15.12.2016
94. fundur bæjarráðs
94. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 15. desember 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni frá nefndarsviði Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins). Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1601004 - Fundargerð félagsmálanefndar
Jafnréttisáætlun |
|
25. fundur haldinn 5. desember |
|
-liður 1, 1612027, Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarráð staðfestir áætlunina. Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
25. fundur haldinn 7. desember |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
3. |
1601003 - Fundargerðir fræðslunefndar |
|
27. fundur haldinn 8. desember |
|
-liður 22, 1612055, PISA 2015. Bæjarráð tekur undir bókun fræðslunefndar þar sem nefndin fagnar niðurstöðum PISA könnunar fyrir Árborg og sendir bestu hamingjuóskir til starfsfólks skóla og skólaþjónustu og til nemenda og foreldra. Niðurstöður sýna að unnið er í rétta átt, en hjá Árborg eykst lesskilningur marktækt, sem og læsi á náttúruvísindi. Læsi á stærðfræði eykst einnig þrátt fyrir að þar sé ekki um marktæka breytingu að ræða. Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
4. |
1611091 - Starfshópur um undirbúning að útboði vegna sorphirðu
4- 1611091 |
|
2. fundur haldinn 24. nóvember 3. fundur haldinn 8. desember |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. |
1602004 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands
5- 1602004 |
|
176. fundur haldinn 2. desember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
6. |
1603040 - Fundargerð starfshóps um undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg
6- 1603040 |
|
2. fundur haldinn 2. desember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
7. |
1612058 - Áskorun til Alþingis um að tryggð verði fjárveiting til löggæslu vegna öryggis ferðamanna og íbúa |
|
Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhyggjum af skertum fjárveitingum til lögreglunnar á Suðurlandi, en skv. frumvarpi til fjárlaga er ekki gert ráð fyrir að framhald verði á fjárveitingu sem kom í gegnum Stjórnstöð ferðamála fyrir þetta ár til að efla eftirlit yfir sumarið, eftirlit í uppsveitum Árnessýslu, í Öræfum og á hálendinu. Brýn nauðsyn er á að halda uppi auknu umferðareftirliti í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að óbreyttu verða einungis tveir útkallsbílar eða fjórir lögreglumenn á vakt í Árnessýslu, sem er óviðunandi en þar búa um 15.000 manns. Langflest sumarhús landsins eru á því svæði, auk þess sem þar eru fjölsóttir ferðamannastaðir. Bæjarráð hvetur Alþingi til að tryggja að fjárveiting verði sett inn á fjárlög þessa árs. |
|
|
|
8. |
1612059 - Tillaga Eyrúnar B. Magnúsdóttur, Æ-lista, um að Sveitarfélagið Árborg verði skilgreint sem barnvænt sveitarfélag
8- 1612059 |
|
Eyrún lagði fram eftirfarandi bókun: Björt framtíð í Árborg hvetur Sveitarfélagið Árborg til að hefja formlegt ferli, í samvinnu við Unicef á Íslandi og umboðsmann barna, við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stefna í kjölfarið að því að verða barnvænt sveitarfélag. Bæjarráð samþykkir að hefja formlegt ferli við verkefnið og felur fræðslunefnd, félagsmálanefnd og íþrótta- og menningarnefnd að vinna áfram að málinu. |
|
|
|
9. |
1603176 - Fjárhagsyfirlit og rekstrartölur |
|
Lagt var fram yfirlit yfir rekstur janúar til október ásamt yfirliti yfir staðgreiðslu og framlög úr Jöfnunarsjóði. |
|
|
|
10. |
1612116 - Beiðni nefndasviðs Alþingis, dags. 14. desember, um umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, breyting á A-deild sjóðsins
10- 1612116 |
|
Bæjarráð Árborgart telur áhrif frumvarspsins skipta verulegu máli og mælir með því að það verði samþykkt. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
11. |
1607086 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir, erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. desember 2016, um gerð húsnæðisáætlana
11- 1607086 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.
Gunnar Egilsson
Ari B. Thorarensen
Eyrún B: Magnúsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Helgason
Ásta Stefánsdóttir