96. fundur bæjarráðs
96. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 31. maí 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem ritaði fundargerð,
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málefni Kótelettunnar. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
34. fundur haldinn 15. maí |
||
-liður 1, 0806063, málefni Björgunarmiðstöðvar. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Það er ljóst að kostnaður við kaup og lokafrágang á Björgunarmiðstöðinni á Selfossi er kominn langt fram úr áætluðum kostnaði. Allar ákvarðanatökur, frá því ákveðið var að kaupa hana, hafa einkennst af lélegum undirbúningi og óvönduðum vinnubrögðum. Ákveðið var að bjóða út lokafrágang hennar en útboðsgögn voru illa unnin og margt vantaði í þau. Eftirlitskostnaður hár og mikið um aukaverk. Ég óska eftir því að lagður verði fram sundurliðaður kostnaður við kaup hennar og þá vinnu sem farið hefur fram við lokafrágang hennar fram til þessa dags. Upplýsingarnar verði lagðar fram eigi síðar en á bæjarráðsfundi 14. júní nk.“ Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista. -liður 2, 1201098, endurbætur á Þuríðarbúð. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að kanna möguleika á styrkjum vegna verkefnisins. Afgreiðslu erindisins er frestað þar til niðurstaða liggur fyrir. -liður 3, 1006066, mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð óskar eftir að fá Pál Bjarnason á fund til kynningar á málinu þar sem farið verði yfir gögn varðandi báða valkostina sem til skoðunar eru. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Loksins hefur meirihluti Sjálfstæðismanna áttað sig á því hversu arfavitlaus sú hugmynd, að virkja Ölfusá við Selfoss, var hjá þeim. Ekki er hægt að skilja fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar öðruvísi en svo að allar hugmyndir um þessa virkjun séu slegnar af með þessari bókun. Vegna þessa óska ég eftir því að lagðar verði fram upplýsingar um sundurliðaðan kostnað við alla þá vinnu sem fram hefur farið vegna hugmynda um Selfossvirkjun. Þær upplýsingar verði lagðar fram eigi síðar en á bæjarráðsfundi 14.júní nk. Einnig óska ég eftir því að framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði falið að skrifa Vegagerðinni formlegt bréf þar sem þeim er tilkynnt að allar hugmyndir um Selfossvirkjun hafi verið slegnar af borðinu. Er það vegna yfirlýsingar sem skrifað var undir við Vegagerðina, á sínum tíma, um skoðun á hugsanlegum samlegðaráhrifum virkjunar og fyrirhugaðs vegar- og brúarstæðis nýrrar brúar yfir Ölfusá. Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi B-lista. -liður 5, framkvæmdalisti 2012. Helgi S. Haraldsson, B-lista, óskaði eftir að framkvæmdalistinn yrði lagður fram. Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1201084 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
138. fundur haldinn 28. mars 139. fundur haldinn 22. maí |
||
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Athygli vekur bókun í fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 139. fundi þann 22. maí þar sem fulltrúi sveitarfélagsins í stjórninni sem jafnframt er fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg leggur fram bókun vegna hugmynda um úrsögn sveitarfélagsins úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Þar kemur fram að hún íhugi að víkja sæti úr stjórninni og þakkar í leiðinni stjórnarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar fyrir samstarfið. Það er umhugsunarefni fyrir bæjaryfirvöld þegar hæft fólk kýs að víkja sæti úr mikilvægum samstarfsnefndum, hvort ekki sé ástæða til þess að endurskoða þá verkferla sem unnið er eftir í svo stórum málum sem þessum.“ Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S lista.
