Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.3.2006

97.fundur skipulags- og byggingarnefndar

 

97. fundur var haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar þriðjudaginn 14. mars 2006  kl. 17:00 á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.

 

Mætt:              
Birkir Pétursson kemur í stað Guðmundar Kr. Jónssonar
Kristinn Hermannsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Torfi Áskelsson
Björn Gíslason          
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Kjartan Sigurbjartsson, ritaði fundargerð

 

Dagskrá:

 

1. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og  byggingarfulltrúi hefur samþykkt

 

a) Mnr. 0601105
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Réttarholti 12 Selfossi
Umsækjandi: Guðni Þ. Snorrason kt: 200973-3489  Réttarholti 12 Selfossi

 

b)  Mnr. 0602026
Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Grafhólum 15-19 Selfossi
Umsækjandi: Jón Ólafur Óskarsson  kt: 230955-3289  Sléttuvegi 2 Selfossi

 

c) Mnr. 0602093
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Suðurengi 27 Selfossi.
Umsækjandi: Erling Rúnar Huldarsson   kt: 260770-3739
                     Elísabet Auður Torp   kt: 290371-4309   Suðurengi 27 Selfossi

 

Listi lagður fram til kynningar.

 

2. Mnr. 03110293
Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu húss að Stjörnusteinum 7 Stokkseyri. (Áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 14. febrúar sl.).
Umsækjandi: Þorvaldur Magnússon  kt: 120858-3789  Stjörnusteinum 7 Stokkseyri.

 

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu vegna ófullnægjandi teikninga.

 

3.  Mnr. 0505096
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir á lóðinni Kjarrhólum 26 Selfossi.
Umsækjandi:  Gísli Steinar Gíslason  kt: 211164-5229  Bollagörðum 20, 170 Seltjarnarn.

 

Samþykkt að veita frest til 4. mánaða.

 

4. Mnr. 0503047
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir á lóðinni Kjarrhólum 30 Selfossi.
Umsækjandi:  Hermann Ólafsson  kt: 090968-5649  Baugstjörn 9 Selfossi

 

Samþykkt að veita frest til 4. mánaða.

 

5. Mnr. 0505095
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir á lóðinni Kjarrhólum 24 Selfossi.
Umsækjandi:  Guðmundur Hjaltason   kt: 070966-5579  Stóru-Sandvík III, 801 Selfossi

 

Samþykkt að veita frest til 4. mánaða.

 

6. Mnr. 0602067
Umsókn um leyfi til almennra áfengisveitinga fyrir Hótel Selfoss við Eyraveg, Selfossi.  Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar.

 

Samþykkt að uppfulltum skilyrðum annara umsagnaraðila.

 

7. Mnr. 0602103

 

Umsókn um samþykkt fyrir nýrri staðsetningu skilta við starfsstöðvar Íslandsbanka við Austurveg 9 á Selfossi.  Samþykki eiganda húsnæðisins liggur fyrir.

 

Samþykkt.

 

8.  Mnr. 0602076
Fyrirspurn um hækkun nýtingarhlutfalls lóðanna Lækjarbakka 1 og 3 Selfossi.
Fyrirspyrjandi:  Verkfræðistofa Guðjóns Þ. Sigfússonar f.h. lóðarhafa  Austurvegi 42 Selfossi   kt: 171262-7719

 

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu og vísar til gildandi skipulagsskilmála fyrir svæðið.

 

9.  Mnr. 0602105
Fyrirspurn um leyfi til að breyta staðsetningu húss innan lóðar að Gagnheiði 74 Selfossi.
Fyrirspyrjandi:  Arnar Ingi Ingólfsson f.h. lóðarhafa   kt: 140181-4639

 

Samþykkt.

 

10. Mnr. 0603014
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Kjarrhólum 24 Selfossi.
Fyrirspyrjandi:  Guðmundur Hjaltason  kt: 070966-5579  Stóru-Sandvík 3, 801 Selfoss

 

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á að farið sé yfir leyfilegt nýtingarhlutfall lóðarinnar.  Nefndin samþykkir að senda útlit og form hússins í grenndarkynningu að Kjarrhólum 9-11, 13-15, 14 ,16, 22, 26 og 28.

 

11.  Mnr. 0505130
Erindi frá Bergi M. Sigmundssyni f.h. Vilberg Kökuhús ehf varðandi frystigám að Tryggvagötu 40 Selfossi.  Meðfylgjandi er teikning af fyrirhuguðu skýli yfir frystigám. (Mál áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25. október 2005).

 

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi teikningum, nefndin bendir á að byggingin þarf að uppfylla kröfur um hljóðvist.

 

12. Mnr. 0601120
Erindi frá Jörundi Gaukssyni þar sem lögð er fram tillaga að götunöfnum í Tjarnarbyggð, Kaldaðarnesi. (Áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 14. febrúar sl.).

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga Jörundar Gaukssonar um götunöfn  í Tjarnarbyggð verði samþykktar.

 

13.   Mnr. 01010092
Erindi frá eiganda að Hliði Eyrargötu, Eyrarbakka þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu lóðarmarkamála eignanna Hliðs, Garðbæjar, Sólbakka, Merkigils og Ásgarðs við Eyrargötu Eyrarbakka.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna eiganda Hliðs stöðu mála.

 

14.  Mnr. 0602104

 

Erindi frá Ragnheiði Thorlacius þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið.

 

Skipulags- og byggingarnefnd gefur jákvæða umsögn um fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.

 

15. Mnr. 0505141
Ítrekun á áður sendu erindi frá íbúum í Langaneshverfi á Selfossi varðandi vaxandi bílaumferð og hröðum akstri í hverfinu. (Áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 14. júní 2005).

 

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því við framkvæmda- og veitusvið að framkvæmdum við gerð hraðahindrana við Ártún og Miðtún verði hraðað og að afmörkun á 30 km svæði nái fram að ganga líkt og lagt er til á umferðarskipulagi sveitarfélagsins.

 

16. Mnr. 0602098
Tillaga að deiliskipulagi Brattsholts í Sveitarfélaginu Árborg. Tillagan er til afgreiðslu frá nefndinni.

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

 

17. Mnr. 0512012

 

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Árveg Selfossi.  Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni. 1 athugasemd barst eftir að frestur til að skila þeim inn rann út.

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

18. Mnr. 0502042
Tillaga að nýju deiliskipulagi lóðanna að Ártúni 2 og 2a Selfossi.  Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni.  Athugasemdir sem bárust v/auglýsingar eru lagðar fram.

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillögunni verði hafnað vegna framkominna athugasemda. 

 

Ármann Ingi Sigurðsson situr hjá.

 

19.  Mnr. 0312014
Tillaga að breytingu deiliskipulags við Hulduhól á Eyrarbakka.  Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni.  Engin athugasemd hefur borist v/auglýsingar.

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

20.  Mnr. 0506068
Tillaga að deiliskipulagi Hagalands. Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni.

 

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

21.  Mnr. 0603018
Tillaga að deiliskipulagi Byggðarhorns lands nr.9. Tillagan er til afgreiðslu frá nefndinni.

 

Afgreiðslu frestað, óskað er eftir fullnægjandi teikningum.

 

22.  Mnr. 0505079
Umsókn um frest til að hefja byggingaframkvæmdir á lóðinni Kjarrhólum 10 Selfossi.
Umsækjandi:  Valdimar Þór Svavarsson   kt: 010873-4289  Löngumýri 6a, Selfossi

 

Samþykkt að veita frest til 4. mánaða.

 

23.  Skipulag miðbæjarsvæðisins rætt.
Björn Gíslason lagði fram tillögu að svo hljóðandi bókun.

 

Bókun lögð fram á fundi  skipulags- og byggingarnefndar þriðjudaginn 14. mars 2006.  

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að nú þegar verði  farið að vinna að heildarskipulagi miðbæjarins á Selfossi og hann deiliskipulagður sem ein heild. Miðbærinn er  afmarkaður  frá Tryggvagötu í austur að Kirkjuvegi í vestur að meðtöldum Austurvegi og Eyrarvegi til norðurs.  

 

Greinagerð. 
Samkvæmt byggingarreglugerð er hlutverk skipulags- og byggingarnefndar sem hér segir. Meginverksvið skipulagsnefndar er að fjalla um stefnumörkun í skipulagsmálum, hafa forgöngu um gerð og breytingar á skipulagsáætlunum og fjalla um skipulagstillögur. Á undanförnum mánuðum hefur skipulags- og byggingarnefnd fengið nokkur erindi á sinn fund þar sem lagðar hafa verið fram hugmyndir að skipulagi á tilteknum svæðum í miðbæ Selfoss. Það er óhugsandi og engan veginn eðlilegt að fjalla um hverja tillögu fyrir sig án þess að gerðar séu samræmdar aðgerðir og heildaráhrifin skoðuð á svæðinu í heild sinni. Í allri umræðu að miðbæjarskipulagi hefur það komið fram mjög ákveðið, hversu mikilvægt það sé að skipuleggja miðbæjarsvæðið sem eina heild og nýta það tækifæri sem  nú gefst. Að stofninum til skiptist svæðið í þrjá hluta, tveir hlutir eru í einkaeign og einn hluti er í eigu bæjarins. Það er því mikilvægt að nýta það frumkvæði sem einkaaðilar hafa sýnt með hugmyndum sínum að nýju skipulagi miðbæjarins og sjálfsagt að taka tillit til að einhverju leyti.  Það hafa þrjár hugmyndir verið lagðar fram af þremur aðilum sem mikilvægt er að samræma. Loka ákvörðun um gerð deiliskipulagsins er í höndum  bæjaryfirvalda  sem bera ábyrgð á verkinu. Það er ekki síður mikilvægt að ná árangri núna meðan áhuginn á framgangi miðbæjarins er jafn mikill og raun ber vitni til að tryggja að í framtíðinni verði eftirsóknarvert að koma í uppbyggðan miðbæ á Selfossi.  

 

 

Tillagan var borin undir atkvæði og var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

 

Torfi Áskelsson lagði fram bókun í framhaldi að tillögu Björns Gíslasonar.

 

 Fyrirtækið Miðjan á Selfossi ehf hefur sett fram hugmyndir að skipulagi á eignarlandi sínu í miðbæ Selfoss.  Einnig hefur fyrirtækið, með heimild Sveitarfélagsins Árborgar, sett fram hugmyndir að almenningsgarði á aðliggjandi landi í eigu sveitarfélagsins.  Þessar hugmyndir hafa verið kynntar skipulags- og byggingarnefnd og einnig hafa hugmyndirnar  verið kynntar almenningi á fundum og á netinu.  Nokkur almenn umræða hefur farið fram um hugmyndirnar   og ýmis sjónarmið og ábendingar komið frá almenningi m.a. í skoðanakönnun. Eins og kunnugt er stendur nú yfir vinna við gerð deiliskipulagstillögu af svæðinu sem lögð verður fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

 

Í ljósi þessa samþykkir nefndin að taka deiliskipulagstillögu að umræddu svæði til umræðu og afgreiðslu þegar tillagan hefur borist nefndinni og í þeirri mynd sem hún verður lögð fram.

 

 

 

Undirritaðir taka undir tillöguna
Ármann Ingi Sigurðsson
Kristinn Hermannsson
Birkir Pétursson

 

24.   Önnur mál.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:50

Birkir Pétursson                                                       
Kristinn Hermannsson
Torfi Áskelsson                                                         
Bárður Guðmundsson
Ármann Ingi Sigurðsson                                           
Kjartan Sigurbjartsson
Björn Gíslason

 


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica