Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.5.2012

92. fundur bæjarráðs


92. fundur
bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 3. maí 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Andrés Rúnar Ingason, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá samstarf við SASS um Árborgarstrætó. Var það samþykkt samhljóða.  

Dagskrá: 

1.

1201019 - Fundargerð félagsmálanefndar

 

16. fundur haldinn 17. apríl

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1201023 - Fundargerð menningarnefndar

 

17. fundur haldinn 24. apríl

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

3.

1202309 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka

 

8. fundur haldinn 19. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1201004 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

 

214. fundur haldinn 16. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

5.

1204187 - Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga

 

10. fundur haldinn 24. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

6.

1204192 - Fundargerðir hverfisráða Árborgar 2012

 

Fundur fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa hverfisráða haldinn 24. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

7.

1204158 - Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf

 

haldinn 26. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

8.

1204157 - Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf

 

haldinn 26. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

9.

1204156 - Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf

 

haldinn 26. apríl

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

10.

1202003 - Tillaga um útfærslu á niðurgreiðslum á strætókortum fyrir námsmenn

 

Bæjarráð samþykkir að námsmenn með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg, sem skráðir eru í nám við háskóla eða framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, fái 15% afslátt af fargjöldum með strætó, kaupi þeir persónubundin íbúakort. Niðurgreiðslurnar hefjist í ágúst 2012. Áætlaður kostnaður er um 800.000 kr. á ári sem samþykkist sem viðauki við fjárhagsáætlun.

 

   

11.

1201153 - Skýrsla um atvinnumálafund á Hótel Selfossi

 

Lögð var fram skýrsla um niðurstöður úr greiningu á styrkleikum og veikleikum atvinnulífsins í Árborg. Stefnt er að vinnufundi bæjarfulltrúa til að vinna úr niðurstöðum. Bæjarráð þakkar Atvinnuþróunarfélaginu og þeim fjölmörgu þátttakendum sem að málinu komu.

 

   

12.

0905097 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir matsöluvagn, Grænt og grillað

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.

 

   

13.

1204186 - Ljósleiðarakerfi á Selfossi, erindi frá Sigþóri Constantin

 

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá Mílu, Vodafone og Orkuveitunni um hver sé staða á ljósleiðaratengingum og áform um slíkar tengingar í Sveitarfélaginu Árborg.

 

   

14.

1204184 - Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

 

Eyþór Arnalds, D-lista, vék af fundi. Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, kom inn á fundinn. Elfa Dögg Þórðardóttir tók við stjórn fundarins.

,,Bæjarráð tekur undir bókun SASS frá fundi hinn 13. apríl s.l. þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þá stefnu sem ríkisstjórn hefur tekið varðandi þingsályktunartillögu um breytingar á rammaáætlun en samkvæmt henni verður gengið á svig við niðurstöður þeirrar vönduðu þverfaglegu vinnu sem unnin var á vegum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Bæjarráð beinir því til atvinnuveganefndar Alþingis að farið verði að tillögum verkefnisstjórnar um þá virkjunarkosti sem fara eigi í nýtingarflokk. Það á ekki síst við um virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem koma hvað best út af mögulegum virkjunarkostum bæði hvað varðar umhverfisáhrif og þjóðhagslega hagkvæmni og því brýnt að heimila Landsvirkjun að ljúka undirbúningsvinnu til að geta hafið framkvæmdir. Fyrir Sunnlendinga er um mikilvægar framkvæmdir að ræða sem varða nauðsynlega uppbyggingu og eflingu atvinnulífs á Suðurlandi."

Bæjarfulltrúar B-, D- og S-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, óskað eftir að bókað yrði að auki:

Undirritaður hefur þegar lagt fram ályktun varðandi breytingar á rammaáætlun þar sem fram kemur að það er skoðun undirritaðs að hefja skuli framkvæmdir við Hvamms- og Holtavirkjanir, en hlífa beri framkvæmdum við Urriðafossvirkjun uns niðurstaða úr frekari rannsóknum á laxastofnum í Þjórsá liggur fyrir.

Andrés Rúnar Ingason, V-lista, bókaði:

Undirritaður tekur ekki undir bókun bæjarfulltrúa B-, D og S-lista, hér að framan og ítrekar eftirfarandi ályktun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar Árborgar í apríl s.l.:

,,Tilgangur Rammaáætlunar um virkjun vatnsafls og jarðhita er að flokka hugsanleg virkjanasvæði í nýtingarflokk og verndunarflokk og er biðflokkur notaður sem tímabundið ástand meðan nægilegra gagna er aflað til að ákveða í hvorn fyrrnefndra flokka svæðið skuli fara. Sú ákvörðun, að setja allar þrjár virkjanirnar í Þjórsá í biðflokk, byggir á nýjum upplýsingum sem fram komu eftir að stýrihópur um Rammaáætlun lauk starfi sínu og talið var nauðsynlegt að meta frekar. Líklegt er að sú matsvinna taki ekki langan tíma og að eftir það verði tekin ákvörðun um hvort þessi virkjanasvæði skuli hvert um sig fara í nýtingarflokk eða verndunarflokk.

Undirritaður telur mikilvægt að þessi nýju gögn verði tekin til eðlilegrar skoðunar en þeim ekki vísað frá af pólitískum ástæðum." 

Andrés Rúnar Ingason, fulltrúi V-lista.

 

   

15.

1112038 - Sala eigna 2012

 

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilboðum í eignina Austurveg 36, Selfossi, auk baklóðar skv. nýju deiliskipulagi.

 

 

   

16.

1202035 - Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um umsögn - tillaga til þingsályktunar  um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

 

 

 Bæjarráð felur félagsmálastjóra að fara yfir málið í samráði við þjónusturáð vegna málefna fatlaðra.

 

   

17.

1205010 - Samstarf við SASS um Árborgarstrætó

 

Bæjarráð samþykkir að fela SASS að bjóða út akstur sem nú fellur undir Árborgarstrætó jafnhliða fyrirhuguðu útboði vegna skólaaksturs Fjölbrautaskóla Suðurlands. Bæjarráð áréttar að fjöldi ferða verði sambærilegur við það sem nú er og að kostnaður verði ekki meiri en Árborg ber í dag vegna innanbæjarstrætó. Bæjarráð áréttar að farþegatekjur og möguleg hagstæð tilboð komi til lækkunar á kostnaði Árborgar, auk þess sem hlutdeild Suðurlands í auknum framlögum ríkisins til almenningssamgangna komi þessu verkefni til góða eins og öðrum samgönguverkefnum á vegum SASS.

 

   

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40
  

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Elfa Dögg Þórðardóttir

Eggert V. Guðmundsson

Helgi Sigurður Haraldsson

Andrés Rúnar Ingason

 

Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica