Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.2.2006

95. fundur skipulags- og byggingarnefndar

 

95. fundur var haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar þriðjudaginn 21. febrúar 2006  kl. 17:00 á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mætt:             
Guðmundur Kr. Jónsson, formaður byggingarnefndar
Kristinn Hermannsson
Ármann Ingi Sigurðsson      
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Kjartan Sigurbjartsson, ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. Mnr. 0509007
Erindi frá Páli Bjarnasyni f.h. Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir leiðsögn v/fyrirhugaðra framkvæmda á hringtorgi við Ölfusárbrú (máli frestað á síðsta fundi skipulags- og byggingarnefndar 14. febrúar sl.).

 

Skipulags- og byggingarnefnd lítur svo á að um sé að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 24. febrúar 1993.  Nefndin leggur til að lagður verði fram fullnægjandi deiliskipulagsuppdráttur af breytingunum og hann auglýstur.

 

2. Mnr. 0511057
Tillaga að umferðarskipulagi Árborgar.  Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni.  Tillaga vinnuhóps um umferðarmál liggur fyrir auk annarra umsagna.

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umferðarskipulagstillagan verði samþykkt  með eftirfarandi breytingum.

 

1. Frá Ölfusárbrú að hringtorgi við Hrísmýrarklett verði hámarkshraði færður úr 50 km/klst. í 60 km/klst.

 

2. Á Tryggvagötu frá Austurvegi að Engjavegi verði hámarkshraði 30 km/klst.

 

3. Á Engjavegi frá Tryggvagötu að Reynivöllum verði hámarkshraði 30 km/klst.

 

4. Að hringtorg við gatnamót Engjavegs og Langholts verði fellt út.

 

5. Á Langholti komi upphækkuð gangbraut í framhaldi af gangbraut norðanmegin á Engjavegi.

 

6. Á Dælengi og Miðengi komi upphækkuð gangbraut.

 

7. Á göngustíg á milli Suðurbyggðar C og B á Norðurhólum komi upphækkuð gangbraut.

 

8. Sett verði upphækkuð gangbraut yfir Fossveg til móts við Árbakka til að tengja saman gangstíga

 

9. Sett verði upphækkuð gangstétt á Hörðuvelli.

 

10. Sett verði gangbraut yfir Langholt í beygjunni á móts við Ástjörn.

 

11. Lagður verði göngu og hjólreiðastígur meðfram Eyravegi frá hringtorgi við Fossveg að Hagalandi.

 

12. Heimilaður verði hringakstur við barnaskólann á Stokkseyri.

 

13. Eftirtöldum safngötum verði breytt í 50km götur, Fossvegur Nauthagi, Árvegur vestur að vistgötu við Ölfusárbrú og Rauðholt.

 

14. Að á Engjaveg sunnan megin frá Langholti að íþróttavallarsvæði verði sett upphækkuð gangstétt, einnig á Engjaveg norðan verðan milli Tryggvagötu og Kirkjuvegar.

 

15. Að gangbrautum við hringtorg við Ölfusárbrú, Ráðhús, Miklagarð og Kjarnan á Austurvegi verði fækkað niður í tvær. Ein gangbraut verði vestan við Sigtún og ein vestan við Tryggvagötu.

 

16.  Að 'spælegg' verði sett á gatnamótum Tryggvagötu og Austurvegar og á gatnamótum Rauðholts og Austurvegar, í þeim tilgangi að auka umferðarflæði.

 

17. Lagt er til að Eyrarbraut og Hásteinsvegur verði 50 km götur þar sem þær eru safngötur.

 

18. Lagt er til að fækka umferðaskiltum á Stokkseyri.

 

3. Mnr. 0509075
Sótt um byggingarlóð undir fjölbýlishús við ströndina á Stokkseyri (áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 27. september 2005).

 

Umsækjandi: Þorvaldur Hafberg    kt: 160674-4749    Stjörnusteinum 23 Stokkseyri

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að þegar aðalskipulagstillagan hefur verið staðfest verði umrætt svæði sem ætlað er til íbúðarbyggðar, frá Kaðlastöðum til vesturs, deiliskipulagt.  Miðað verði við hæð húsa 2-3 hæðir.  Eftir að deiliskipulagsferlinu líkur verði lóðirnar auglýstar lausar til umsókna.

 

4.  Önnur mál.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:30

 

Guðmundur Kr. Jónsson                                          
Bárður Guðmundsson
Kristinn Hermannsson                                             
Kjartan Sigurbjartsson
Ármann Ingi Sigurðsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica