18. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

7.

1203094 - Umsókn um styrk - greiðsla fasteignaskatts á húsnæði Árnesingadeildar Rauða kross Íslands

 

Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu vegna áranna 2011 og 2012. Bæjarráð vísar endurskoðun á afsláttarreglum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.

 

   

8.

1204125 - Bílastæðamál við leikskólann Jötunheima, erindi frá foreldrafélagi Jötunheima

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa til skoðunar. Minnisblað verði lagt fyrir bæjarráð.

 

   

9.

1203163 - Unglingavinna og atvinna ungs fólks

 

Bæjarráð samþykkir að ráðast í atvinnuátaksverkefni fyrir 17-20 ára ungmenni, heimilað verði að ráða 10 ungmenni og einn verkstjóra. Kostnaðaráætlun er kr. 6.600.000 með efniskostnaði.

 

   

10.

1204093 - Atvinnuskapandi verkefni í Árborg, erindi Héraðsskjalasafns Árnesinga

 

Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaður kr. 2.641.540,- færist á lið 21-490.

 

   

11.

1204136 - Atvinnuátak skógræktarfélaga og sveitarfélaga 2012

 

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

 

   

12.

1203220 - Átaksverkefni Vinnumálastofnunar sumarið 2012

 

Bæjarráð heimilar að ráðnir verði 10 starfsmenn í samræmi við afgreiðslu Vinnumálastofnunar á umsókn sveitarfélagsins um sumarstörf námsmanna og atvinnuleitenda. Áætlaður kostnaður er 3 mkr.

 

   

13.

1204053 - Endurbætur á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

 

Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð fagnar framkomnum áformum um nauðsynlegar endurbætur á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru varðandi húsnæði af þessu tagi fyrir landið í heild, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við 1. áfanga hefjist haustið 2012. Sveitarfélagið mun styðja við bakið á þessum framkvæmdum varðandi skipulags- og byggingarmál eins og kostur er. Bæjarráð hvetur þingmenn til að tryggja að þessi áform gangi fram snuðrulaust.

 

   

14.

1012096 - Útboð á sorphirðu 2011 - 2012

 

 
 

Bæjarráð samþykkir að tekið verði tilboði Íslenska gámafélagsins í sorphirðu og þjónustu við gámasvæði.

Bæjarráð fagnar niðurstöðu útboðs, en áætlaður sparnaður af óbreyttri þjónustu er um 16 mkr. á ári.

 

   

15.

1203043 - Beiðni um endurskoðun á verksamningi um byggingu dælustöðvar

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að funda með forsvarmanni Vörðufells.

 

   

16.

1110035 - Útboð á lokafrágangi stúku

 

Niðurstaða tilboða var lögð fram til kynningar.

 

   

17.

1111029 - Umsögn - áfanga- og verkáætlun fyrir vatnaáætlun 2011-2015

 

Bæjarráð vísar erindinu til tækni- og veitustjóra.

 

   

18.

1204139 - Hjólað í vinnuna 2012

 

Bæjarráð hvetur starfsmenn og íbúa til að taka þátt í verkefninu hjólað í vinnuna.

 

   

19.

1204003 - Umsögn SASS um frumvarp til laga um veiðigjöld, heildarlög

 

Lagt fram.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00. 

Eyþór Arnalds

 

Ari B. Thorarensen

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica