Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.1.2006

92. fundur skipulags- og byggingarnefndar

 

92. fundur var haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar þriðjudaginn 10. janúar 2006  kl. 17:00 á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mætt:             
Guðmundur Kr. Jónsson, formaður byggingarnefndar
Kristinn Hermannsson
Torfi Áskelsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Björn Gíslason
Sigurður Sigurjónsson bæjarlögmaður
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Kjartan Sigurbjartsson, ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. Úrdráttur lóðarumsókna – Eyrargata 39 Eyrarbakka.
Fulltrúi sýslumanns Gunnar Jónsson var viðstaddur úrdráttinn.

 

Umsækjandi nr.670 Guðjón Guðmundsson og Ingigerður Ingimarsdóttir.
Til vara var dregin umsækjandi nr. 671 Ólafur Ragnarsson og Ásrún Jónsdóttir.
Lóðinni verður úthlutað á næsta fundi nefndarinnar standist umsækjendur kröfur úthlutunarreglna.

 

2.  Mnr. 2002020041
Tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2005-2025. Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni.

 

Skipulags- og byggingarnefnd hefur fjallað um tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2005-2025 einnig hefur nefndin fjallað um framkomnar athugasemdir við tillöguna.  Alls bárust 382 bréf með athugasemdum og ábendingum.  Fyrir fundinum liggja tillögur að svörum við athugasemdum og breytingar á uppdráttum og greinargerð þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda að hluta. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögur að svörum og að breytingum á uppdráttum og greinargerð.

 

Björn Gíslason lagði fram bókun,

 

Undirritaður lagði fram athugasemdir frá íbúum á Eyrarbakka vegna aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Árborgar sem kynnt var.

 

Eftir að hafa kynnt mér framkomnar breytingar sem lagðar voru fram á fundinum frá aðalskipulagshöfundum tel ég að komið sé þó nokkuð á móts við framkomnar athugasemdir íbúa.

 

Að öðru leyti gagnrýni ég vinnubrögðin varðandi aðalskipulagsgerðina, en skipulags – og byggingarnefnd ber ábyrgð á vinnuferlinu í umboði bæjarstjórnar.  Nefndarmenn hafa verið sniðgengnir við undirbúning skipulagsgerðarinnar og hafa litla sem enga aðkomu að vinnuferlinu fyrr en í lokin og þá í tímaþröng.

 

3. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt   

 

a. Mnr. 0512016
Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Bæjartröð 3 Selfossi.
Umsækjandi: Eiður Ingi Sigurðarson  kt: 130170-4559  Furugrund 17 Selfossi

 

b. Reyndarteikningar af Bræðratungu á Stokkseyri (skráð í FMR).
Umsækjandi:    Dvergsmíð ehf kt: 571002-3530   Hringbraut 119 íb. 417, 107 Rvk.

 

c.  Mnr. 0512047
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Kjarrhólum 6 Selfossi.
Umsækjandi: Baldur Pálsson  kt: 220868-5839  Baugstjörn 11 Selfossi

 

d.  Mnr. 0512031
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Kjarrhólum 18 Selfossi.
Umsækjandi:    Sigurður Svanur Pálsson kt: 110882-3439Fögrumýri 9 Selfossi

 

e.  Mnr. 0601034
Sótt um staðbundna löggildingu sem húsasmíðameistari hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Umsækjandi:    Elías Hafsteinsson  kt: 160457-4309  Eyjahrauni 27, 815 Þorlákshöfn

 

f.  Mnr. 0601035
Sótt um staðbundna löggildingu sem húsasmíðameistari hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Umsækjandi:    Haraldur Skarphéðinsson   kt: 030963-5559  Hörðuvöllum 2 Selfossi

 

g.  Mnr. 0511092
Umsókn um leyfi til að innrétta fataverslun í rými 0101 að Eyravegi 2 Selfossi.
Umsækjandi:    3G. Fasteignir ehf  kt: 691289-3039  Höfðabakka 9, 110 Rvk.

 

h.  Mnr. 0511042
Umsókn um byggingarleyfi fyrir gervigrasvelli og tilheyrandi mannvirkum að Engjavegi 50-54 Selfossi.
Umsækjandi:    Sveitarfélagið Árborg  kt: 650598-2029  Austurvegi 67 Selfossi

 

Listi lagður fram til kynningar.

 

4.  Mnr. 0601027
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála er varðar starfsemi að    Eyrarvegi 3, Selfossi.

 

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um leyfi fyrir breyttri notkun á hluta húsnæðisins í samræmi við 11. gr.  byggingarreglugerðar nr. 441/1998. 

