96. fundur bæjarráðs Árborgar
96. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 11. janúar. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
30. fundur haldinn 4. janúar | ||
-liður 1, 1611246 byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fossnesi 14, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði samþykkt. -liður 4, 1611147 umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sniðræsi og stofnlögn vatnsveitu við Suðurhóla, Selfossi, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 6, 1612061 beiðni um að unnið verði deiliskipulag fyrir Austurveg 52-60, lagt er til við bæjarstjórn að ráðist verði í gerð deiliskipulags fyrir reitinn. Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1701029 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 26. fundur haldinn 11. janúar | |
-liður 3, 1612038 hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2017, bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Sónus ehf vegna hátíðahalda á 17. júní. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1601362 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 3-1601362 | |
251. fundur haldinn 13. desember | ||
Lagt fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1701015 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 3. janúar 2017 um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - þorrablót Stað, Eyrarbakka 4-1701015 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
5. | 1701038 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 5. janúar 2017, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - herrakvöld Karlakórs Selfoss, Eyravegi 67, Selfossi 5-1701038 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
6. | 1701051 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. janúar 2017, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - Selfossþorrablót, íþróttahúsi Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi 6-1701051 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
7. | 1701047 - Beiðni Sæbýlis ehf, dags. 7. janúar 2017 um styrk vegna kaupa á heitu vatni af Selfossveitum vegna eldis á sæbjúgum og sæeyrum 7-1701047 | |
Bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt af heitu vatni til starfseminnar fyrir árið 2017 í samræmi við reglur um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar. | ||
8. | 1701001 - Ályktun Félags eldri borgara á Selfossi, dags. 3. janúar 2017, vegna lokunar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kumbaravogs 8-1701001 | |
Lögð var fram ályktun Félags eldri borgara á Selfossi. Bæjaryfirvöld eru í sambandi við heilbrigðisyfirvöld vegna málsins og fylgjast með framvindu mála. | ||
9. | 1701030 - Samstarfsfundur lögreglustjóra og sveitarstjórnar 2017 | |
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri, Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, og Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi, komu inn á fundinn. Farið var yfir ýmis mál sem varða löggæslu og lögregluembættið, s.s. fjárveitingar til málaflokksins, tölur um slysatíðni, ýmis samstarfsverkefni og almannavarnamál. | ||
10. | 1611039 - Erindi stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dags. 31. desember 2016, um erfiða stöðu í kjaraviðræðum FT og SNS, athugasemdir KÍ við yfirlýsingu Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga 10-1611039 | |
Fulltrúar kennara við Tónlistarskóla Árnesinga mættu á fundinn, þau Örlygur Benediktsson, Helga Sighvatsdóttir, Jóhann Stefánsson og Magnea Gunnarsdóttir. Rætt var um stöðu kjaraviðræðna Félags tónlistarkennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá SNS um afstöðu nefndarinnar til athugasemda KÍ. Bæjarráð hvetur enn og aftur til þess að leitað verði leiða til að ná samningum milli FT og SNS. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:45.
Gunnar Egilsson | Ari B. Thorarensen | |
Eyrún Björg Magnúsdóttir | ||
Eggert Valur Guðmundsson | Ásta Stefánsdóttir |