Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.5.2008

92. fundur bæjarráðs


92. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 15. maí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 8. maí 2008.


-liður 7, 0611068, tillaga að breyttu deiliskipulagi að Árbakka í landi Laugardæla, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst með þeirri breytingu sem skipulags- og byggingarnefnd leggur til.
Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

2. 0802009 - Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
274.fundur haldinn 28.mars
275.fundur haldinn 4.apríl


Lagt fram.

Almenn erindi

3. 0805013 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, endurnýjun - Við fjöruborðið

Afgreiðslu erindisins er frestað þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.

4. 0805039 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Gallerý Gónhóll

Afgreiðslu erindisins er frestað þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.

5. 0805025 - Beiðni Kvenfélags Selfoss um ókeypis aðgang að Sundhöll Selfoss fyrir þátttakendur í kvennahlaupi ÍSÍ

Bæjarráð samþykkir erindið.

6. 0804173 - Styrkbeiðni - alþjóðaráðstefna á Selfossi European Youth Heart Study Symposium

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

15.05.20087. 0801043 - Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 90. fundi um menningarstyrki.

Lagt var fram svohljóðandi svar:
Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista frá 90.fundi bæjarráðs vegna málsnr.0801184 menningarstyrkir, úthlutun 2008. Hvaða sjö umsóknum var hafnað og hvers vegna voru styrkir til hópa vegna Vors í Árborg ekki teknir af fjármagni sem merkt er hátíðinni?

Úthlutun menningarstyrkja vorið 2008 var með eftirfarandi hætti:

Fengu úthlutað:
Hélène M. Dupont - Eyrún Óskarsd.
Karlakór Selfoss  
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands  
Leikfélag Selfoss  
Lúðrasveit Selfoss
Minjaverndarsjóður knattsp.deildar
Ólafur Þórarinsson 
Selurinn, fræðslu- og tómst.kl. Fatlaðra
Umf. Eyrarbakka 
Ungskáldahópurinn  
Yngri og eldri barnakór Selfosskirkju  
Upphæð sem sótt var um:
 50.000               180.000
100.000               600.000
 50.000               150.000  
 50.000              250.000
250.000              250.000
200.000              300.000
200.000              200.000
 50.000               250.000
 50.000               150.000
 50.000               400.000
 50.000               200.000

Fengu ekki að þessu sinni:
Nemendafél. Fjölbrautaskóla Suðurlands  
Kirkjukór Selfoss   
Kór Vallaskóla   
Kolbrún Hulda Tryggvadóttir  
Gísli Einar Ragnarsson
Stórsveit Suðurlands  
Miklos Dalmay 
Héraðssambandið Skarphéðinn 
Regína Guðjónsdóttir  

Upphæð sem sótt var um:
Ekki tilgr.
Ekki tilgr.
270.000
200.000
200.000
300.000
685.000
300.000
500.000
                   5.385.000

Fjölmargir þeirra listamanna sem tekið hafa þátt í afmælis- og menningarhátíðinni "Vor í Árborg" hafa fengið styrki frá sveitarfélaginu í gegnum tíðina, sumir núna og aðrir áður. Það að einhverjir þeirra listamanna sem þátt taka í Vorinu 2008 hafi fengið úthlutun menningarstyrks að þessu sinni rýrir síður en svo gildi þessara styrkja enda nær listsköpun þessa fólks yfir lengri tíma en hátíðin spannar. Sem dæmi má nefna hafa hljómsveitin Sirkus og sönghópurinn Langjökull sem taka þátt í Vorinu fengið menningarstyrki frá sveitarfélaginu.

Erindi til kynningar

8.  0805026 - Beiðni umhverfisráðuneytisins um umsögn um stjórnsýslukæru Hildar Hákonardóttur og Þórs Vigfússonar vegna útgáfu starfsleyfis Flugklúbbs Selfoss

Bæjarráð felur bæjarritara að senda ráðuneytinu umsögn.

9. 0805032 - Erindi frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu um Dag barnsins 25. maí 2008

Bæjarráð vísar erindinu til Fjölskyldumiðstöðvar.

10. 0805049 - Áskorun af aðalfundi FOSS 2008 um álagsgreiðslur til viðbótar við umsamin laun

Lagt fram.

Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi D-lista þakkar ábendingar FOSS. Starfsmenn Árborgar hafa þurft að þola talsvert álag vegna breytinga í bæjarstjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu sem leitt hafa til þess að þrír bæjarstjórar hafa verið á launum að hluta síðustu tvö ár, en þessar hræringar hafa valdið óvissu. Þá hefur starfsmannavelta verið umtalsverð hjá lykilstarfsmönnum að undanförnu sem einnig eykur álag starfsfólksins.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:30.

Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica