Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.5.2008

94. fundur bæjarráðs

94. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 29. maí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801043 - Fundargerð lista- og menningarnefndar
16.fundur haldinn 21.maí 2008


Bæjarráð tekur undir þakkir og kveðjur til Þóris Erlingssonar. Jafnframt þakkar bæjarráð Andrési Sigurvinssyni og Braga Bjarnasyni sem og öðrum þeim starfsmönnum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna. Hátíðin var sérlega glæsileg og mikið fagnaðarefni hversu vel tókst til.
Fundargerðin staðfest.

2. 0801044 - Fundargerð umhverfisnefndar
18.fundur haldinn 21.maí 2008


-liður 2, 0804107, tillaga að deiliskipulagi við Tryggvaskála, bæjarráð vísar afgreiðslu nefndarinnar til skipulags- og byggingarnefndar.
-liður 3, 0804126, deiliskipulagstillaga Byggðarhorns, bæjarráð vísar afgreiðslu nefndarinnar til skipulags- og byggingarnefndar.
-liður 4, 0710085, deiliskipulagstillaga vegna Eystra-Stokkseyrarsels, endurheimt votlendis, bæjarráð þakkar nefndinni fyrir gagnrýna og metnaðarfulla skoðun á málinu. Bæjarráð felur sérfræðingi umhverfismála í samráði við nefndina að gera tillögu til bæjarráðs um endurheimt votlendis.
Bæjarráð þakkar nefndinni ábendingar um að gerð verði úttekt á náttúrufari sveitarfélagsins og felur sérfræðingi umhverfismála í samráði við nefndina að vinna að málinu í tengslum við önnur verkefni sem þegar eru hafin á verksviði sérfræðings umhverfismála.
Flóaáveitan eins og aðrir skurðir í votlendi verður seint talin umhverfisvæn þó hún hafi menningarsögulegt varðveislugildi. Aðeins lítill hluti "Síberíu" er undir skipulagi Tjarnabyggðar. Búgarðabyggð sú sem rís nú í Tjarnabyggð er afar vönduð hvað varðar umgengni við frjósama og ósnortna náttúru. Með Flóaáveitunni var mikið votlendi ræst fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að kalla forsvarsmenn flóaáveitunnar á fund og ræða ástand og framtíð áveitunnar.

Búgarðabyggð er nýr og spennandi valkostur í sveitarfélaginu sem varð til við gerð aðalskipulags árið 2005. Það er mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessa nýja fyrirkomulags bæði hvað varðar áhrif á náttúrufar og samfélagsgerð.
Taka þarf afstöðu til þess hversu mikinn hluta lands í sveitarfélaginu sé eðlilegt að setja undir búgarðabyggð og hefur vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags fjallað um málið að undanförnu. Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á fjölbreytta búsetukosti og telur bæjarráð það vera hagsmunamál sveitarfélagsins til framtíðar. Það er mjög afstætt hvað talist getur dýrt eða kostnaðarsamt fyrir sveitarfélag og telur bæjarráð fullyrðingu nefndarinnar um slíkt vera mikla einföldun i þeim efnum. Bæjarráð telur að þegar rétt er að málum staðið þá sé búgarðabyggð í eðli sínu ekki óvistvænt búsetumynstur.
Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á fjölbreytta búsetkosti og telur bæjarráð það vera hagsmunamál sveitarfélagsins til framtíðar.

Bæjarráð vísar niðurstöðu nefndarinnar til skipulags- og byggingarnefndar.
Fundargerðin staðfest.

3. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar
27.fundur haldinn 21.maí 2008


Fundargerðin staðfest.

4. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
50.fundur haldinn 22.maí 2008


-liður 4, 0803030, deiliskipulag að svæði hestamanna, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
Fundargerðin staðfest.

5. 0801039 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar
15.fundur haldinn 22.maí


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

6. 0802080 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
156.fundur haldinn 26.mars 2008
157.fundur haldinn 5.maí 2008


Lagt fram.

7. 0801155 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
109.fundur haldinn 20 maí 2008


Lagt fram.

Almenn erindi

8. 0805056 - Ársskýrsla um orlof húsmæðra 2007
Skýrsla orlofsnefndar Árnes- og Rangárvallasýslu.


Lagt fram.

9. 0805099 - Beiðni um staðfestingu á landsskiptum fyrir jörðina Hóla

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar til umsagnar.

10. 0711074 - Beiðni um að gerður verði samningur við Tónlistarskóla Suðurlands
Áður frestað á 93.fundi


Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, vék af fundi og Jón Hjartarson, V-lista, tók við stjórn fundarins. Helgi S. Haraldsson, B-lista, kom inn á fundinn.
Bæjarráð Árborgar samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að gera drög að samningi við Tónlistarskóla Suðurlands um tónlistarkennslu fyrir nemendur í Sveitarfélaginu Árborg og leggja drögin fyrir bæjarráð.
Að afgreiðslu málsins lokinni vék Helgi S. Haraldsson af fundi og Margrét K. Erlingsdóttir kom inn á fundinn að nýju.

11. 0803048 - Erindi frá trúnaðarmanni KÍ í Sunnulækjarskóla

Meirihluti bæjarráðs lagði fram tillögu að afgreiðslu:
"Bæjarráð fagnar mjög nýsamþykktum kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga og telur að um sé að ræða góðan og langþráðan áfanga í því ferli að bæta kjör grunnskólakennara í landinu.
Starf í grunnskólum Árborgar er gott og til mikils sóma og vegur þar ekki minnst að skólarnir hafa á að skipa metnaðarfullum kennurum og öðru starfsfólki sem sinna starfi sínu af alúð.
Bæjarráð samþykkir hins vegar ekki sérstakar álagsgreiðslur til kennara sem starfa hjá sveitarfélaginu og hafnar því erindinu."
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

12. 0804163 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstarleyfi vegna 800-Bar
Áður frestað á fundi 22.maí


Fyrir liggur að byggingarleyfi hefur verð gefið út fyrir húsnæðið og að skipulags- og byggingafulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir 800 Bar. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um umsókn 800 Bar enda er staðsetning rekstrarins í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og opnunartími í samræmi við reglur um opnunartíma veitingastaða.

Erindi til kynningar

13. 0805024 - Rannsóknin Ungt fólk 2007

Lagt fram.

0805107 - Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2007

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:25

Margrét Katrín Erlingsdóttir                             
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica