Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.6.2008

98. fundur bæjarráðs

98. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 12. júní 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Margrét Katrín Erlingsdóttir, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, varaformaður, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kjör formanns bæjarráðs. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Almenn erindi

1.  0805074 - Kosning formanns og varaformanns í bæjarráð 2008

Lagt var til að Jón Hjartarson, V-lista, yrði kosinn formaður bæjarráðs.
Var það samþykkt með tveimur atkvæðum, bæjarfulltrúi D-lista, situr hjá.

Nýkjörinn formaður tók við stjórn fundarins.
Lagt var til að Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, yrði kosinn varaformaður.
Var það samþykkt með tveimur atkvæðum, bæjarfulltrúi D-lista, situr hjá.

2. 0806035 - Samningur um refa- og minkaveiði.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

3. 0806035 - Reglur um greiðslu veiðilauna

Bæjarráð samþykkir reglurnar.

4. 0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar

Málefni Björgunarmiðstöðvar rædd.


Erindi til kynningar

5. 0806029 - Jarðskjálftar 2008 - staða mála upplýsingar til bæjarráðs

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

6. 0806024 - Menntaþing 12. september 2008 - ný lög

Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og leikskólanefndar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:05

Margrét Katrín Erlingsdóttir                             
Jón Hjartarson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica