96.fundur skipulags- og byggingarnefndar
96. fundur var haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar þriðjudaginn 28. febrúar 2006 kl. 17:00 á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.
Mætt:
Guðmundur Kr. Jónsson, formaður byggingarnefndar
Kristinn Hermannsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Torfi Áskelsson
Björn Gíslason
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Kjartan Sigurbjartsson, ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt
a) Mnr. 0602041
Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Grafhólum 6-8 Selfossi
Umsækjandi: Ólafur F. Leifsson kt: 190862-3219 Björnskoti, 801 Selfossi
b) Mnr. 0602059
Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Heiðarbrún 12-12a Stokkseyri.
Umsækjandi: Eggert og Pétur ehf kt: 610499-2369 Heiðarbrún 20 Stokkseyri
c) Mnr. 0509080
Umsókn um byggingarleyfi fyrir opnum geymsluskýlum fyrir steinull o.fl. að Langholti 1 Selfossi.
Umsækjandi: Smáragarður ehf kt: 600269-2599 Skemmuvegi 2a, 200 Kópav.
d) Mnr. 0512035
Umsókn um byggingarleyfi fyrir leikskóla að Erlurima 1 Selfossi.
Umsækjandi: Fasteignafélag Árborgar kt: 460704-3590 Austurvegi 2 Selfossi
e) Mnr. 0601069
Umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Austurvegi 64 Selfossi.
Umsækjandi: Merkiland ehf kt: 551105-1210 Austurvegi 65 Selfossi
f) Mnr. 0602083
Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsnæðis að Austurvegi 64a Selfossi.
Umsækjandi: MS Selfossi kt: 460269-0599 Austurvegi 65 Selfossi
g) Mnr. 0602020
Umsókn um byggingarleyfi fyrir að rífa niður og byggja nýja bílgeymslu að Stjörnusteinum 18 Stokkseyri.
Umsækjandi: Jóhann H. Jónsson kt: 160952-4319 Stjörnusteinum 18 Stokkseyri.
Listi lagður fram til kynningar.
2. Mnr. 0601109
Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu o.fl. að Túngötu 49 Eyrarbakka. Umsögn Húsfriðunarnefndar liggur fyrir.
Umsækjandi: Þorkell Valdimarsson kt: 031032-7769 Efstaleiti 10, 103 Rvk.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu að Túngötu 44B,46,47,48 og 51 og að Háeyrarvegi 1. Einnig óskar nefndin eftir umsögn framkvæmda- og veitusviðs vegna færslu á innkeyrslu.
3. Mnr. 0602075
Umsókn um leyfi til að breyta notkun bílskúrs að Miðtúni 15 Selfossi. Óskað er eftir því að bílskúrinn verði samþykktur sem íbúð.
Umsækjandi: Lára Jóhannesdóttir kt: 290182-4339 Miðtúni 15 Selfossi
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem bílskúr uppfyllir ekki kröfur gildandi byggingarreglugerðar um íbúðarhúsnæði.
Einnig fellst nefndin ekki á að tvö íbúðarhús séu á einni lóð.
4. Mnr. 0508047
Umsókn um leyfi til að staðsetja 2 stk. 40 feta gáma austan við Sundlaugina á Stokkseyri. Einnig er sótt um svæði undir kajaka.
Umsækjandi: Ferðaþjónustan Suðurströnd ehf kt: 410695-2439 Ranakoti Stokkseyri
Afgreiðslu frestað, byggingarfulltrúa falið að kanna aðstæður á umræddum svæðum.
5. Mnr. 0505080
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir á lóðinni Kjarrhólum 12 Selfossi.
Umsækjendur: Guðmundur Jón Sigurðsson kt: 171262-7719
Helga Jónína Kristjánsdóttir kt: 110467-4359 Sóltúni 14 Selfossi
Samþykkt að veita frest til 4. mánaða.
6. Mnr. 0602076
Fyrirspurn um byggingarleyfi á lóðunum Lækjarbakka 1 og 3 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Verkfræðistofa Guðjóns Þ. Sigfússonar f.h. lóðarhafa Austurvegi 42 Selfossi kt: 171262-7719
Hafnað þar sem nýtingarhlutfall lóðanna samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi.
7. Mnr. 0602081
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Gagnheiði 13 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Viðgerðir og Þjónusta ehf kt: 410497-2399 Gagnheiði 13 Selfossi
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullunnum teikningum.
8. Mnr. 0602082
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir lagfæringu á gömlu húsi o.fl. að Eyravegi 43-45 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Set ehf kt: 610278-0359 Eyravegi 41-49 Selfossi
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi teikningum þar með talið brunahönnun.
9. Mnr. 0512065
Erindi frá Sigurði Jónssyni þar sem lagt er fram bréf frá íbúum við Heiðmörk, Þórsmörk og Austurveg 61 og 63 þar sem þeir óska eftir fundi með skipulags- og byggingarnefnd.
Byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara um fyrirkomulag fundar.
10. Mnr. 0503099
Tillaga að breytingu á númeringu lóða við Eyraveg. (Erindi áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 12. apríl 2005).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytinguna, einnig óskar nefndin eftir því að númering við Gagnheiði verði endurskoðuð um leið og deiliskipulagið.
11. Mnr. 0511006
Tillaga að deiliskipulagi Tjarnarbyggðar í landi Kaldaðarnes (Búgarðabyggð). Ein athugasemd barst við auglýsingu.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á fram komna athugasemd og samþykkir að landamerkjaheitið verði nefnt Hreppamarkaskurður í stað Flóaáveituskurðar. Að öðru leyti er afgreiðslu frestað þar til endanleg afgreiðsla á aðalskipulagi Sveitarfélagsins 2005-2025 liggur fyrir.
12. Ástand lóðar við Austurveg 42. Girðing lóðar, viðbyggingar við verkstæði, og umgengni á lóð. Erindið er á dagskrá vegna kvartana frá nágrönnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðarhafi fjarlægi ósamþykkt hlið á girðingu við Vallholt og færi girðinguna til fyrra horfs. Einnig verði samskonar girðing sett við austurhlið lóðar. Óskað er eftir að lóðarhafi bæti umgengni á lóðinni vegna kvartana. Lagfæringu verði lokið í síðasta lagi 15. apríl 2006. Byggingarfulltrúa falið að kanna hvort viðbygging við verkstæði sé samþykkt.
13. Breyting á skipulagi lóðar við Sunnuveg.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir lóðarhafa á að sækja þarf um leyfi fyrir breytingum á innkeyrslu lóða þar sem það er breyting á gildandi deiliskipulagi.
14. Önnur mál.
1. Varðandi svæðið frá Grænumörk að lóð MS, milli Árvegar og Austurvegar.
Nefndin bendir á nauðsyn þess að hugað verði að framtíðarskipulagi svæðisins bæði hvað varðar byggingar og umferðarmál. Sérstaklega vegna aðkomu að Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
2. Björn Gíslason óskar eftir að á næsta fundi nefndarinnar verði skipulag miðbæjarsvæðisins rætt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:00
Guðmundur Kr. Jónsson
Kristinn Hermannsson
Torfi Áskelsson
Bárður Guðmundsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Kjartan Sigurbjartsson
Björn Gíslason