 

Umsókn skal fylgja samþykki meðeigenda, sbr. lög um fjöleignarhús.

 

Starfsemin er ekki heimil fyrr en leyfi nefndarinnar liggur fyrir.

 

5.  Mnr. 0512079
Umsókn um breytta notkun að Austurvegi 44 Selfossi, breyta teiknistofu í íbúð.
Umsækjandi: Sigfús Kristinsson  kt: 270532-3069  Bankavegi 5 Selfossi

 

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi teikningum sem uppfylla ákvæði gildandi byggingarreglugerðar.

 

6. Mnr. 0512071
Erindi frá Birni Inga Bjarnasyni og Jóni Jónssyni þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við Skipulags- og byggingarnefnd vegna möguleika á byggingu fjölbýlishúss vestan Kaðlastaða á Stokkseyri.

 

Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða erindið við bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs.

 

7.  Mnr. 0510073
Erindi frá Hákoni Páli Gunnlaugssyni f.h. Selásbygginga ehf þar sem óskað er eftir því að riftun lóðaúthlutunar að Tjaldhólum 40-42 verði afturkölluð.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita lóðarhafa frest fram á næsta fund nefndarinnar eða 24. janúar nk.     

 

8.  Mnr. 0506115
Erindi frá R.B. Stefánsson ehf þar sem óskað er eftir því að riftun lóðaúthlutunar að Tjaldhólum 12 verði afturkölluð.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita lóðarhafa frest fram á næsta fund nefndarinnar eða 24. janúar nk.

 

9. Mnr. 0412021
Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðar úr landi Lækjarmóta þ.e. Lækjarmót lóð.  Lagt fram minnisblað frá Lögmönnum Suðurlandi v/athugasemdar sem barst við tillögu.

 

Með bréfi dagsettu 2. maí 2005, voru gerðar athugasemdir við mörk jarðarinnar Fossmúla (áður Votmúla II) og Lækjarmóta og Gráhellu. Þá var gerð krafa um að landamerki yrðu færð í rétt horf samkvæmt þinglýsingarbók. Ekki voru gerðar athugasemdir við deiliskipulagið að öðru leyti.

 

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að uppi er ágreiningur um hvar draga skuli framangreind merki.

 

Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki verður leyst úr framangreindum ágreiningi, um landamerki, í þeirri málsmeðferð sem fylgir afgreiðslu deiliskipulags fyrir lóð úr landi Lækjarmóta.  Þá bendir Skipulags- og byggingarnefnd á að því síður hefur nefndin heimild til að draga þau merki svo bindandi sé.

 

Þá er aðilum bent á að hentugt getur verið að vekja athygli sýslumanns á því að merkjagerð, merkjaskrá og viðhald framangreindra merkja sé ekki fylgt, sbr. 6. gr. laga um landamerki nr. 41/1919.  Þá er það von Skipulags- og byggingarnefndar að sýslumaður muni leita sátta um þann ágreining sem uppi er um framangreind landamerki.

 

Með framangreint að leiðarstjörnu samþykkir skipulags- og byggingarnefnd tillögu þessa að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Lækjarmóta.

 

10.   Mnr. 0312014
Tillaga að breytingu deiliskipulags við Hulduhól á Eyrarbakka.  Tillagan er til afgreiðslu frá nefndinni.

 

Lagt til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

 

11. Mnr. 0601001
Tillaga að breytingu deiliskipulags í Hrísmýri Selfossi. Tillagan er til afgreiðslu frá nefndinni.

 

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi teikningum.

 

12. Mnr. 0601019
Sótt um lóð fyrir athafnarsvæði að Eyrarbraut 37 Stokkseyri.
Umsækjandi: Finnsk Bjálkahús ehf  kt: 510299-2489   Eyrarbraut 29 Stokkseyri

 

Afgreiðslu frestað.

 

13.  Mnr. 0511005
Sótt um einbýlishúsalóðina Túngötu 9 Eyrarbakka.
Umsækjendur: Gísli R. Kristjánsson  kt: 200972-3769
                        Sólveig H. Gunnarsdóttir   kt: 171273-5959  Þykkvaflöt 4 Eyrarbakka

 

Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.

 

14. Önnur mál.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:22

 

Guðmundur Kr. Jónsson                                          
Bárður Guðmundsson
Kristinn Hermannsson                                             
Torfi Áskelsson          
Ármann Ingi Sigurðsson                                           
Björn Gíslason
Sigurður Sigurjónsson                                              
Kjartan Sigurbjartsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica