Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.6.2012

98. fundur bæjarráðs


98. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 14. júní 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri.  

Bæjarráð þakkar fyrir gott frumkvæði í skólastarfi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri vegna verkefnisins Barnabæjar þar sem gefnir voru út BESóar. Bæjarráð þakkar aðstandendum Kótelettunnar fyrir metnaðarfulla dagskrá og vel heppnaða hátíð.

Dagskrá:

1.         1201024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Árborgar 2012

            24. fundur haldinn 5. júní

            -liður 6, beiðni kaþólsku kirkjunnar um lóð, tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að gefið verði vilyrði fyrir lóðinni Austurvegi 37. Lagt var til að bæjarráð samþykkti að veita Kaþólsku kirkjunni vilyrði til sex mánaða, kostnaður vegna hönnunar eða skipulagsvinnu verði alfarið á ábyrgð umsækjanda. Ekki er um endanlega úthlutun að ræða. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, greiddi atkvæði gegn tillögunni og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaður leggst gegn því að úthluta vilyrði til handa kaþólsku kirkjunni á Íslandi vegna lóðarinnar Austurvegar 37 á Selfossi. Það er skoðun undirritaðs að lóðin Austurvegur 37 sé ekki nægjanlega stór til þess að uppfylla þarfir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi fyrir kirkjubyggingu og önnur umsvif sem  slíkri starfsemi fylgja eins og  t.d rými fyrir bílastæði o.fl. auk þess sem nauðsynlegt er að kanna hug eigenda næstu lóða áður en slíkt vilyrði er gefið út. Eðlilegt væri að að umsókn Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um lóð undir kirkju á Selfossi verði vísað til umsagnar og úrvinnslu annars vegar hjá starfshópi um nýtt miðbæjarskipulag og hins vegar hjá starfshóp um framtíð mjólkurbúshverfis  á Selfossi.“

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S lista.                                                            

-liður 8, staða skipulagsmála í Árborg. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Flóahrepp og Sveitarfélagið Ölfus að hafin verði vinna við svæðisskipulag á grundvelli skipulagslaga.

-liður 14, mál nr. 1106045, tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Byggðarhorni, lóð nr. 38. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

Fundargerðin staðfest.

2.         1201020 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar 2012

            35. fundur haldinn 6. júní

            -liður 3, 1206007, gangstétt við Víðivell. Bæjarráð samþykkir 5 mkr aukaframlag vegna endurnýjunar gangstétta á Víðivöllum.

Fundargerðin staðfest.

                       

3.         1201004 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

            215. fundur haldinn 14. maí

216. fundur haldinn 29. maí

             

Bæjarráð óskar eftir að fá magntölur sem lagðar voru fram á fundinum.

Fundargerðin lögð fram.

                       

4.         1201156 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

            142. fundur haldinn 1. júní

            Lagt fram.

                       

5.         1205420 - Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu

            106. fundur haldinn 21. maí

106. fundur, framhaldsfundur, 4. júní

            Fundargerðirnar lagðar fram.

                       

6.         1206008 - Svar fræðslustjóra við fyrirspurn um leikskólabiðlista

            Lagt var fram eftirfarandi svar við fyrirspurn Eggerts Vals Guðmundssonar, S- lista:

1. Hversu mörg börn búsett í Árborg eldri en 18 mánaða eru á biðlista eftir leikskólaplássi?                    Samkvæmt upplýsingum frá sérkennslufulltrúa, sem annast m.a. innritun, er ekkert barn eldra en 18 mánaða sem á lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg á biðlista. Þó er rétt að nefna að nokkur börn eru á skrá þar sem foreldrar hafa óskað eftir flutningi milli leikskóla en slíkt er ekki flokkað sem biðlisti. Hægt er að verða við þeim óskum þegar pláss losnar í viðkomandi leikskóla.  

2. Hefur sveitarfélagið látið vinna þarfagreiningu á eftirspurn eftir leikskólaplássi til næstu ára með tilliti til aldursskiptingar barna með lögheimili í Svf. Árborg?

Á fræðslusviði er fylgst vel með fjölda barna í árgöngum og samkvæmt samantekt sérkennslufulltrúa er fjöldi barna í  hverjum árgangi eftirfarandi:

Fæðingarár      2007    2008    2009    2010    2011    júní 2012

Selfoss                 114      130         95        96         118       52

Eyrarbakki
Stokkseyri            19       20          16        10          11        4                                                     

Samkvæmt þessum lykiltölum úr Þjóðskrá yfir börn með lögheimili í Árborg er ljóst að

núverandi húsnæði leikskóla annar eftirspurn. Til upplýsingar þá hafa öll börn sem eru fædd 2010 og eldri fengið leikskólapláss. Þá hafa öll börn á biðlista sem eru fædd í janúar, febrúar og mars 2011 fengið leikskólapláss, auk þess nokkur sem eru fædd í apríl 2011 en þau verða 18 mánaða í október nk. Aldrei fyrr í leikskólasögu sveitarfélagsins hefur staðan verði svona góð á Selfossi. Hins vegar hefur staðan oft verið góð á Eyrarbakka og Stokkseyri. Í dag eru samtals 520 börn á skrá í leikskólum sveitarfélagsins. 3. Hver er mismunurinn á kostnaði þeirra foreldra sem hafa annars vegar aðgang að leikskólaplássi fyrir börn sín og hins vegar þeirra foreldra sem nýta sér þjónustu dagmæðra að teknu tilliti til mótframlags sveitarfélagsins?

Verð á leikskólaplássi frá kl. 8-16 er kr. 31.150.- (innifalið morgunmatur, hádegismatur og síðdegishressing). Verð á plássi hjá dagforeldri frá kl. 8-16 er kr. 67-70.000.- Þegar mótframlag sveitarfélagsins (kr. 24.400.- fyrir 8 klst. og meira) hefur verið dregið frá greiða foreldrar 42.600.- til 45.600.- Mismunur er því á bilinu 11.450 til 14.450                                                                                                                   
Þorsteinn Hjartarson  

Það er ánægjulegt að ekki séu nein börn á biðlista eftir leikskólaplássi sem eru 18 mánaða eða eldri. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun og fyrirspurn:

Undirritaður þakkar fræðslustjóra greinargóð svör varðandi leikskólamál og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn.

„Hversu mörg börn 18 mánaða og eldri með lögheimili í sveitarfélaginu og hafa fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi eru að bíða eftir að komast inn á leikskóla?

Eggert Valur Guðmundsson fulltrúi S lista“                                                                                              

                       

7.         1206030 - Erindi Lögreglunnar á Selfossi vegna lagningar bifreiða við Hörðuvelli á Selfossi

            Bæjarráð samþykkir að stöðvun og lagning ökutækja við Hörðuvelli að austan verði bönnuð og það gefið til kynna með viðeigandi umferðarmerkjum og málun gangstéttarkantarins í gulum lit. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði framkvæmd verksins.                       

8.         1203082 - Yfirlit yfir útsvar og Jöfnunarsjóð

            Lagt var fram yfirlit yfir útsvar og jöfnunarsjóð fyrir janúar til maí.
                       

9.         1006066 - Svar við fyrirspurn um kostnað við undirbúning virkjunar

            Verður lagt fram á fundinum

            Lagt var fram eftirfarandi svar við fyrirspurn Helga S. Haraldssonar frá 96. fundi: 

Á 61. fundi bæjarráðs var lagt fram eftirfarandi svar við spurningu um kostnað við undirbúning tengdan Selfossvirkjun:

Kostnaður sundurliðast svo (fjárhæðir m/vsk):

Verkfræðiþjónusta kr.  8.378.681

Greitt Veiðimálastofnun vegna kynningarfundar kr. 186.142,-

Síðan framangreint svar var lagt fram hefur eftirfarandi kostnaður verið greiddur:

Til Veiðimálastofnunar vegna skýrslu kr. 1.900.060

Verkfræðiþjónusta kr. 30.067

Rannsóknarleyfi frá Orkustofnun kr. 41.500 

Alls eru þetta kr. 10.536.450. en þar sem virðisaukaskattur fæst endurgreiddur er útlagður kostnaður kr. 8.404.010.                       

10.       1205010 - Samstarf við SASS um Árborgarstrætó

            Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. 
 

11.       1201083 - Samþykkt um hundahald

            Lögð voru fram drög að samþykkt um hundahald ásamt umsögnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, hverfaráðs Selfoss og frá Taumi - hagsmunasamtökum hundaeigenda í Árborg og nágrenni.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna úr umsögnunum og leggja fyrir bæjarráð.                       

12.       1111075 - Stefnumótun og framtíð mjólkurbúshverfisins

            Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

„Í nóvember 2011 var skipaður starfshópur um framtíð mjólkurbúshverfisins á Selfossi, það vekur furðu að sá starfshópur hefur ekki fundað ennþá.“                       

13.       1106016 - Uppbygging og stækkun Sundhallar Selfoss

            Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
„23. júní 2011 var skipaður starfshópur um uppbyggingu og stækkun á Sundhöll Selfoss, það vekur furðu að hann hefur ekki fundað ennþá, þrátt fyrir að töluverðir fjármunir séu í þriggja ára áætlun í þessa uppbyggingu.“  

Fulltrúar D-lista bókuðu:
Sundlaugarhópur hefur farið eina vettvangsferð og fundur hefur verið boðaður 19. júní.                        

14.       1001181 - Samráðshópur um íþróttasvæðið

            Lögð var fram fundargerð fundar frá 31. maí 2011.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu kr. 3.160.000 í framkvæmdir á Selfossvelli.                       

15.       1106016 - Breyting á fulltrúa í starfshópi um sundlaugarmál
            Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, taki sæti í starfshópnum í stað Gríms Arnarsonar. Var það samþykkt.
                       

16.       1105205 - Breyting á fulltrúa í samstarfshópi um fuglafriðland

            Lagt var til að Ari B. Thorarensen, D-lista, taki sæti í samstarfshópnum í stað Elfu Daggar Þórðardóttur, D-lista.                       

17.       1206056 - Kauptilboð - landspilda úr landi Árbæjar 6

            Bæjarráð samþykkir kaup á 12,2 ha landspildu úr landi Árbæjar 6, landnr. 171665 á kr. 12.200.000 í samræmi við tilboð sem liggur fyrir fundinum.
            

18.       1206057 - Fundartími bæjarráðs sumarið 2012

            Bæjarráð fundar í næstu viku og eftir það á hálfsmánaðarfresti til 22. ágúst.                        

19.       1205032 - Framkvæmdalisti framkvæmda- og veitusviðs vegna 2012

            Listinn var lagður fram.                       

20.       1202386 - Erindi verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti - 8. nóvember verði helgaður baráttu gegn einelti

            Lagt fram.                      

21.       1206042 - Ársskýrsla 2011 - Byggðasafn Árnesinga

            Lagt fram.

                       

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10 

Eyþór Arnalds                                               
Ari B. Thorarensen
Eggert Valur Guðmundsson             
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir              
Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica