Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.5.2008

97. fundur bæjarráðs - aukafundur


97. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn föstudaginn 30. maí 2008 í bækistöð almannavarna á lögreglustöðinni Hörðuvöllum 1, Selfossi, kl. 10:00

Mætt: Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V) Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D) Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S) Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Einnig sátu fundinn stjórnendur hjá sveitarfélaginu og fulltrúar Viðlagatryggingar og lögreglu.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

•1. 0806029 - Jarðskjálftar 2008 - staða mála upplýsingar til bæjarráðs Staða mála í kjölfar jarðskjálfta. Bæjarstjóri fór almennt yfir stöðu mála. Fulltrúi lögreglu fór yfir störf lögreglu í dag og viðbúnað. Ásta fór yfir tryggingamál sveitarfélagsins og hvernig stjórnendur skulu bregðast við. Fulltrúi Viðlagatryggingar fór yfir stöðu mála varðandi tjón á fasteignum og bætur. Farið var yfir stöðu mála í einstökum stofnunum og fyrstu aðgerðir stjórnenda. Miðað er við að öll þjónusta verði komin í eðlilegt horf á mánudag.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:00

Margrét Katrín Erlingsdóttir                              Jón Hjartarson Eyþór Arnalds                                     Ragnheiður Hergeirsdóttir Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica