94. fundur bæjarráðs
94. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. maí 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá fundarboð Landskerfis bókasafna og erindi frá handknattleiksdeild UMFS vegna tjaldsvæðis fyrir fjölskylduhátíð 8. til 10. júní. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
33. fundur haldinn 9. maí |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1202252 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga |
|
160. fundur haldinn 20. apríl |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
3. |
1201123 - Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2012 |
|
308.fundur haldinn 2. maí |
||
Lagt fram. |
||
|
||
4. |
1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012 |
|
6. fundur haldinn 3. maí |
||
Bæjarráð vísar liðum 4, 5 og 6 a) og b) til framkvæmda og veitustjórnar, ábendingu í lið 6d) verður komið á framfæri við lóðarhafa, ábendingu undir lið 6e) verður komið á framfæri við rekstraraðila tjaldsvæðis. |
||
|
||
5. |
1204136 - Atvinnuátak skógræktarfélaga og sveitarfélaga 2012 |
|
Bæjarráð samþykkir samstarfsverkefni með Skógræktarfélagi Árnesinga vegna 2ja stöðugilda í 1,5 mánuð. |
||
|
||
6. |
1205047 - Beiðni um umsögn vegna áforma um opnun veitingastaðar að Austurvegi 52 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa. |
||
|
||
7. |
1205061 - Ályktun stofnfundar Hagsmunafélags hundaeigenda í Árborg og nágrenni vegna hundasleppisvæðis í nágrenni Selfoss |
|
Bæjarráð felur tækni- og veitusviði að leggja mat á kostnað við að gera hundasleppisvæði við girðingu umhverfis gámasvæði. |
||
|
||
8. |
1205056 - Beiðni Kvenfélags Selfoss um ókeypis aðgang að Sundhöll Selfoss - kvennahlaup ÍSÍ 2012 |
|
Bæjarráð samþykkir að þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ fái ókeypis aðgang að Sundhöll Selfoss eftir hlaupið. |
||
|
||
9. |
1205074 - Tillaga um að settar verði tröppur í útisundlaug við Sundhöll Selfoss |
|
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar kostnaði, 2,1 mkr., til viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
||
10. |
1205070 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2012 |
|
Bæjarráð veitir Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur umboð til að sækja fundinn. |
||
|
||
11. |
1205073 - Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2011 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
12. |
1205342 - Umsókn handknattleiksdeildar UMFS um leyfi til að hafa tjaldsvæði á túninu við Sunnulækjarskóla vegna Kótelettunnar 2012 |
|
Bæjarráð samþykkir umsóknina, enda verði ströng gæsla á svæðinu allan sólarhringinn og þess gætt að valda fyrir íbúum í nágrenninu ónæði, einnig að ekki fari fram áfengisneysla unglinga á svæðinu og farið verði að þeim kröfum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir vegna tjaldsvæða. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.
Eyþór Arnalds |
|
Elfa Dögg Þórðardóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |