Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.12.2016

92. fundur bæjarráðs

92. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 1. desember 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.  Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  34. fundur haldinn 23. nóvember
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1611176 - Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu 2-161176
  23. fundur haldinn 18. nóvember
  Fundargerðin lögð fram.
     
3. 1603305 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 3-1603305
  11. fundur haldinn 22. nóvember
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4. 1611165 - Styrkbeiðni Kvennaráðgjafarinnar, dags. 18. nóvember 2016 rekstur Kvennaráðgjafarinnar 2017 4-1611165
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
     
5. 1611155 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. nóvember 2016, um umsögn um tækifærisleyfi - jólatónleikarnir Hátíð í bæ 2016 í íþróttahúsinu Iðu 5-1611155
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6. 1506088 - Umferðarmál í Sveitarfélaginu Árborg
  Svanur G. Bjarnason frá Vegagerðinni kom á fundinn. Farið var yfir ýmis mál sem snúa að umferðar- og samgöngumálum í sveitarfélaginu. Fram kom að hringtorg við Eyraveg/Suðurhóla er inni í drögum að langtímaáætlun á 3ja ára tímabili, 2023-2026 - kostnaður er um 100 mkr. og ber sveitarfélagið helming kostnaðar. Færsla á Votmúlavegi er einnig inni á sama tímabili, færslan ein og sér gæti kostað um 30 mkr. Klæðning á Holtsveg er ekki inni á áætlun. Farið var yfir stöðu mála varðandi breikkun Suðurlandsvegar og nýja brú á Ölfusá. Unnið er að veghönnun og viðræður við landeigendur um kaup á landi eru hafnar.
     

Samþykkt var að senda erindi á yfirvöld vegamála og þingmenn þar sem óskað er eftir því að færsla Votmúlavegar og hringtorg við Suðurhóla/Eyraveg verði færð framar í forgangsröð og klæðning Holtsvegar verði sett á áætlun. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45. Gunnar Egilsson                                            Ari Thorarensen Eyrún B. Magnúsdóttir                                 Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi S. Haraldsson                                       Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica