93. fundur bæjarráðs
93. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. maí 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, áheyrnarfulltrúi, Andrés Rúnar Ingason, varamaður, V-lista, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. |
1201021 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
21. fundur haldinn 3. maí |
||
-liður 2, 1204029, foreldrakönnun í grunnskólum. Bæjarráð þakkar fyrir foreldrakönnun sem gerð var í skólum sveitarfélagsins í vetur. Fundargerðin staðfest, að undanskildum lið 1, sem var borinn sérstaklega undir atkvæði þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu nefndarinnar. -liður 1, 1204011, skipulagsbreytingar á fræðslusviði. Tillaga að nýju skipulagi á fræðslusviði var borin undir atkvæði, bæjarfulltrúar D-lista, greiddu atkvæði með tillögunni, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá. |
||
|
||
2. |
1201156 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands |
|
140. fundur haldinn 9. mars 141. fundur haldinn 26. apríl |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. |
||
|
||
3. |
1202030 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
796. fundur haldinn 27. apríl |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
4. |
1203027 - Fundargerðir ungmennaráðs Árborgar |
|
Fundur haldinn 28. mars Fundur haldinn 25. apríl |
||
Fundargerð 28. mars: liður 5, skólamál. Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar. liður 6, atvinnumál. Auglýst hafa verið 10 störf fyrir 17-20 ára ungmenni til viðbótar áður auglýstum störfum fyrir þennan aldurshóp. Fundargerð 25. apríl: liður 3, reglur um skemmtanahald. Bæjarráð vísar málinu til fræðslu- og félagsmálanefndar. Fundargerðirnar lagðar fram.
|
||
|
||
5. |
1205007 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Kaffi Líf, Austurvegi 40b |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
6. |
1201083 - Samþykkt um hundahald |
|
Bæjarráð óskar eftir umsögn nýstofnaðs Hagsmunafélags hundaeigenda í Árborg og nágrenni um samþykktina. |
||
|
||
7. |
1203166 - Fundartímar bæjarráðs 2012 |
|
Samþykkt að næsti fundur verði miðvikudaginn 16. maí nk. þar sem reglulegan fundardag ber upp á uppstigningardag. |
||
|
||
8. |
1205027 - Tillögur HSK á 90. héraðsþingi |
|
Lagt fram. |
||
|
||
9. |
1204163 - Styrkbeiðni vegna "Söguferða um þorpin" |
|
Sveitarfélagið styrkir framtakið með því að kaupa ferðir s.s. á Vori í Árborg. Ennfremur hefur verkefnið hlotið styrk frá Menningarráði Suðurlands. |
||
|
||
10. |
1204053 - Ályktun vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands |
|
Bæjarráð Árborgar mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands árið 2012. Fram hafa komið ályktanir starfsfólks um að búið sé að hagræða eins og kostur er og að frekari niðurskurður geti haft alvarleg áhrif á grunnþjónustu stofnunarinnar. Suðurland hefur mikla sérstöðu sem kallar á öfluga heilbrigðisþjónustu. Hamfarir liðinna ára sem og fjöldi ferðamanna og sumarhúsaeigenda á svæðinu sýna að nær væri að styrkja þjónustuna og efla en að draga úr henni. Læknaráð HSu hefur bent á að niðurskurður liðinna ára hafi dregið mjög úr sérfræðiþjónustu á stofnuninni og aukið álag á þá lækna sem eftir eru og sinna grunnþjónustu svo stefnir í óefni. Það er ekki ásættanlegt að niðurskurður á HSu sé fólginn í tilfærslu verkefna til annarra landshluta og gert lítið úr margra ára uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Einnig hafa komið fram vísbendingar um að kostnaður við heilbrigðisþjónustu sé lægri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð skorar á velferðarráðherra að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð ársins 2012 á starfsemi HSu og lýsir yfir fullum stuðningi við starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
|
||
|
||
11. |
1205038 - Staða á leigumarkaði |
|
Bæjarráð leggur áherslu á að Íbúðalánasjóður, sem er í eigu íslenska ríkisins, leigi út eða selji þær íbúðir sem hann hefur leyst til sín. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði til leigu í sveitarfélaginu. |
||
|
||
12. |
1204121 - Óháð listahátíð á Selfossi sumarið 2012 |
|
Bæjarráð samþykkti í apríl s.l. styrkumsókn þriggja einstaklinga vegna Óháðrar listahátíðar sem til stóð að halda á Selfossi í samvinnu við sveitarfélagið. Gera átti samning við viðkomandi aðila um útfærslu verkefnisins og uppgjör. Forsendubrestur hefur orðið varðandi hátíðina og mun ekki verða af umræddu samstarfi á þessu ári. Bæjarráð dregur til baka vilyrði um styrk til verkefnisins.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
„Undirritaður vekur athygli á því að í dagskrárboði sem liggur fyrir þessum fundi kemur fram að bæjarráð hafi samþykkt styrkumsókn til aðstandenda Óháðrar listahátíðar á fundi sínum þann 20. apríl s.l. Fulltrúi S-lista óskar eftir að bókað verði að umrædd styrkumsókn var samþykkt með stuðningi fulltrúa meirihluta D lista, undirritaður greiddi ekki atkvæði með styrk til handa Óháðri listahátíð á fundi bæjarráðs í apríl s.l“ Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista. |
||
|
||
13. |
1203069 - Bætt aðgengi fyrir fatlaða í sundlauginni á Stokkseyri |
|
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð 2,1 mkr. til að bæta aðgengi fatlaðra í sundlaugina á Stokkseyri. Gerðar verði breytingar á aðgengi að húsinu og á sturtuklefum. Útgjöldunum er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50
Eyþór Arnalds
Ari B. Thorarensen
Eggert V. Guðmundsson
Íris Böðvarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Ásta Stefánsdóttir