8.12.2016
93. fundur bæjarráðs
93. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. desember 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
1. |
1608173 - Ársþing SASS 2016
1-1608173 |
|
Aðalfundur SASS haldinn 20. og 21. október |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
2. |
1602003 - Fundargerð stjórnar SASS
2-1602003 |
|
514. fundur haldinn 25. nóvember |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
3. |
1601362 - Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands
3-1601362 |
|
haldinn 21. október |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4. |
1611212 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. nóvember 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting í Þórsmörk 2, Selfossi, gististaður í flokki I
3-1601362 |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
5. |
1611219 - Erindi frá Yrkjusjóði, dags. 22. nóvember 2016, styrkbeiðni fyrir árið 2017
5-1611219 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
|
|
|
6. |
1612020 - Erindi Velferðarráuneytisins, dags. 30. nóvember 2016, beiðni um umsögn um leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
6-1612020 |
|
Lagt fram til kynningar. Erindið hefur þegar verið tekið fyrir í félagsmálanefnd. |
|
|
|
7. |
1611149 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. desember 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Heiðarvegur 11, Selfossi, gististaður í flokki II
7-1611149 |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
8. |
1612021 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. desember 2016, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - jóladansleikur á Fróni þriðja í jólum, sótt er um leyfi til kl. 04:00
8-1612021 |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
9.
|
1612022 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. desember 2016, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - jóladansleikur á Fróni um áramót, sótt er um leyfi til kl. 05:00
9-1612022 |
|
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að opið verði til kl. 04 aðfaranótt 1. janúar. |
|
|
|
10.
|
1305094 - Stækkun félagsaðstöðu eldri borgara og dagdvalar, viðbygging við Grænumörk 5, Selfossi, kaupsamningsdrög við Austurbæ, fasteignafélag
10-1305094 |
|
Bæjarráð staðfestir samning um kaup á 962 fermetra rými sem hýsi félagsaðstöðu eldri borgara og dagdvöl og rísi austan við Grænumörk 5, samtengt því húsi, og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann. Bæjarráð samþykkir að í bygginganefnd verði Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, kom inn á fundinn. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20