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
3. |
1205016 - Atvinnuátak fyrir 17-20 ára |
|
Bæjarráð samþykkir að bæta við 10 störfum fyrir 17-20 ára ungmenni í sex vikur, ráðið verði í 80% starfshlutfall. Kostnaði, 3,3 mkr., er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
|
||
4. |
1205369 - Framlenging á samstarfi um vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands |
|
Bæjarráð samþykkir að framlengja samningnum til fimm ára og að árlegt framlag verði 150.000 kr. |
||
|
||
5. |
1201125 - Gólf í íþróttahúsi Vallaskóla |
|
Bæjarráð samþykkir 1,5 mkr. fjárveitingu vegna framkvæmda í húsinu. Vegna beiðni um kaup á rakatæki verði farið í að rakamæla húsið og gólfplötuna áður en endanleg ákvörðun verður tekin. |
||
|
||
6. |
1204186 - Upplýsingar um áform um lagningu ljósleiðarakerfis á Selfossi |
|
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum hinn 3. maí s.l. að óska eftir upplýsingum og hvetja þjónustuaðila til að bjóða upp á ljósleiðaratengingar í Árborg. Míla hefur staðfest fyrirhugaða ljósnetsvæðingu á Eyrarbakka, Selfossi og Stokkseyri á árinu 2013 og vill bæjarráð þakka fyrir skjót viðbrögð og hvetja Mílu til að hraða þeirri uppbyggingu eins og kostur er á enda er mikill áhugi á verkefninu hjá íbúum. |
||
|
||
7. |
1203082 - Milliuppgjör 2012 |
|
Uppgjör vegna 3ja fyrstu mánaða ársins var lagt fram. |
||
|
||
8. |
1205421 - Styrkbeiðni - sumarferð Selsins, fræðslu- og tómstundaklúbbs fatlaðra, til Spánar |
|
Bæjarráð samþykkir 150.000 kr styrk sem nemur kostnaði við för eins fararstjóra. |
||
|
||
9. |
1205423 - Burðarþol Ölfusárbrúar |
|
Vegna frétta og skýrslu um breytingu á burðarþoli brúar yfir Ölfusá við Selfoss óskar bæjarráð eftir fundi með sérfræðingum Vegagerðarinnar um málið hið fyrsta. |
||
|
||
10. |
1205424 - Starfsmaður í upplýsingamiðstöð sumarið 2012 |
|
Bæjarráð samþykkir að ráða starfsmann til reynslu út október til að vinna að verkefnum í upplýsingamiðstöð, starfsmaðurinn heyri undir menningar- og frístundafulltrúa. Kostnaði er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Framundan eru margir viðburðir, m.a. unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina, í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 10 mkr í ýmsa liði tengda því.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður samþykkir umsókn vegna tímabundins viðbótarstöðugildis starfsmanns í upplýsingamiðstöð þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir þessu stöðugildi innan fjárhagsáætlunar ársins 2012 og bendir á atvinnuúrræði Vinnumálastofnunar í þessu samhengi. Jafnframt bendir undirritaður á mikilvægi þess að skoðuð verði sem fyrst skilvirkni og mannaflaþörf á fleiri sviðum rekstrar sveitarfélagsins. Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista. |
||
|
||
11. |
1205342 - Kótelettan, beiðni um tjaldsvæði, beiðni um leyfi til útiveitinga, beiðni um lengdan opnunartíma í Hvíta húsinu vegna Kótelettunnar 2012 og um leyfi fyrir tónlistarflutningi í Tryggvagarði eða miðbæjargarði |
|
Bæjarráð samþykkir umsókn handknattleiksdeildar UMF Selfoss um tjaldsvæði á svæði austan við Byko, með þeim skilmálum sem áður hafa verið samþykktir í bæjarráði vegna sömu hátíðar. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sama opnunartíma vegna hátíðarinnar og í fyrra, þ.e. til kl. 04. Bæjarráð heimilar tónlistarflutning í Tryggvagarði eða miðbæjargarði kl. 16- 18 á laugardeginum. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti útiveitingar á svæði við Hvíta húsið en bendir á að heimild þurfi frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands. |
||
|
||
12. |
1205404 - Umsóknarfrestur v/styrkja frá EBÍ |
|
Lagt var fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. |
||
|
||
13. |
1205413 - Saman hópurinn sumarið 2012 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar. |
||
|
||
14. |
1205409 - Staða á vinnumarkaði |
|
Lögð var fram skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |