Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.5.2008

96. fundur bæjarráðs - aukafundur

96. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 29. maí 2008 í bækistöð almannavarna á lögreglustöðinni Hörðuvöllum 1, Selfossi, kl. 22:00

Mætt: 
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Einnig sátu fundinn Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs, Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri og Guðmundur Karl Guðjónsson, fulltrúi í almannavarnanefnd.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

•1.  0806029 - Jarðskjálftar 2008 - staða mála upplýsingar til bæjarráðs

Jarðskjálfti á Suðurlandi 29. maí, staða mála.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála og greindi frá starfi almannavarnanefndar, sem kom saman þegar eftir að skjálftinn reið yfir.
Skjálftinn mældist 6,3 og átti upptök í silfurberginu í Ingólfsfjalli skammt frá Kögunarhól. Miklar skemmdir eru víða innan húss, en ekki vitað um mikið tjón á húsum. Kaldavatnið er gruggugt og rennsli á heitu vatni er á lægsta þrýstingi.
Mikið björgunarlið er á Selfossi og hafa björgunarsveitir farið um allt sveitarfélagið. Fjöldahjálparstöð er í Vallaskóla og verður opin áfram.
Veðurstofan telur minni líkur en meiri á stærri eftirskjálfta, geta verið 3-4 stig.
Almannavarnanefnd fundar kl. 8, á þann fund kemur fulltrúi frá Viðlagatryggingu Íslands og verður fulltrúum þeirra útveguð aðstaða.
Skólahald grunnskóla, leikskóla og skólavistunar fellur niður á morgun.
Guðmundur Karl Guðjónsson fór yfir stöðu varðandi umferðarmannvirki. Ótakmörkuð umferð er leyfð um báðar brýrnar á Ölfusá. Vegakerfið er ekki skemmt að miklu marki.
Guðmundur Elíasson sagði að brunahanar yrðu opnaðir til að hleypa gruggi af kerfinu.
Vatn er á tönkum við Sólvallaskóla og geta íbúar nálgast vatn þar.
Kristján Einarsson fór yfir stöðu mála varðandi sjúkrabíla til viðbótar við því sem fyrir er á svæðinu.
Rætt var um sálræn áhrif og áfallahjálp.
Rætt var um tryggingamál og nauðsyn þess að upplýsa almenning um hvert skal tilkynna tjón.

Hrunamannahreppur hefur boðið fram gistingu í skólum og á hóteli fyrir íbúa ef á þarf að halda og þakkar bæjarráð boðið.

Fundur er boðaður kl. 10 í fyrramálið.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 22:40

Margrét Katrín Erlingsdóttir
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica