93. fundur bæjarráðs
93. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 22. maí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0805058 - Fundargerð stjórnar almenningsbókasafna
2.fundur haldinn 17.apríl 2008
Fundargerðin staðfest.
2. 0805082 - Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf
Haldinn 13.maí 2008
Fundargerðin staðfest.
3. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
23.fundur haldinn 15.maí 2008
-liður 2, 0805060, bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með góða ástundun í grunnskólum sveitarfélagsins og þakkar starfsfólki, nemendum og foreldrum fyrir samstöðu við að gera góðan skóla betri.
-liður 4, 0709044, minnisblað verkefnisstjóra fræðslumála var lagt fram á fundinum.
Jón Hjartarson, V-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Í minnisblaði verkefnisstjóra fræðslumála um húsnæðismál skólavistunar sem lagt var fram á skólanefndarfundi þann 15. maí s.l. kemur meðal annars fram að á bæjarstjórnarfundi þann 10. apríl hafi verið samþykkt beiðni Fjölskyldumiðstöðvar um að komið verði fyrir viðbótarhúsnæði við Sunnulækjarskóla fyrir heimasvæði skólavistunar á þar til gerðum reit á lóð Sunnulækjarskóla. Var höfð í huga laus kennslustofa, rúmlega 90 m2 að stærð, sem sveitarfélagið á. Þegar samþykkt lá fyrir var verkefninu vísað til starfsmanna framkvæmda- og veitusviðs Árborgar sem eru að undirbúa uppsetningu á viðbótarhúsnæðinu. Reiknað er með að því verði lokið í síðasta lagi fyrir opnun skólavistar í byrjun ágúst n.k.. Þess má geta að við hönnun Sunnulækjarskóla var gert ráð fyrir því að geta sett upp lausar stofur við skólann til að mæta aðstæðum sem þessum.
Vinna við stefnumótun varðandi framtíðarskipan húsnæðismála fyrir skólavist á Selfossi, þar með talin skólavist Sunnulækjarskóla, er nátengd vinnu við stefnumótun um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu. Að þeirri vinnu kemur bæjarstjórn, byggingar- og skipulagsnefnd, skólanefnd, grunnskóla, embættismenn sveitarfélagsins og eftir atvikum utanaðkomandi ráðgjafar. Vinna þessi fer eðli málsins samkvæmt þannig fram að í upphafi er unnin þarfagreining út frá t.d. spá um íbúafjölgun og væntanlegan fjölda nýrra nemenda. Þá þarf samhliða að leggja mat á hvort og hvenær endurnýja þurfi eldra skólahúsnæði. Í framhaldi af því þarf meta hvenær þörf sé á að taka nýtt húsnæði í notkun og þá hvar. Eðlilegt er að nýtt skólahúsnæði sé tekið í notkun þegar safnast hefur upp ákveðinn fjöldin nemenda sem flytjast í nýja skólann, sveitarfélög taka yfirleitt ekki í notkun nýjan skóla fyrr en það hefur gerst. Sú vinna sem nefnd er hér að framan fer fram hjá starfsfólki sveitarfélagsins áður en hún fer til umræðu og frekari vinnslu í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Sú vinna sem nú er hafin snýr að þarfagreiningu og skipulagsmálum s.s. staðsetningu og upptökusvæði nýs grunnskóla á Selfossi.
Með tilkomu nýs grunnskóla á Selfossi er áætlað að skapist möguleikar á að létta á húsnæði Sunnulækjarskóla og þar með minnkar þörf fyrir viðbótarhúsnæði á lóð skólans. Sú lausn að koma upp viðbótarhúsnæði, svokölluðu heimasvæði, við skólamannvirki fyrir skólavistun til að mæta tímabundnum þrengslum í skólum er vel þekkt í öðrum sveitarfélögum á landinu og hefur gefist vel. Vandséð verður að teljast hvernig komast má hjá því að nota tímabundnar lausnir í húsnæðismálum leik- og grunnskóla í ört stækkandi sveitarfélagi, enda er það leið sem sveitarfélög í landinu hafa notað um langa tíð.
Fundargerðin staðfest.
Almenn erindi
4. 0805074 - Kosning formanns í bæjarráð 2008
Lagt var til að Margrét K. Erlingsdóttir yrði kosin formaður bæjarráðs.
Var það samþykkt samhljóða og óskaði Eyþór Arnalds, D-lista, eftir að bókað yrði að hann biði hana velkomna til starfa.
5. 0711074 - Beiðni Tónsmiðjunnar um að gerður verði samningur um að sinna tónlistarkennslu
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, vék af fundi og Helgi S. Haraldsson, B-lista, kom inn á fundinn í hennar stað. Jón Hjartarson, V-lista, varaformaður, tók við stjórn fundarins.
Málið var rætt. Lagt var til að afgreiðslu erindisins verði frestað um eina viku.
6. 0805050 - Beiðni Tónlistarskóla Suðurlands um áframhaldandi leigu á húsnæði að Skólavöllum 3
Lagt var til að leigusamningur yrði framlengdur um eitt ár og bæjarritara og bæjarstjóra falið að gera tillögu að endurskoðuðum leigusamningi.
Var það samþykkt samhljóða.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, kom inn á fundinn að afgreiðslu málsins lokinni og Helgi S. Haraldsson, B-lista, vék af fundi.
7. 0805073 - Aðalfundur Borgarþróunar ehf. 2007
Haldinn miðvikudaginn 28.maí n.k. kl 13:00 í Setri Egils
Lagt var til að Ragnheiður Hergeirsdóttir fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Var það samþykkt samhljóða.
8. 0712062 - Tillaga vegna beiðni Tónlistarskóla Árnesinga um píanókaup í Sunnulækjarskóla.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg greiði 300 þúsund kr. vegna kaupa á píanói fyrir Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Tónlistarskóli Árnesinga hefur boðið upp á tónlistarkennslu á skólatíma í Sunnulækjarskóla síðastliðinn vetur í samræmi við samþykktir skólanefndar Árborgar frá 2005. Ekki hefur verið hægt að bjóða upp á píanó kennslu í skólanum vegna þess að ekki hefur verið píanó í kennslustofunum.
Ragnheiður Hergeirsdóttir
bæjarstjóri
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Kostnaði verði vísað á liðinn óráðstafað.
9. 0805084 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um viðbótarlóð við Hörðuvelli 1 fyrir bílastæði
Bæjarráð samþykkir erindið, miðað við tillögu 6, enda verði aðkeyrsla að bílastæðunum af Hörðuvöllum sameiginleg fyrir lóðina að Austurvegi 37. Bæjarstjóra og bæjarritara er falið að ganga frá samningi um lóðina.
10. 0804163 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um rekstrarleyfisumsókn - 800 Bar
Áður frestað á 91. fundi bæjarráðs
Lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað, þar sem afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar liggur ekki fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
11. 0805059 - Heilsustefna Íslendinga drög að aðgerðaáætlun 2008-2009
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:57
Jón Hjartarson
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir